Andvari - 01.10.1959, Page 86
EGILL IIALLGRIMSSON
ANDVAIII
llausastaðaskóli. — Teikning cftir Eggart Guðmundsson.
syniegt að stofnaðir yrðu opinberir liarna-
skólar, en svo sem kunnugt er urðu þeir
ekki til fyrr cn löngu síðar.
Um utanfarir stúdenta til náms í
Kaupmannahöfn ræðir Jón og telur, að
breytinga sé þörf. Höfundar að ævisögu
Jóns komast svo að orði urn þetta mál:
„Þetta athugunarefni stendur án efa í
sambandi við ]pá þjóðlegu skoðun Jóns,
að hér á landi ætti að vera framhaldsskóli,
eftir latínuskólanámið, fyrir embættis-
mannaefni landsins. Svo gömul er há-
skólahugmyndin á landi hér.“ Jón skóla-
meistari Iireyfir fyrst tillögum um ýmsar
breytingar á skólum og kennslufyrir-
komulagi hér á landi 1733. 1 Iafði hann
í luiga að halda í Hítardal nokkurs konar
prestaskóla eða framhaldsskóla fyrir stúd-
enta. En prestaskóli á Islandi er ekki
stofnaður fyrr en rúmum 100 árum síðar,
árið 1847. ’
Þá er tillaga Jóns um „grasafræðing
og landlækni, af því að enginn er sá í
landinu, er beri skynbragð á þcssi efni
til gagns“, eins og hann orðar það. Höf-
undar ævisögu Jóns segja, að hann eigi
„upptökin að uppástungu beint til stjórn-
arinnar um landlæknisembættið, sem
komst hér á 20 árum síðar, 1760 eða
árið eftir dauða Jóns“, og má telja, að þá
hafi hin fyrsta af stórhugmyndum Jóns
komið til framkvæmda.
Þá má benda á þá tillögu Jóns, að
íslenzkir biskupar yrðu vígðir í landinu
sjálfu. Benti hann á, að J>ar eð tveir
biskupar væru í landinu, gæti annar
biskupinn vígt hinn. Var Jiessi tillaga
undanfari lagasetningar um tvo vígslu-
biskupa í landinu, sem var ekki sett fyrr
en árið 1909.
Þá bar hann fram tillögu um „afnám
brennivíns eða hegning fyrir vanbrúkan
þess og fyrir ofdrykkju, sem af Jn'í
leiðir". Tillögu þessa bar hann fram í
anda merkustu samtíðarmanna sinna, er
ofbauð óregla og drykkjuskapur þjóðar-
innar. Ilér var fyrirboði og upphaf bind-
indisstarfscmi í landinu.