Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 66

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 66
176 BJÖRN ÞORSTEINSSON ANDVARI og skatta af verzlun sinni og fiskveiðum. A })ví varð engin breyting við samning- ana 1490, en um þær mundir eru íslands- siglingar orðnar svo frjálsar og almennar, að Englendingar eru hættir að sækja um leyfi til þeirra hjá konungi sínum. Síð- asta leyfisbréfið, sem kunnugt er, er frá 1478, veitt Jóhannesi Forster, kaupmanni í Bristol28). Eftir það er ekki vitað, að skeytt hafi verið um lögin frá 1429, en lög eru lög, nema þau séu numin úr gildi, og afnám þeirra var unga konung- inum kostnaðarlaust vinarbragð við fjöl- menna stétt sæfara í hafnarborgum Austur-Anglíu. Eleimildir benda ótvírætt til þess, að aldrei hafi jafnmörg ensk skip sótt til fiskveiða og verzlunar við ísland eins og á fyrstu áratugum 16. aldar, þangað til loks á 19. öld. Til er skýrsla um enska íslandsflotann frá 1528, og telur hann þá 149 skip, öll frá hafnarborgum á austurströnd Englands frá Boston til London.20) Þá eru 440 fiskiskip samtals í eigu Englendinga.30) Ekkert bendir til þess, að íslandsflotinn hafi verið óvenju- stór þetta ár, en ætla má, að öll íslands- för séu ekki talin á skránni. Allt frá dögum Ríkarðs III. höfðu Englandskon- ungar látið sér annt um hag íslandsflot- ans, sem þeir nefndu svo, enda færði hann þeim nokkrar beinar tekjur. Árið 1526 kvarta Islandsfarar undan þungum álögum, og varð þá að samkomulagi milli Ilinriks konungs og „þeirra þjóna hans og þegna, sem sækja ýsu og þorsk til íslands“, að þeir greiði árlega konungs- mötu endurgjaldslaust ákveðna tölu af fiski af hverju skipi.31) Þessi skattur er eflaust allforn, því að þess er hvergi getið í heimildum, að hann hafi verið lagður á framangreint ár, heldur kvarta menn þá undan því, að hann sé of hár. Skatt- inum hefur brátt verið breytt í pcninga- gjald, því að í bréfi, sem íslandsfarar skrifa konungi haustið 1532, segir, að konungur hljóti tvö hundruð fiska af hverju skipi, sem leggi út með meira en 10 vættir af salti.32) Frá árinu 1533 er til skrá um Islandsflotann gerð af ráðsmanni konungs, Edward Weldonne. Þá telur flotinn 85 skip, mcðalstærð 84 lestir. Við hvert skip eru skráðar upp- hæðir £ 4—8 eftir stærð, samtals £414. Skrá þessi er í tvíriti; í þeirri síðari eru skráðar hærri upphæðir við smærri skipin eða frá £ 5—8 eftir stærð, samtals £ 582.33) Þetta ár hefur konungur senni- lega lækkað skatt á smærri skipum, því að upphæðin í síðara skjalinu er nefnd í bréfi, sem íslandsfarar rita konungi árið áður. Því miður er það skjal rifið og trosnað, svo að ekki verður lesið að fullu, hvað þar hefur staðið um afgjöld af stærri skipunum. Skrárnar frá 1533 gefa til kynna beinar tekjur konungs af fiskveiðum við ísland, en þar að auki greiddu Islandsfarar tolla og skatta (customs og subsidies) af verzlun við íslendinga. Elinrik konungur hafði ekki einungis tekjur af íslandsflotanum, heldur einnig útgjöld, því að í styrjöldum við Frakka og Skota þarfnaðist hann herskipavernd- ar. Þrátt fyrir slíkar öryggisráðstafanir tókst Skotum að hremma nokkur ensk skip á leið frá íslandi árið 1524, konungi og Wolsey kardínála, æðsta ráðgjafa og kanslara Hinriks um þær mundir, til mikillar armæðu.3'4) Flotaverndin mun aldrei hafa náð lengra norður en til skozku eyjanna; þar fyrir norðan biðu hans ýrnsar hættur, en gegn þeim aðil- um, sem þar var að mæta, beitti Hinrik VIII. ekki flota sínum. IV. Friðarsamningar og verzlunarlöggjöf Islendinga frá 1490 breyttu litlu um athafnir sæfara við ísland. Þar norður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.