Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 77

Andvari - 01.10.1959, Side 77
ANDVARI IIINRIK VIII. OG ÍSLAND 187 samningurinn girnilegur, enda bárust lionum nú rausnarlegri boð úr annarri átt. Nokkru eftir að Peder Svave gisti Lundúnir, munu Hinriki VIII. hafa bor- izt tíðindi frá sendimönnum hans i Lý- biku, þeim Richard Candish og Edmond Bonner. Þeir segja m. a., að Marcus Meyer, helzti flotaforingi Lýbiku í Greifastríðinu, „sé samþykkur því, að hans konunglega tign hljóti ekki ein- ungis kastalann, sem hann (þ. e. M. Meyer) hafi nú á valdi sínu (þ. e. Var- berg Slot), heldur einnig Elbo (þ. e. Málmey), Landskrónu, Kaupmannahöfn og I Ielsingjaeyri". Sendimenn segja í skýrslunni, að miklu auðveldara sé að leggja fram slík rausnarboð cn sjá um efndir þeirra.8r') Arild Huitfeldt fullyrðir í Dan- merkurkróniku sinni, að þetta hafi ekki verið eina boðið, sem Hinriki barst á þessum árum af Norðurlöndum, honum hafi jafnvcl verið boðin danska kórónan árið 1534.8B) Ekki er vitað, að Hinrik hafi þekkzt þau boð að öðru leyti en því, að hann slítur ekki sambandi við Marcus Meyer, á meðan nokkur von var til þess, að hann og Lýbika ynnu sigur í Danmörku. Hins vegar minnkuðu þær líkur mjög árið 1535; þá hóf Kristján III. umsátur um Kaupmannahöfn 24. júlí og hertók 13 ensk skip á leið um dönsku sundin. Þar með hafði hann náð þeirri hernaðarstöðu, sem löngum hafði dugað Danakonungum til þess að neyða enskar ríkisstjórnir til samninga. Haustið 1535 fara orð milli þeirra konunganna tim málið,S7) en í janúar rita þeir Richard Candish Ilinriki VIII. skýrslu um dvöl sína hjá Kristjáni III., en þeir eru komnir á fund hans til samninga um herteknu skipin og málamiðlun milli stríðsaðila. Kristján segir þcim m. a., að 10 skip hafi hann þegar látið laus, cn þrjú muni hann greiða. Hann tekur dauft í það að fela Hinriki að miðla málum milli sín og Lýbiku, en æskir styrks frá lionum og fullyrðir, að andstæðingar sínir hafi í hyggju að afhenda keisara Kaupmannahöfn og Málmey, ef þeir hrósi sigri. Kristjáni var fullkunnugt, að Hinrik VIII. hefur sízt af öllu viljað, að keisari drottnaði við dönsku sundin; ekkert var jafnvel fallið til þess að draga hann frá stuðningi við Lýbiku eins og vitneskja urn það, að forystumenn hennar léku tveimur skjöldum í afstöðu sinni til keisara. Málaleitan Kristjáns um styrk frá Hinriki svaraði Candish með því að spyrja fulltrúa hans, hvaða tryggingu hann vildi gefa, cf Hinrik lánaði honum fé, nægjanlega til þess að lánið yrði endurgreitt, og krafðist, að konungi yrði afhent Kaupmannahöfn og Málmey. Fulltrúar Kristjáns svöruðu því til, að slíkt kæmi ekki til mála, af því að Kau]i- mannahöfn væri aðsetur Danakonunga, en þeir sögðu, að herra sinn ætti ýmsar eyjar cins og ísland og Færeyjar, sem ættu að fullnægja hans hátign. Daginn eftir þessar viðræður hitti Candish Kristján III. einslega og segir honum, að hann hafi ekki umboð til samninga um annað en friðargerð og herteknu skipin. Konungur sinnti því engu, en rægði Lýbikumenn að vanda sem bezt hann kunni, kvað þá gerða út af keisara og bað um enskt lán gegn veði í íslandi og Færeyjum, „tveimur stórum löndum, en á öðru þeirra, íslandi, hafði hann frétt, að væri gnægð af brenni- steini". Candish taldi lánarbeiðnina ekki nægan samningsgrundvöll, af því að Ilinriki sé dýrt að baka sér reiði keisara með stuðningi við Kristján III., en nú sé friðsamlegt með Hinriki og keisaran- um. Þegar enski fulltrúinn reyndist svo þéttur fyrir, skundaði Kristján á fund ráðgjafa sinna, en kom brátt aftur og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.