Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 56

Andvari - 01.10.1959, Síða 56
ANATOLE FRANCE: Herra Thomas. Einu sinni þekkti ég mjög strangan dómara. Elann hét Thomas de Maulan og var af lágaðli utan af landi. f embættis- tíð Mac-Mahons marskálks hafði hann ákveðið að leggja stund á lög í þeirri von, að honum auðnaðist einhvern tíma að reka sitt embætti í konungs nafni. Hann hafði sett sér vissar meginreglur, sem verða að teljast óhagganlegar, þar eð hann hafði aldrei vikið frá þeim um hársbreidd. Víki menn frá meginreglu, þá sjá þeir, að eittbvað liggur henni til grundvallar, og þá verður þeim ljóst, að liún er ekki lengur nein meginregla. Thomas de Maulan fylgdi samvizku- samlega sínum trúarlegu og þjóðfélags- legu meginreglum. Hann var dómari við undirréttinn í smábænum, þar sem ég átti heima um þær mundir. Ytra útlit hans bauð af sér virð- ingu og var meira að segja aðlaðandi. Hann var hár og holdgrannur, húðin strengd á beinunum, og hann hafði gul- leitan hörundslit. Hið eðlilega fas hans gerði hann tiginmannlegan í útliti. Hann kallaði sig Herra Thomas, ekki vegna þess, að hairn liti niður á aðalstitil sinn, heldur vegna hins, að hann áleit sig ekki nógu mikinn mann til að bera hann. Ég þekkti hann það vel, að ég vissi, að ytra útlit hans gaf ekki rangar hug- myndir um innra manninn, og enda þótt hann væri takmarkaður og skaplítill, hafði hann göfuga sál. En þegar ég hafði fengið tækifæri til að fylgjast með því, hvernig hann gegndi starfi sínu sem rannsóknardómari, varð mér ljóst, að það var einmitt ráðvendni hans og skyldu- rækni, sem gerði hann ómannlegan og glámskyggnan. Þar eð hann var ákaf- lega guðhræddur, var honum -—■ án þess að hann gerði sér það ljóst — synd og yfirbót miklu ríkari í huga, heldur en glæpur og refsing, og það var greinilegt, að hann naut þess að refsa sökudólgum, því að hann áleit refsinguna hreinsun syndarans. Hann leit á mannlegt rétt- læti sem lítilsháttar en þó fagurt tákn hins guðlega réttlætis. Honum liafði verið innrætt í bernsku, að þjáningin væri blessun, að liún væri í sjálfu sér ávinningur og dyggð, að hún væri frið- þægjandi. Þetta var bjargföst sannfæring hans, og hann áleit það í fyllsta máta réttlátt, að þjáning væri búin öllum þeim, sem hrösuðu á vegi dyggðarinnar. Hann naut þess að hegna, veita ráðningu. Þannig kom góðleiki hans fram. Eins og hann var vanur að þakka guði fyrir tannpínu og aðrar líkamskvalir, á hann lagðar vegna erfðasyndarinnar og honum til eilífrar sáluhjálpar, þannig dæmdi hann förumenn og flakkara í fangelsi og sektir með því hugarfari, að hann væri að gera á þeim góðverk og hjálpa þeim. Af barnalærdómi sínum dró Iiann nokkurs konar réttarheimspeki, og hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.