Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 45

Andvari - 01.10.1959, Side 45
ANDVARI STAFVILLA í DARRAÐARLJÓÐUM 155 sett úr rönd (þ. e. skjöldur) og verlc, merkir: orusta, hliðstætt skjaldveður hjá Hólmgöngu-Bersa, skjaldbrak í Háttatali Snorra, sverðleikur í Ólafsdrápu Hall- freðar og sverðþing í Víkingavísum Sig- hvats. Valkyrjurnar eru hér kallaðar vinur randverks, þ. e. vinkonur orustunnar, og þær vefa í vef hcrmannanna rauðu ívafi (,,vefti“) líka, þ. e. blóðugum líkum þeirra, er falla. Hitt sem eg skil öðru vísi en aðrir, skiptir meira máli, varðar kvæðið allt. Það má rekja til þess, að eg les fyrir, þar sem aðrir lesa fyrri. Þetta hverfir kvæð- inu, breytir því úr því að vera fortíðar og líðandi stundar mynd í að vera fram- tíðarmynd, forsögn um það er verÖur eða skal verða. Þetta breytir kvæðinu öllu án þess að nokkru öðru sé breytt. Kvæðið hefur veriÖ skilið í samræmi við fyrir- burðarsöguna, sem höfundur Njálssögu hefur ofið um það, hann hefur villt skilning manna með henni á sama hátt og hann hefur talið mönnum trú um, að arfasáta langstaðin í sunnlenzkum haustrigningum sé sérstaklega eldfim og vel til þess fallin að kveikja í húsum með henni. Menn hafa skilið kvæðið þannig, að það líði frarn samtímis orustunni eins og þegar íþróttafréttamenn segja sam- tímis í útvarpi fréttir af knattspyrnu eða glímu. „Nú er fyrir oddum jarlmaÖur hniginn" hefur einfaldlega verið skiliÖ og skýrt þannig: nú er Sigurður Hlöðvis- son jarl yfir Orkneyjum og Katanesi fall- ®n. „Kveð eg ríkum gram ráðínn dauða" hefur verið skilið og skýrt þannig: nú reiðir Bróðir sverð sitt að Brjáni konungi, °g höggið hlýtur að verða banahögg. En hvernig ber þá að orustulokum eftir osigur víkinganna að kalla orustuna ))SÍgurvcf“ og að skilja og skýra þetta: »Þcir munu lýðir löndum ráða, er út- s^nga áður byggðu". Því hafa fræði- oienn ýmist engu svarað eða þeir hafa sagt eitthvaÖ líkt og Eggert Jochumsson, er hann var spurður, hvernig ætti að taka kveöjuna: „Góðan daginn og guð gefi hann betri en hann verður". „Það verður að taka það eins og það er talað,“ sagði Eggert, og átti við, að „taka“ yrði „það“ eins og mótsagnafulla vitleysu. Með því að lesa „fyrir" í stað „fyrri“ er eðlilegast að skilja kvæðið þannig, að það sé ort fyrir orustuna, og þá verður það líka einfalt til skilnings og sjálfu sér samkvæmt. „Kveð eg ríkum gram ráðinn dauða“ er spásögn eða öllu heldur fyrirheit um fall Brjáns konungs. „Nú er fyrir oddum jarlmaður hniginn" er líka fyrirheit urn fall ættborinna eða lendra manna írskra, en stefnir ekki að Sigurði Orkneyjajarli. „Nú er hniginn" og „nú er vefur ofinn“ (eins og „nú er ógurlegt um að litast") hefur hér eflaust framtíðar (og skilyrðis) merkingu eins og í lagamáli, þó að það finnist annars staðar varla í Ijóðamáli fornu. „Og munu Irar angur bíÖa, það er aldrei mun ýtum fyrnast" er enn spásögn og fyrirheit um ósigur Ira og sigur víkinganna, og „mun um lönd fara læspjöll gota“ er einnig fyrirheit um frægð víkinganna að lokinni orustu („nú er vefur ofinn og völlur roÖinn“) og fengnum sigri. En það sem úr sker um, að þessi skilningur á kvæð- inu er efalaus, eru vísuorðin: „Þeir munu lýðir löndum ráða, er útskaga áður byggðu". Þetta var það, sem víkingarnir og útskagamennirnir (t. d. frá Orkn- eyjurn og Katanesi) börðust fyrir í Brjáns- bardaga. Þetta var fyrirheitið er bezt gat brýnt vilja þeirra og eggjar vopna þeirra fyrir orustuna og í henni. En eftir orust- una gat enginn víkingur eða norrænn maÖur tekið sér þessi orð í munn. Svo að lokum örfá orð um Brjáns- bardaga, lok liardagans og afleiðingar. Orustan var einhver hin grimmasta, er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.