Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 72

Andvari - 01.10.1959, Síða 72
182 BJÖRN ÞORSTEINSSON ANDVARI ingar Englendinga inn á Eystrasalt og til Skandinavíu voru í veði, e£ til ófriSar drægi, en hins vegar voru íslandssigling- arnar alls ekki gengnar Englendingum úr greipum, þótt þeir hefðu orðið fyrir skakkaföllum eitt sumar. Konungur hélt því fast við þá stefnu að krefjast samn- inga. Til þess að friða þá að nokkru, sem ólmastir voru í skaÖabætur, var ís- lenzku.r fiskur frá Básendum gerður upp- tækur úr Hamborgarfari, aðeins rúmar 8 lestir. Hamborgarar kærðu strax of- beldið og rituðu konungi tvö harðorð bréf 16. nóvember.05) Þann 4. des. lét Idinrik stefna Stálgarðsmönnum fyrir leyndarráð sitt og lesa þeim boðskap sinn. Þar var þeim tilkynnt, að þeir væru ábyrgir fyrir því, að Elansamenn, sem ræntu og drápu Englendinga á íslandi síðastliðið sumar, yrðu látnir sæta refs- ingu og greiða bætur. Konungur sagðist undrast, að menn voguðu að skrifa sér önnur eins bréf og honum bárust frá Hamborg og Brimum og skýla misgjörð- um sinum bak við yfirskins löghlýðni við fógeta Danakonungs á Islandi. Elann dró ekki undan, hvers konar þegnskyldu og bandalög hér væri um að ræða, ýmist væru borgirnar frjálsar og lytu engum fursta, en þegar þær misþyrmdu þegnum hans og ræntu, þá væri ein borgin undir Danakonungi (eins og Hamborg og Brimar að þessu sinni), önnur lyti Pól- landskonungi, ein þessum fursta, önnur hinum, svo að þær væru öruggar í mis- gjörðum sínum og ránum. Konungur kvað Elansamönnum haldlaust að afsaka sig með því, að fógeti hefði kvatt þá til hjálpar gegn Englendingum; þeir hefðu átt að synja um aðstoöina á þeim forsendum, að eilífur friður ríkti milli Hansaborganna og Englandskonungs, en í Englandi njóti Hansamenn for- réttinda umfram kaupmenn annarra þjóða. Á Islandi kvað konungur Eng- lendinga njóta vinsælda, eins og bezt sæist á því, að engir Islendingar hefðu verið við ofbeldisverkin riðnir. Bréf Danakonungs kvað hann sýna, að Ham- borgarar hafi veitt honum villandi upp- lýsingar, því að herfangið frá Grinda- vík hafi t. d. lent í Hamborg. Ef Hansa- menn ræktu ekki betur frið og bandalag við þegna sína en hingaÖ til, kvaðst konungur neyðast til þess að neyta réttar ríkis síns og svipta þá forréttindum og frelsi með lögum í parlamentinu. Ef það ætti einnig að svipta þegna sína þeirn nytjum og verzlun, sem þeir frá fornu fari hefðu notið á íslandi, kvaðst konungur klæðast haröneskju, taka sér sverð í hönd og berjast gegn slíku.00) Þann 10. des. ritar Hinrik Hamborg- urum bréf svipaðs efnis, en þar sakar hann þá um að stuðla að ófriði milli sín og Danakonungs. Ef þeir haldi, að þeim leyfist að misgera við þegna sína öðrum til geðs sökum þeirrar undirgefni, sem þeir beri fram sér til afsökunar, hiður hann þá að hugleiða af vizku sinni, á hve veikum eða öllu heldur engum rétt- lætisgrundvelli slíkt sé reist. Með þvi að krenkja rétt vináttu og samninga, sem lengi hafi haldizt milli Englendinga og Hamborgara, svipti þeir síðarnefndu sig og aðra þjóðhöfðingja frelsi til þess að gera samninga, og það verður ógætilegt að bindast vináttu við þá, sem verða að haga gerðum sínum eftir annarra stjórn. Að lokum biður hann þess, að þegnar sínir njóti fulls réttlætis í þessu máli, svo að hann neyðist ekki til þess að sjá þeim fyrir bótum á annan hátt. Með bréf þetta sendi hann erindreka sinn til I Iamborgar.07) Um þessar mundir kemur erindreki Friðriks I. til ensku hirðarinnar til þess að ræða um deilumálin við konung, og segir Chapuys sendiherra keisarans, að Hinrik láti sér vcl nægja málflutning
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.