Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 13

Andvari - 01.10.1959, Side 13
ANDVABI DR. SIGURGEIR SIGURÐSSON BISKUP 123 blöð. Hann gekkst fyrir því, að prestar heimsæktu skóla og flyttu þar erindi og fór sjálfur í nokkrar slíkar fyrirlestraferðir í skólana. Hann varð og fyrstur manna til þess að hvetja presta til þess að nota kvikmyndir í þjónustu kirkjunnar og kristindómsfræðslunnar. Gekkst hann fyrir því, að kirkjuráð keypti handhæga sýningarvél ásamt nokkrum kvikmyndum og lánaði þetta þeim prestum, er þess óskuðu. Má telja líklegt, að kvikmyndir og skugga- myndir verði í náinni framtíð veigamikill þáttur í starfi kirkjunnar fyrir æsku- lýðinn. Hefur svo verið víða erlendis um alllangt skeið. Enn er að geta þess nýmælis, er biskupinn kom á almennum bænadegi í kirkjum landsins og valdi til þess 5. sunnudag eftir páska. Hafa þær guðsþjónustur jafnan verið vel sóttar og þessi tilbreytni fallið þjóðinni vel í geð. Með vaxandi starfi fylgdu vaxandi umsvif og störf við embættið. Sjóðir í vörzlu þess ukust ört og starfið varð margþættara. Af þessum sökum var ráðinn sérstakur biskupsritari árið 1942, er jafnframt var skrifstofustjóri biskups og hafði hann liina daglegu afgreiðslu og fjárreiður embættisins á hendi. Og smátt og srnátt fékk skrifstofan bætt og stækkuð húsakynni. Islenzka kirkjan hefur löngurn verið einangruð og tiltölulega lítil sam- skipti liaft við aðrar kirkjudeildir, nema þá helzt á Norðurlöndum. Biskupi var það ljóst, að þessa einangrun þurfti að rjúfa. Konni þar ýmsar leiðir til greina. Gerðist íslenzka kirkjan á lians dögum aðili að Heimssambandi lútherskra kirkna (Lutheran World Federation), Alkirkjuráðinu (The World Council of Churches) og Kirknasambandi Norðurlanda (Nordisk Ökumenisk Institut). Ennfremur var hann í samtökum höfuðbiskupa Norðurlanda og sótti fundi þeirra oftar en einu sinni. Alh þetta varð að sjálfsögðu til þess að efla gagnkvæma kynning á milli íslenzku kirkjunnar og höfuðleiðtoga annarra lútherskra kirkna um víða veröld og knýta vináttubönd þar í millum til heilla og blessunar. Þetta varð og til þess, að ýmsir prestar fengu tækifæri til þess að sækja fjölmenn kirkju- þing erlendis og kynnast kirkjulegu starfi, áhugamálum og vandamálum, sem efst voru á baugi hverju sinni. Þessi auknu samskipti við erlendar kirkjur hafa og stuðlað að því að greiða guðfræðinemum og ungum prestum leiðir til lramhaldsnáms erlendis. Hafa og utanfarir presta til nárns og kynningar mjög farið í vöxt í biskupstíð hans. Jafnframt fóru og heimsóknir erlendra kirkju- leiðtoga og presta mjög vaxandi á þessum árum. Eigi verður svo skilizt við þennan þátt í starfi Sigurgeirs biskups, að eigi sé minnzt á starf hans að því að treysta bróðurböndin á milli Islendinga vestan hafs og austan og samband systurkirknanna íslenzku báðum mcgin hafs. Hann var fulltrúi Islands á 25. þingi Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.