Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 67

Andvari - 01.10.1959, Síða 67
ANDVARI HINRIK VIII. OG ÍSLAND 177 frá voru árekstrar tíðir milli kaupmanna, umboðsmönnum Danakonungs gekk erfiðlega að innheimta tolla af verzlun og fiskveiðum, og eru enskir sæfarar einkum hafðir fyrir sökum. A árunum 1511—1514 ræna Englendingar nokkur Hansaför í Islandsferðum, vega umboðs- menn konungs á íslandi og nokkra sveina hans og vinna önnur hervirki. Einnig eru enskir víkingar sakaðir um að ræna dönsk kaupför í siglingum til Spánar og Frakklands. Af þessum sök- um gerði Kristján II. út legáta á fund Hinriks VIII. árið 1514, krafðist skaða- bóta fyrir hervirki Englendinga, sama verzlunarfrelsis í Englandi til handa dönskum kaupmönnum eins og Hansa- menn nutu þar í landi og nýrra samn- inga um frið milli ríkjanna.35) Erindrekum Danakonungs hafði jafnan verið vel tekið við ensku liirðina og svo var enn. Hinrik VIII. ritaði Kristjáni konungi vinsamlega og kvaðst rnundu fela aðmírál sinum og parlamenti að fjalla um kærur hans og láta hegna þeim, sem sekir fyndust um óhæfu- verk.3G) Ekkert er kunnugt um efndir á þeim fyrirheitum, en hins vegar endur- nýja konungarnir samningana frá 1490 árið 1515. Við þá samningagerð er hvergi niinnzt á skaðabótakröfur Kristjáns kon- ungs.37) Kristjáni II. hefur verið ljóst, að það var ekki einhlítt að kæra og semja við ensku stjórnina um athafnir þegna hennar við Island, sökum þess að árekstrarnir þar norður frá stöfuðu m. a. af því, hve umboðsstjórnin var lítils niegnug. Árið 1514 kærði konungur m. a- yfir því, að Englendingar hlæðu her- virki á Islandi og vildu korna undir sig landinu. Sú kæra var ekki ný af nál- inni, því að islenzki hirðstjórinn kærir virkisgerð Englendinga í Vestmannaeyj- uni árið 1425.38) Árið 1515 sendi Kristján Sören Norby, helztu sjóhetju Dana, sem höfuðsmann til Islands og fól honum meðal annars að reisa þar tvö virki, annað í Vestmannaeyjum, en hitt að kóngsgarði að Bessastöðum.39) Ekkert varð úr virkisgerð höfuðsmanns, og 1517 varð Kristján að leysa hann frá landsstjórastörfum og fá honum annað að sýsla. Nú sneri konungur við blaðinu í Islandsmálum og gerði út að nýju erind- reka til Englands til samninga við Hin- rik VIII. Sem fyrr átti sendimaðurinn að fjalla um spellvirki, sem Englendingar valda þegnum Danakonungs í Dan- mörku, Noregi og á Islandi. En þar með er erindi hans ekki að öllu lýst. Meðal erindisbréfa hans í danska ríkisskjala- safninu er sérkennilegt plagg: „Erindi Idans Holms um lsland.“ Þar segir, að hann eigi að bjóða Ilollendingum í Amsterdam og Waterlandische (þ. e. norður-hollenzku) bæjunum, líka Ant- werpen, landið ísland að veði fyrir 30.000 gyllinum eða að minnsta kosti fyrir 20.000. Ef Hollendingar vilja ekki ganga að þessu boði, þá á hann, er hann kemur til Englands, að bjóða kon- ungi þar landið fyrir 100.000 eða a. m. k. 50.000 flórinur. Ekki á hann að bjóða það fyrr en rætt hefur verið um önnur erindi hans. Á konungur að gefa Danakonungi sannarlegt skuldaskjal (vprichtich vorwaringes briff), svo að hans hátign nái aftur tálmanalaust landi sinu með öllum réttindum og kvöðum, þegar féð er endurgreitt honum eða erf- ingjum hans, Englandskonungum, á áreiðanlegum stað í Amsterdam eða Ant- werpen, og bréf það, er hann hefur „upp á landið", skal leggjast þar fram og skil- ast Danakonungi.40) Þann 6. nóvember 1518 ritar Hinrik VIII. Kristjáni II. um erindrekstur Hans Holms í Englandi. Þar segir Hinrik, að auk þeirra rnála, sem urn getur í erindisbréfi sendimannsins 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.