Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 73

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 73
ANDVARI IIINRIK VIII. OG ÍSLAND 183 Dana, en sé miður vinsamlegur í garð Hamborgara.08) Hinrik mátti illa við því að skipa Danakonungi í hóp andstæðinga sinna, en Hansamenn gat hann fremur neitt til undanhalds með því að hafa í hótunum við þýzka Lundúnakontórinn. Stálgarðsmenn voru nú einnig orðnir uggandi um sinn hag. Þeir rituðu borgar- ráði Lýbiku og báðu það að sjá til þess, að Hamborg og Brimum yrði vikið úr Hansasambandinu, ef þessar borgir sætt- ust ekki við Englandskonung. Að öðrum kosti telja þeir eyðingu Hansakontórsins í Lundúnum blasa við. Þeir skrifuðu einnig Hamborgurum rækilegt bréf og röktu allar þær ógnir, sem að sér steðj- uðu, og báðu þá að ástunda friðsetud við Englendinga á íslandi og refsa sek- um mönnum, því að ella yrði Hansa- kontórinn fyrir hræðilegu tjóni. Þeir segja m. a., að Hansamönnum muni óskaðlegt að liggja í sömu höfn og Eng- lendingar á Islandi, af því að þeir síðar- nefndu dragi að mestu sjálfir þann fisk, sem þeir flytji úr landi.09) Með þessari röksemdafærslu vilja Englendingar ef- laust fá Hansamenn til þess að blanda sér ekki í deilur, sem að mestu levri voru sprottnar af enskum fiskveiðum við ísland, en þær hafa verið Englendingum ólíkt mikilvægari en verzlun þeirra við Islendinga. Með þessum bréfagerðum lauk þessu máli árið 1532, en þann 15. jan. 1533 er sendifulltrúi Hinriks VIII., Thomas Lee, kominn til Hamborgar á leið til samninga við Danakonung og fulltrúa Hamborgara og Brimara. Þá varð uppi fótur og fit hjá ráðinu í Idamborg, því að ráðherrarnir skynjuðu sér til nokk- urrar skelfingar, að þá skorti mjög menntun til viðræðna við hinn konung- lega legáta. Dr. Lee lá latnesk tunga mjög létt á vörum, en bæði latína og enska voru Hamborgurum allframandi, þótt þeir ættu sæmilega lærðum mönn- um á að skipa eins og Hermanni Röver ráÖsritara. Eftir skamma dvöl í Hamborg hélt Dr. Lee til hallarinnar Gottorp í Slésvík til fundar við Friðrik konung, cn Hamborgarar sendu hraðboða út af örkinni til nærliggjandi borga og báðu þær að ljá sér sína lærðustu menn í nokkrar vikur til samninga við hálærðan fulltrúa Hinriks VIII. I Rostock var einn slíkan mann að finna, Dr. Johannes Oldendorp, sem um þessar mundir var einn snjallasti lögspekingur Þjóðverja. Dr. Lee kom aftur til Hamborgar frá fundi við Danakonung þann 29., og var Oldendorp þá fyrir í borginni og var ráðunautur Hamborgara við þá sanm- inga, sem í hönd fóru.70) Þann 30. jan. hófst samningafundur í Hamborg, og er það skemmst af honum að segja, að þar náðist ekkert samkomu- lag um aðaldeilumálin. Ilamborgarar neituðu öllum sökum, og báru einkurn fram fyrir hönd manna sinna, að Eng- lendingarnir, sem féllu á Islandi sumarið 1532, hefðu verið dæmdir óbótamenn af íslenzkum dómstól undir forsæti biskupa og lögmanna, en Dr. Lee krafðist refs- ingar sekra manna og £ 3909.10.8 eða 39095 þýzkra marka í skaÖabætur.71) Þegar útséð var um þetta mál, mun Dr. Lee hafa lagt fyrir fundinn drög að reglugerð um íslandssiglingar. Hún er lögð frarn 7. febrúar, en gengið endan- lega frá henni þann 10. s. m., og nefn- ist hún þá: Formulae quaedam ad con- servandam in Islandia Pacern omnium negotium sic obiter concepte, ut suo tem- pore tum a Superioribus Magistratibus, tum a subditis ad quamcumque emen- dationem legitime ratificentur". (Reglu- gerð til þess að varðveita frið milli allra höndlunarmanna á Islandi sett með þeim fyrirvara, að hún hljóti síÖar endurbæt- ur og löglega staðfestingu æðstu yfir-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.