Andvari - 01.10.1959, Side 17
andvaiu
DR. SIGLIRGiiIR SIGURÐSSON BISKUP
127
og heimili hans í Reykjavík í biskupstíð hans. Eins og áður er getiÖ, kvæntist
séra Sigurgéir hinn 17. nóv. 1917 Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólfsskála. Þeim
O Ö
varð fjögurra barna auðið og eru þau öll á lífi. Elztur þeirra er séra Pétur
Sigurgeirsson, nú prestur á Akureyri, f. 2. júní 1919, kvæntur Sólveigu Ás-
geirsdóttur úr Reykjavík. Hin eru: Sigurður bankaritari í Reykjavík, f. 6. júlí
1920, kvæntur Pálínu GuÖmundsdóttur, Svanhildur, f. 18. marz 1925, ritari í
sendiráði Islands í Stokkhólmi og Guðlaug, f. 16. febr. 1927, gift Sigmundi
lækni Magnússyni og eru þau búsett í Ameríku.
Þegar séra Sigurgeir fluttist til Rvíkur með fjölskyldu sinni og tók við
biskupsembættinu, var enginn biskupsbústaður til fyrir æðsta embættismann
þjóðkirkjunnar. Biskupar þeir, sem verið höfðu næstir á undan honum, höfðu
búið í sínum eigin húsum, er þeir höfðu eignazt áður en þeir tóku við
embættinu. Varð því hinn nýskipaði biskup að setjast að í leiguhúsnæði. En
nokkrum árum síðar keypti ríkið húsið Gimli ofan Lækjargötunnar til biskups-
íbúðar. Þar var síðan heimili biskups það sem eftir var biskupstíðar hans. Ekki
iékkst þessu þó framgengt fyrirhafnarlaust, enda engin ótvíræð ákvæði í lög-
um um biskupsgarð í Rvík, þótt undarlegt megi virðast, þar sem prestum
landsins er með lögum séð fyrir íbúðarhúsum. Enda þótt Gimli væri ekki
að öllu leyti hentugur biskupsgarður, og hafi ekki verið aðsetur biskupa síðan,
þá var þó hér, fyrir ötula forgöngu biskups í verki, fengin viðurkenning á
því, að ríkinu bæri að sjá biskupi landsins fyrir sómasamlegu aðsetri í höfuð-
staðnum. Vann og biskup að því, að ríkið hæfist handa um byggingu slíks
búss. Og þótt það sé enn ekki komið í kring, er þess að vænta, að slík bygging
verði reist á næstu árurn.
Eleimili biskups að Gimli var þannig, að það mun seint gleymast þeim,
senr til þeklctu. Gestrisni þeirra hjónanna og rausn var við brugðið. Þangað
voru ekki aðeins prestar landsins jafnan velkomnir, heldur mátti segja, að
þar væri aldrei gestalaust borð. Man eg það, að vart kom svo maður utan
af landi til þess að hitta biskup í skrifstofu hans, að hann byði honum ekki
að koma heim til sín. Auk þessa voru hinir fjölmörgu vinir biskupshjónanna
úr borginni svo að segja daglegir gestir á heimilinu. Mátti segja, að þangað
bylltust allir til að koma, enda mættu þar allir þeirri alúð og blýju búsbænd-
anna, senr vermdi inn að bjartarótum.
Herra Sigurgeir biskup var maður höfðinglegur og glæsilegur í sjón og
vakti athygli, bvar sem hann fór. Hann var fremur hár maður, föngulegur
a velli, kvikur á fæti, frjálsmannlegur í fasi en jafnframt alúðlegur og hlýr,
hressilegur og glaður í viðmóti jafnt við háan sem lágan. Hann var fljótur
að kynnast og vinna hylli manna og aðdáun. Það var sem hann þekkti hvern