Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 68

Andvari - 01.10.1959, Page 68
178 BJORN ÞORSTEINSSON ANDVAIII hafi hann átt að flytja sér mikilvægt mál (gravioris momenti), sem hann hafi ráðgazt um sjálfur við ráðherra sína; hann hafi svarað sumum málum Hans Holms skriflega, en beðið hann að segja Kristjáni munnlega í trúnaði frá öðrum. Þetta mikilvæga mál getur varla verið annað en íslandssalan. 1 danska ríkis- skjalasafninu er varðveitt rifið perga- mentsskjal, en þar heitir Hinrik VIII. að skila aftur með öllum réttindum eyj- unni Islandi, sem sér hafi verið seld að veði fyrir ákveðinni upphæð í gulli, silfri og peningum, þegar sú upphæð sé endur- greidd og goldin.41) Skjal þetta er ódag- sett, og hefur það sennilega skaddazt, þegar innsigli hefur verið slitið frá því; þannig gætu spjöll á ncðri brún þess verið lil komin, hvenær sem ofbeldis- verkið hefur verið unnið. Ilaustið 1519 á sendifulltrúi Dana á Niðurlöndum í árangurslausum samn- ingum við borgarstjórnir Antwerpen og Amsterdam um sölu Islands.42) Sendifull- trúinn hefði varla um þær mundir staðið í þeim samningaumleitunum, ef Hinrik VIII. hefði þá verið búinn að dragast á að kaupa Island fyrir það verð, sem Kristján gat sætt sig við. Skuldbindingar- skjal Hinriks VIII. er sennilega af hans hálfu drög að samningi, sem hann hef- ur sent Kristjáni II. með Hans Holm, en atburðir á Norðurlöndum urðu brátt til þess að binda endi á þetta mál. Árið 1522 kom til uppreistar gegn Kristjáni II. í danska ríkinu, og hrökkl- aðist hann til Hollands, en Friðrik her- togi af Holtsetalandi tók konungdóm í Danmörku. Kristján var kvæntur Elísa- betu, systur Karls V. keisara, og vænti sér styrktar frá honum og bandamönn- um hans. Þann 19. júlí 1523 ritar sendi- herra keisarans í Lundúnum herra sín- um, að konungur og drottning Danmerk- ur séu komin til Greenwich landflótta og hiðji Hinrik VIII. um hjálp. Hinrik á að hafa svarað, að hann sé hvorki fær um að styrkja þau með her né fé, en til þess að gera, hvað hann geti, muni hann senda til Danmerkur, en það geti Kristján gert einnig og lofað bót og betrun í framtíðinni. Þannig geti hann stuðlað að friðsainlegum lyktum deil- unnar, en það sé betra en beita valdi, sérstaklega þar sem Danmörk sé ekki erfðaríki, heldur kjörríki. Spænski sendi- herrann segir réttilega, að þetta séu engin svör.43) Þann 30. júní höfðu konung- arnir endurnýjað friðarsamningana frá 1490,44) en annars er ljóst, að þrátt fyrir tengdir og vináttu við keisara vill Hinrik vcra hlutlaus í deilunni um danska há- sætið. Nú er ekki kunnugt, hvað þeirn konungunr hefur farið á milli um ís- landsmál, en af því, sem síðar gerist, er ljóst, að þau hafa verið á dagskrá Irjá þeim. Áður en Kristján II. hrökklaðist frá Danmörku, setti hann Týla nokkurn Pétursson frá Flensborg yfir ísland og Færeyjar, og skyldi hann halda þeim löndum fyrir umboðsmönnum Friðriks hertoga. Nú er margt á huldu um at- hafnir Týla á íslandi að þessu siirni (hann hafði áður farið þar með hirð- stjórn), en dvöl hans lauk með því, að íslendingar dæmdu hann óbótamann og tóku hann af lífi sumarið 1523.45) Það er eftirtektarvert, að sterkustu stuðnings- menn Kristjáirs II. standa fyrir aftöku Týla, og þeir stíla skýrsluna um dóminn yfir honunr til Kristjáns, en ekki Frið- riks I. Þann 12. desember 1523 ritar Nicolaus Petri, kanslari Kristjáns II., hús- bónda sínum frá Englandi og segir, að Hinrik VIII. vilji hvorki skipta sér af íslandi né hinum löndunum, eftir að Englendingar komu þaðan og báru þau tíðindi, lrvernig farið hefði fyrir Týla Péturssyni og öðrum, sem voru þar fylgj'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.