Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 42

Andvari - 01.10.1959, Síða 42
152 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI mjúkt, væflulegt silkiskegg. En Brjánn konungur var kominn í næsta nágrenni borgarinnar með óflýjandi her, vel þjálf- aðan og sigursælan úr mörgum orustum ineð örugga forystu þjóðhetjunnar, Marg- aðar Brjánssonar. Nú þurlti því rnikils við: þess að kveða í víkingana vígaæði og um leið örlagatrú á sigur undir merkj- um þessa alltaf-unga konungs. Þetta var hlutverk Darraðarljóða, til þessa voru þau ort og flutt fyrir liðsveitum víkinganna á líkan hátt og þó miklu áhrifameiri en þegar Þormóður Kolbrúnarskáld kvað Bjarkamál hin fornu til að safna til átaka hirð Ólafs konungs Ilaraldssonar, sem beið orustunnar „sem stormdreif í beðj- um og röðum í kirkjunni á Stiklastöðum". Hvert er svo efni og boðskapur Darr- aðarljóða? I upphafi kvæðisins er brugðið upp ógnþrunginni líkingu af vef, sem „vítt er orpinn fyrir valfalli". Þessi vefur er fyrst kallaður „rifs rciðiský", þ. e. skýið, senr reitt er, eða hagrætt er, upp við rifinn. Ur þessu reiðiskýi rignir (eða mun rigna) blóði. Þessi vefur er hin blóðuga orusta, sem til er stofnað og er á næsta leiti. Síðar er vefurinn kallaður „vefur Darraðar", þ. e. vefur Óðins, herguðs vík- inganna, og „vefur verþjóðar", þ. e. vefur hermannanna (nákvæmara: vefur karl- mannanna, — til aðgreiningar frá hin- um venjulega vef kvennanna) og einnig (í 2. vísu) „sigurvefur" sleginn sverð- um. Þessi vefur, sem er grár fyrir geir- um, þ. e. spjótum, er „orpinn ýta þörmum" (þ. e. varpan eða uppistaðan er þarmar manna), „kljáður", þ. e. strengd- ur, höfðum manna, en veftið",1) þ- e. ívafið, er blóðug lík manna (afhöfðaðir bolirnir?). Valkyrjur: Hildur, Hjör- þrimul, Sanngríður, Svipul, Gunnur og 1) Svo kallað af Jiví að það var vafið í eins konar hnotur eða hankir. Göndul vefa þennan vef. Þær hafa dreyrug (þ. e. blóðug) spjót að skil- sköftum, hræla ívafið (þ. e. færa það til hæfis) með örvum, slá vefinn sverð- um, yllirinn (þ. e. spjálkin) er með járn- vari. Voðina, sem þær vefa, vinda þær jafnóðum upp á rifinn: „Vindunr, vind- unr vef Darraðar, er ungur konungur átti fyrir“. Hann, þcssi konungur, sem aldrei varð fullorðinn karlmaður, átti það þó fyrir höndum að heyja þessa stórkostlegu orustu í vernd valkyrjanna: „látunr eigi líf hans farast, eiga valkyrjur vals af kosti". Svo koma fyrirheit um laun vík- inganna, nesjamannanna og eyjaskeggj- anna norðan úr höfum, fyrir Irraustlega franrgöngu í orustunni: „Þeir munu lýðir löndum ráða, er útskaga áður byggðu". Brjánn konungur mun falla: „kveð eg ríkum gram ráðinn dauða“, og höfðingjar hans hinir landauðugu og voldugu ættarhöfðingjar munu einnig falla: „nú er fyrir oddunr jarlnraður lrniginn". Hér er verið að gefa sanrs konar fyrirheit og Sverrir konungur gaf fyrir orustuna við Niðarós: „Sá er lendan nrann fellir nreð sönnum vitnunr, skal lendur maður vera, og þess kyns tignar- maður skal hver maður vera, sem hann ryður sér til rúms, sá hirðmaður, sem lrirðnrann drepur, og taka þar með góða sæmd“. Hins vegar „munu írar angur bíða, það er aldrei mun ýtum fyrnast". Og þegar orustunni er lokið („nú er vefur ofinn og völlur roðinn") munu læspjöll (frægð og frásagnir um ógnir) gota (þ. é. norrænna nranna) fara um öll lönd, og þeir nrunu erfa ríkið, „ráða löndum“. Svo koma loks kvæðislokin: Vel kveðum vér unr konung ungan sigurljóða fjöld, syngjum lreilar. Ríðunr hestum, lrart út berum brugðnum sverðum á braut lréðan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.