Andvari - 01.10.1959, Page 83
EGILL HALLGRÍMSSON:
Jón Þorkelsson og Tliorkilliisjóður.
Orlög mikjllar gjafar.
Uppruni Jóns Þorkelssonar.
Jón Þorkelsson eða Johannes Thor-
killius, eins og hann sjálfur skrifaði sig
á latínu, fæddist í Innri-Njarðvík í Gull-
bringusýslu árið 1697 og ólst þar upp.
Voru foreldrar hans Þorkcll lögréttumað-
ur Jónsson hóndi í Njarðvík og Ljótunn
kona hans Sigurðardóttir Árnasonar lög-
rnanns, Oddssonar biskups í Skálholti, og
var Jón einbirni þeirra. Var hann ná-
kominn afkomandi síra Odds Oddssonar
prests á Stað í Grindavík, 1602—1618,
og á Reynivöllum í Kjós, 1618—1642,
(d. 1649), „sem nafnkenndur var á sinni
tíð og þótti margvís og fjölfróður". Meðal
systkina Þorkels í Njarðvík (d. 1707),
föður Jóns, voru þau síra Gísli á Utskál-
um, 1691—1710, og Guðbjörg kona Gísla
lögréttumanns í Ytri-Njarðvík (d. 1707)
Ólafssonar. Þeirra son var Ólafur biskup
í Skálholti Gíslason, og voru þeir Jón
skólameistari og Ólafur biskup því syst-
kinasynir. Lorfeður Jóns frá síra Oddi
og afkomendur þeirra eru margir þjóð-
kunnir menn. Þar á meðal má nefna
skáldið og málsnillinginn Sveinhjörn
Lgilsson, rektor, sem einnig er fæddur í
Innri-Njarðvík um 100 árum síðar eða
6. marz 1791, dáinn 17. ágúst 1852,
síra Björn Halldórsson í Laufási, föður
Þórhalls biskups, Runólf Magnús Olsen
á Þingeyrum, föður Björns M. Ólsen
prófessors, fyrsta háskólarektors á íslandi,
og marga fleiri, þótt ekki séu þeir taldir
hér.
Jón í Skálholtsskóla.
Limmtán ára garnall var Jón Þorkels-
son sendur í Skálholtsskóla, og var þar
við nám í 3 vetur. Laðir hans lézt úr
Stórubólu 1707, er drengurinn var 10
ára að aldri, en móðir hans bjó við all-
góð efni og gat því kostað þennan gáfaða
son þeirra til nárns. í Skálholtsskóla
komu strax fram hinir miklu hæfileikar
Jóns Þorkelssonar; á öðru skólaári var
hann efstur sinna félaga, og er hann
brautskráðist 18 ára gamall, var hann
efstur í skólanum. Jón Vídalín, hinn
kunni predikari og gáfumaður, var þá
biskup í Skálholti og jafnframt um-
sjónarmaður skólans. Jón Vídalín var
mjög vandur í kennaravali. Hann veitti
einnig sérstaka athygli þeim nemendum,
er sýndu ágæta hæfileika eða sköruðu
fram úr í námi, og studdi þá gjarnan til
frekara náms og starfa. Einn þessara
pilta, sem Jón Vídalín veitti sérstaka at-
hygli, var Jón Þorkelsson. Eftir að Jón
Þorkelsson hafði lokið skólanámi, dvaldi
hann hér á landi um tveggja vetra tíma
við kcnnslu og aðrar lærdómsiðkanir,
annan á Staðastað hjá Þórði prófasti
Jónssyni, mági biskups, en hinn í Skál-
holti hjá Jóni biskupi sjálfum.
13