Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 30
140
JAKOB THORARENSEN
ANDVARI
að lialla sér að framhýsum. Á fáeinum hæjum höfðu þó eldakonur burtsofnað
yfir hlóðarpottum, — sjáanlega hvarvetna verið unnið meðan dagur entist.
Utan dyra var á flestum bæjum ólíkt meira líf og fjör, stóðið hvíaði og
óskapaðist á grundum og grashreiðum og sá ekki á því sútir; mikill leikur
var líka í lömbum, sem hoppuðu og skoppuðu í alfrelsi síns einstæða óvitaskapar.
Á ltinn hóginn bauluðu kýr mæðulega, undruðust sinnuleysi mjalta-
kvenna og vöfruðu síðum júgrum heim að fjósdyrum á venjulegum mjalta-
tímum og fóru þar eftir sínum óskeikulu eðlisklukkum, en sneru svo út á
töðuvellina aftur, er enginn sinnti þeim að neinu.
Hundar voru og daufir í bragði og niðurdregnir, virtust þeir söknuði
slegnir og margir þeirra auk þess í nokkrum vandræðum með að draga frarn
lífið, sama gilti um ketti, sem sáust raunar ekki nema sárfáir.
Af Héraði hélt ferðalangurinn niður til fjarðanna og komst eftir fáförnum
koppagötum til Mjóafjarðnr, en þar var sama sagan og annars staðar, allt var
dautt og burtu horfið. Þegar betur var að gætt virtist þó á kotbæ einum senr
reykjareimur úr strompi, — ef það var þá eigi missýning. Hann lét hestinn
tölta í áttina, en þegar kom í hlaðið var bærinn harðlæstur. Hann tók þá að
berja að dyrum og barði lengi þrjú högg á þrjú högg ofan, en án árangurs
langar stundir, loks þóttist liann ]ió heyra eins og þrusk, sem hent gat til að
lífsmark væri inni fyrir.
,,Hver er útir'1 var senn kallað þægilegri kvenrödd innan þeirra læstu dyra.
„Það er maður," anzaði hann.
„Lifandi maður," var spurt.
„Jú, jú, svo er, — lifandi er ég.“
„Er mér óhætt að treysta því?“
„Ja-há, það er þér óhætt, — ég er lifandi, það skaltu sanna."
„Og heitir hvað?“
„Sighvatur."
Þá opnaði stúlkan og kvaðst hún heita Sesselja.
„Maður er manns gaman," sagði hann.
„Svo má víst segja," anzaði hún. — „Þvílíkt ástand sem hér er orðið."
„Eru ekki fleiri á lífi hér um slóðirr" sagði hann.
„Ekki mér vitanlega ein einasta manneskja hér í Mjóafirði önnur en ég,“
gegndi stúlkan. „En það var sagt að þeir væru ögn að hjarna við hér suður
undan. Eins heyrðist að í Hjaltastaðaþinghánni væri hfsvon um suma.“
„Óekkí, það hygg ég því miður orðum aukið," sagði hann. ,,Ég kem
einmitt ofan af Héraði og get vottað það, að í Hjaltastaðaþinghánni mun engin
lifandi sála, né heldur í nokkurri annarri sveit þar efra.“