Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 17

Andvari - 01.10.1959, Síða 17
andvaiu DR. SIGLIRGiiIR SIGURÐSSON BISKUP 127 og heimili hans í Reykjavík í biskupstíð hans. Eins og áður er getiÖ, kvæntist séra Sigurgéir hinn 17. nóv. 1917 Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólfsskála. Þeim O Ö varð fjögurra barna auðið og eru þau öll á lífi. Elztur þeirra er séra Pétur Sigurgeirsson, nú prestur á Akureyri, f. 2. júní 1919, kvæntur Sólveigu Ás- geirsdóttur úr Reykjavík. Hin eru: Sigurður bankaritari í Reykjavík, f. 6. júlí 1920, kvæntur Pálínu GuÖmundsdóttur, Svanhildur, f. 18. marz 1925, ritari í sendiráði Islands í Stokkhólmi og Guðlaug, f. 16. febr. 1927, gift Sigmundi lækni Magnússyni og eru þau búsett í Ameríku. Þegar séra Sigurgeir fluttist til Rvíkur með fjölskyldu sinni og tók við biskupsembættinu, var enginn biskupsbústaður til fyrir æðsta embættismann þjóðkirkjunnar. Biskupar þeir, sem verið höfðu næstir á undan honum, höfðu búið í sínum eigin húsum, er þeir höfðu eignazt áður en þeir tóku við embættinu. Varð því hinn nýskipaði biskup að setjast að í leiguhúsnæði. En nokkrum árum síðar keypti ríkið húsið Gimli ofan Lækjargötunnar til biskups- íbúðar. Þar var síðan heimili biskups það sem eftir var biskupstíðar hans. Ekki iékkst þessu þó framgengt fyrirhafnarlaust, enda engin ótvíræð ákvæði í lög- um um biskupsgarð í Rvík, þótt undarlegt megi virðast, þar sem prestum landsins er með lögum séð fyrir íbúðarhúsum. Enda þótt Gimli væri ekki að öllu leyti hentugur biskupsgarður, og hafi ekki verið aðsetur biskupa síðan, þá var þó hér, fyrir ötula forgöngu biskups í verki, fengin viðurkenning á því, að ríkinu bæri að sjá biskupi landsins fyrir sómasamlegu aðsetri í höfuð- staðnum. Vann og biskup að því, að ríkið hæfist handa um byggingu slíks búss. Og þótt það sé enn ekki komið í kring, er þess að vænta, að slík bygging verði reist á næstu árurn. Eleimili biskups að Gimli var þannig, að það mun seint gleymast þeim, senr til þeklctu. Gestrisni þeirra hjónanna og rausn var við brugðið. Þangað voru ekki aðeins prestar landsins jafnan velkomnir, heldur mátti segja, að þar væri aldrei gestalaust borð. Man eg það, að vart kom svo maður utan af landi til þess að hitta biskup í skrifstofu hans, að hann byði honum ekki að koma heim til sín. Auk þessa voru hinir fjölmörgu vinir biskupshjónanna úr borginni svo að segja daglegir gestir á heimilinu. Mátti segja, að þangað bylltust allir til að koma, enda mættu þar allir þeirri alúð og blýju búsbænd- anna, senr vermdi inn að bjartarótum. Herra Sigurgeir biskup var maður höfðinglegur og glæsilegur í sjón og vakti athygli, bvar sem hann fór. Hann var fremur hár maður, föngulegur a velli, kvikur á fæti, frjálsmannlegur í fasi en jafnframt alúðlegur og hlýr, hressilegur og glaður í viðmóti jafnt við háan sem lágan. Hann var fljótur að kynnast og vinna hylli manna og aðdáun. Það var sem hann þekkti hvern
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.