Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 14

Andvari - 01.10.1959, Page 14
124 SVKINN VÍKINGUR ANDVARI veturinn 1944 og ferðaðist þá um íslendingabyggðir í Bandaríkjunum og Kanada um þriggja mánaða skeið. Fleiri ferðir fór liann vestur urn haf, og má óhætt segja, að þær ferðir hafi orðið árangursríkar til enn aukinnar kynn- ingar og menningartengsla á milli okkar og bræðra og systra handan hafsins. Hann var kjörinn heiÖursverndari Hins evangelisk-lútherska kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi og hefur biskup íslands verið það jafnan síðan. Idann stuðlaði og að því, að skipzt var á prestum á rnilli kirkjudeildanna. Og þótt það yrði ekki í stórum stíl, mun það eigi að síður hafa átt sinn þátt í því, að styrkja sambandið á milli kirknanna og gera vináttu þeirra ennþá innilegri og traustari. í vesturför biskups 1944 var honum sýndur margskonar heiður, sem jafn- framt sýndi vinarþelið til íslenzku þjóðkirkjunnar. Hann var kjörinn heiðurs- doktor (Dr. of Flumanities) við háskólann í Norður-Dakota og ennfremur heiðursdoktor í guðfræði við Wagnerháskólann í New York. Samkvæmt lögum er biskup fslands forseti kirkjuráðs þjóðkirkjunnar og honurn ber einnig að sjá um og veita forsæti hinni árlegu prestastefnu. Á hvorum tveggja þessara vettvanga var hann umsvifamikill og fullur af eldmóði og áhuga. í kirkjuráði átti hann frumkvæði að mörgu því, sem til heilla horfði fyrir kirkju og kristni. Préstakallasjóðurinn, sem er í umsjá kirkjuráðs, efldist nrjög á biskupstíð hans, og fyrir vikið var unnt að styðja ýnúskonar viðleitni í kirkjumálum með nokkru fé árlega. Eitt af höfuð-áhugamálum hans var að korna á fót myndarlegri byggingu í höfuðstaðnum, kirkjuhúsi, er verða skyldi miðstöð kirkjulegs og kristilegs starfs í landinu. Safnaði hann allmiklu fé í þessu skyni. En ekki auðnaðist honum þó að sjá þessa hugsjón sína rætast. — Prestastefnan, sem áður hafði verið tiltölulega fámenn samkoma, varð undir hans stjórn áhrifamikil og sterk. Þangað sótti árlega allur þorrinn af prestum landsins og þar voru rædd af fjöri og stundum af nokkru kappi ýms mál varðandi kirkjuna. Munu prestum seint gleymast hvatningarorð hans og dærna- fár áhugi samfara ástúð og hlýju og glæsibrag, sem jafnan einkenndi frain- komu hans á prestastefnum. Þessi einkenni hans komu þó ekki síður í ljós á eftirlitsferðum hans um landið. Á hinum tiltölulega stutta tíma, senr liann var hiskup, visiteraði hann svo að segja alla söfnuði landsins og flutti guðsþjónustu og hvatningarorð í hverri kirkju, sem hann kom til. Mun ekki ofrnælt, að í þessum ferðum hafi hann aflað sér aðdáunar, ástar og virðingar safnaðanna og vakið og glætt áhuga á kristindómsmálunum svo að segja í hvers manns brjósti. Plefur sá áhugi síðan hirzt í verki á margvíslegan hátt. Söfnuðir og einstaklingar hafa sýnt kirkjunni margháttaða velvild og ræktarseini, hæði í gjöfum góðra og fagurra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.