Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 40

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 40
150 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI una. Það fylgir frásögninni um Brjáns- bardaga, sem er aukaþáttur í sögunni, og er þar ofið inn í fyrirburðarsögu. Fyrirburðurinn á að hafa gerzt á Kata- nesi á Skotlandi, jafnframt því að bar- daginn var háður á Irlandi. Sú saga er með miklum furðu- og ólíkindablæ og er fyrst og fremst vitnisburður um, hversu fíkinn höfundur Njálssögu er í fyrirburÖarsögur, en augljóst er, að fyrir- burðarsagan er gerð eftir kvæðinu til þess að vera umgerð um það. En höf- undur Njálssögu hefur bersýnilega heyrt eða lesið aðra sögu tengda Brjánsbardaga um uppruna kvæðisins. Hann hefur metið þá sögu minna en fyrirburÖar- söguna, en þó hirt úr henni ofurlitla leif, sem er einangruð og lítt skiljanleg í frá- sögn hans. Sú frásögn er á þessa leiÖ: „Fimmtudaginn1) reið maður að þeim2) á apalgráum hesti og hafði í hendi pál- staf. Hann talaÖi lengi við Bróður og Kormlöðu". Einkenni mannsins segja ljós- lega, hver hann er. Hér er á ferð Óðinn á Sleipni með geir sinn í hendi. Kvæðið er kvæði hans. Darraður er ÓSinn, spjót- guðinn, nafnið myndað af darr í flt. dörr: spjót. Darraðarljóð er Ijóð ÓSins. Nafnið minnir á nafn annars frægs kvæðis, Hávamál, mál eða ræðu hins Háva, þ. e. Óðins.3) 1) Þ. e. daginn fyrir Brjánsbardaga. 2) Þ. e. liðsveitum víkinga. 3) Til eru fleiri skýringar á nafni kvæðisins. í Njálssögu segir: „Föstumorguninn varð sá atburður á Katanesi, að maður sá, er Dörr- uður hét, gekk út“. Sá hann og heyrði konur vefa og kveða kvæðið. Kennir sagan kvæðið við þennan Dörruð. Nýlega (1939) hefur dr. Anne Holtsmark komið fram með þá skýringu, að darraður sé hluttaksorð þol- myndar af sögninni að darra (skjálfa, hrist- ast), er orðið hafi að nafnorði í merkingunni fáni eða rnerki, og sé vefur darraðar sjálf fánaveifan. Að þessari skýringu virðist próf. Darraðarljóð eru svo tengd Brjánsbar- daga, aÖ eigi verður grein gerð fyrir kvæðinu nema skýra nokkuð frá bardag- anum og þeim atburðum, er til hans leiddu. Fyrir bardaganum höfðu norrænir vík- ingar herjað Irland um tveggja alda skeið, frá upphafi 9. aldar, og lengst þess tíma höfðu þeir ráðið þar yfir dálitlu ríki, Dyflinni. írar voru kristin menn- ingarþjóð, en þeir voru sundraðir í ætt- sveitir og smáríki, og veitti þeim því örðugt að reisa rönd við þessum erlendu yfirgangsseggjum, víkingunum. í lok 10. aldar eignuðust þeir mikilhæfan forystu- rnann, Brján konung í Kunnjáttuborg, mennilegan stjórnanda og mikinn her- mann. Hann sigraði víkingana í Dyflinni Einar Ól. Sveinsson hallast í Njáluútgáf- unni 1954, og A. Holtsmark hefur fengið inni með hana í Kulturhistorisk Leksikon for nordisk Middelalder. En þessa skýringu hygg eg fimbulfamb eitt. Hluttaksorð þol- myndar verður trauðlega að nafnorði í ís- lenzku (þó að hluttaksorð nútíðar verði það oft). Og öll þau dæmi, er dr. A. H. nefnir til „sönnunar" því, að „vefur darraðar" merki fána eða veifu, sýnast mér byggð á hugarburði eða misskilningi. Próf. E. Ól. Sv. segir (sem lærisveinn A. H.) í skýringu á 4. vísu Darraðarljóða í Njáluútgáfu sinni: „Vefur darraðar kemur fyrst fyrir hjá Agli (í Höfuðlausn) og táknar þar að vísu fána“. En ef eg skil 5. vísu Höfuðlausnar rétt, „táknar" vefur Darraðar þar „að vísu“ orustu, eins og í Darraðarljóðum. Egill segir í þeirri vísu einfaldlega það, að Eiríkur hafi valið rétt orustunni stað („var ei villur staðar vefur Darraðar"), er blóðblandaður sjórinn „þrumdi" og „glumdi" undir véurn (þ. e. fánum). Hann er að segja það, karl- inn (sem hann líklega ætlast ekki til að áheyrendur skilji að fullu), að Eiríkur sé víkingur, en ekki konungur, og fari hon- unr bezt að berjast á sjó. Hér er annars ekki staður til að rekja þessa skýringu nánar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.