Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 74

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 74
184 BJÖRN ÞORSTEINSSON ANDVARI valda og þegna). Skjal þetta er til í mörg- um afritum á latínu og lágþýzku og 18. aldar afriti af íslenzkri þýðingu, og skipt- ast þau í tvær greðir. Eitt latínuhand- ritið er ritað sömu hendi og á sams konar pappír (vatnsmerkið hið sama) og aðal- kæruræða Thomasar Lees (a-gerð), en þar segir í 1. grein, að eigi megi hindra fiskveiðar við ísland, heldur skuli þær öllum frjálsar. 1 öllum hinum afritunum (b-gerð) er ekki minnzt á fiskveiðar á þessum stað, en sagt, að menn skuli ástunda friðsamleg samskipti við eyjar- skeggja og aðra. 1 annarri grein a-gerðar segir, að það sé rétt og skylt, að allir hafi jafnan aðgang að verzlun og veiðiskap; en í b-gerð segir á þeim stað: „Sömu- leiðis merkir orðið negotiatio einnig fisk- veiðar." 1 íslenzkri þýðingu á bréfi Frið- riks I. til Islendinga, þar sem hann til- kynnir þeim samninga, sem gerðir hafi verið milli sín og Englendinga og stað- anna Flamborgar og Brima, er livergi minnzt á fiskveiðar einu orði, heldur einungis fjallað um verzlunarsamninga.72) En reglugerðin frá Hamborg var ekki endanlega samþykkt þar, og 14. febr. fóru fundarmenn til Segeberg að boði Friðriks konungs, en þar setti Kristján hertogi af Slésvík og Holtsetalandi, son- ur Friðriks, annan samningafund. Þar var m. a. íslenzki landstjórinn kominn fyrir hönd valdstjórnar á íslandi. Fund- urinn stóð dagana 15.—17. febr., og að lokurn var Dr. Lee rétt endanlegt svar við erindum hans og kærum. I svarinu segir, að skærurnar á Islandi sumarið 1532 séu Englendingum að kenna sam- kvæmt vitnisburði þeirra, sem til þekktu, einkum íslenzka landstjórans. í nafni konungs var Englendingum boðið og einnig Hamborgurum og Brimurum (þeir síðarnefndu sóttu ekki fundinn) að forðast allar slíkar yfirtroðslur á Islandi. Þar er hvergi minnzt á skaðabætur, cn Lee lofaði af sinni hálfu, að ekki yrði gripið til refsiaðgerða gegn Hansamönn- um í Englandi. Að lokum segir, að Englendingum, Hamborgurum og Brim- urum leyfist að stunda fiskveiðar við Is- land (piscature in perpetuum), að því til- skildu, að þeir forðuðust óeirðir og auð- sýndu landstjóra konungs skylduga hlýðni og greiddu venjulega tolla og skatta (una cum antiquo theolonio omnis reverentia exhibeatur). 1 þessu lokasvari (Finalis responsio) er hvergi minnzt á verzlun, heldur einungis talað um pisca- turam. Arnold Ræstad telur hugsanlegt, að það eigi aðeins að tákna fiskverzlun.73) Scnnilegra cr þó, að enski sendifulltrú- inn hafi lagt svo mikla áherzlu á það atriði að tryggja Englendingum fiskveiði- réttinn við ísland, að hann hafi að lok- um látið skaðabótakröfurnar niður falla, jicgar það atriði var skýrt tekið fram í svarinu, sem hann átti að flytja konungi sínum. I Iitt cr annað mál, að bæði Frið- riki konungi og Flamborgurum var Ijóst, að fiskveiðar útlendinga við ísland voru bannaðar að íslenzkum lögum. Á Staats- archiv í Hamborg eru varðveitt afrit og þýðingar á öllum helztu samþykktum íslenzka alþingisins um verzlun og fisk- veiðar frá árinu 1431 og fram til loka 16. aldar. í deilum sínum við Englend- inga á Islandi vitnuðu þeir jafnan í ís- lenzk lög, því að þau rákust ekki á hags- muni þeirra, sem fengust lítt við fisk- vciðar. Bréf Friðriks I. til íslendinga um samningana 1533 og samþykktir alþmgis um sumarið sýna, að engar breytingar höfðu orðið á lagalegum rétti útlendinga til sjósóknar við Island. Á þinginu voru hæði landstjóri konungs og fidltrúar I lamborgara og Brimara, en þar var m. a. samþykkt, að „duggarasigling skipist hurt undan landinu". Þessi alþingisdóm- ur var staðfestur af ríkisráði Norðmanna, cn ófriður gcisaði þá í Danmörku.74)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.