Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 62

Andvari - 01.10.1959, Síða 62
172 BJÖRN ÞORSTEINSSON ANDVARI utanríkisviðskipti landsins væru að miklu leyti í höndum útlendinga. I landinu hafði risið á legg allstór stétt farmanna og kaupmanna, sem nefndust the mer- chant adventurers eða verzlunarvíkingar. Þetta voru oft ekki auðugir menn að þeirrar tíðar hætti, áttu e. t. v. nokkrir í félagi 100 smál. skip eða minna og gerðu það út með léttum farrni til þess að sækja mikinn afla, en stór hluti af flota þeirra hélt árlega til Islands. f íslandsferðum þreyttu Englendingar fyrst glímu við úthafið; á þeirri siglingu urðu þeir þúsundum saman einhverjir beztu sjómenn Evrópu. Spánverjar og Portú- galar voru þeim víðsigldari um skeið, en á valdatímum Tudoranna jafna þeir metin að nokkru. A dögum Hinriks VIII. var Karl V. keisari löngum voldugasti þjóðhöfðingi álfunnar, sá réð á Spáni, miklum hluta Italíu, Þýzkalandi, Niðurlöndum, Austur- ríki og Bæheimi og ýmsum öðrum lönd- um ásamt nýlendum handan hafsins. Spánn var aðallandið i þessari ríkjasam- steypu og vaxandi stórvcldi. Aætlað er, að Spánverjar telji þá um 20 millj., en Englendingar 5. Idinn rauðhærði Eng- landskonungur erfði móðursystur þessa alvalda Evrópu sem drottningu; England átti að verða spænskt verndarríki. Erfðafjendur Englendinga bjuggu handan Ermarsunds. Þar sat Frans I. Frakkakonungur í úlfakreppu Habs- borgaraveldisins og átti sér Hundtyrkj- ann að bandamanni. Suður í Róm sat páfi og reyndi að forða kaþólsku kirkj- unni frá skakkaföllum, þótt misjafnlega tækist. Þessir þremenningar: Karl keisari V., Frans I. og hans heilagleiki í Róm voru voldugustu furstar á dögum Hin- riks VIII., en óæðri bekk í samfélagi drottnanna skipuðu konungar Englands, Skotlands og'Norðurlanda, þótt Englands- konungur nyti þar nokkurrar sérstöðu sökum fornrar frægðar. I stjórnmálum álfunnar var loft allt lævi blandið um þessar mundir engu síður en á vorum dögum. Þeir þrír stóru stofnuðu heilög bandalög til varnar krist- indómi og gegn Idundtyrkjanum, en síðan beittu þeir einkum herskörum sín- um gegn auðugum borgríkjum á Ítalíu og til þess að berja þegna sína til hlýðni, því að Tyrkinn var of hættulegur and- stæðingur, þegar á allt var litið, svo að það borgaði sig illa að berjast við hann. 011 játuðu stórmennin hina einu sönnu réttu trú kaþólsku kirkjunnar undir for- ystu páfa, en öll reyndu þau að svíkja hvert annað í samningum, og Frakkar urðu jafnvel til þess að styrkja Idund- tyrkjann gegn kristnum meðbræðrum sínurn. Þegar Hinrik tók völd, skóku Frakkar vopnin að Englendingum á strönd Ermarsunds, Skotar voru tryggir bandamenn Frakka og lágu í launsátri, ef tækifæri byðist, cn keisari taldi í fyrstu, að Englendingar væru eins konar skjól- stæðingar sínir, og ætlaði að bæta landinu við ríki sitt, þegar færi gæfist. Um þessar mundir voru Englendingar einungis færir um að kúga Ira, af því að land þeirra lá fyrir vestan England, svo að andstæðingum Englendinga veittist örð- ugt að koma þeim til hjálpar í nauðum. Milli ríkisstjórna á Norðurlöndum og Englandi höfðu verið tengdir og vinátta, því að báðum lék m. a. hugur á að hrista af sér sameiginlegan andstæðing, Þjóð- verja eða Hansasambandið. En tvennt cr að vilja og geta. I Ivorki á Norðurlöndum né Englandi var innlend verzlunarstétt þess enn þá umkomin að annast utan- ríkisverzlunina að öllu leyti, m. a. sök- um lánsfjárskorts og getuleysis stjórnar- valda. Vöxtur enskrar verzlunarstéttar sést þó glöggt á því, nð um miðja IT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.