Andvari - 01.10.1959, Síða 91
HELGI SÆMUNDSSON:
íslenzkur sagnaskáldskapur
1949-1958.
Verkefni mitt er að fjalla um íslenzkan
sagnaskáldskap síðasta áratugar eða tíma-
bilsins 1949—1958 að báðum árunum
meðtöldum. Vil ég strax í upphafi reyna
að gera örstutta grein fyrir vinnubrögð-
um mínum til nánari skýringar. Hér mun
aðeins rætt um skáldsögur og smásögur
þeirra núlifandi höfunda, sem hafa kvatt
sér hljóðs á þessu áraskeiði með því að
láta bækur frá sér fara, Verða höfund-
arnir nefndir því sem næst í sömu röð
og bækur þcirra Iiafa út komið. Tíma-
mörkin eru ekki dregin með bókmennta-
sögulegar niðurstöður í huga, enda síð-
asti áratugur naumast til þess fallinn. Llr-
slitum ræður aðeins sú viðleitni að hug-
leiða þann sagnaskáldskap okkar, sem
nýjastan má kalla. Leikrit munu látin
afskiptalaus.
Höfundarnir, sem hér verða upp taldir,
eiga fátt sameiginlegt nema að vera sam-
tíðarmenn. Mér dettur því ekki i hug
að ætla að draga þá í dilka bókmennta-
sögunnar. Hitt vil ég taka fram, að þeir
lifa og starfa á tíma, sem einkennist af
miklum breytingum og jafnvel nokkrum
háska, og hafa sumir mótazt eftirminni-
Icga af þeim örlögum. Fólksfjölgunin í
bæjunum segir æ meira til sín, en sveit-
'inar mega sín að sama skapi minna nema
1 endurminningunni, því að enn liggja
þangað flestar islenzkar rætur. Aldarfar
vélanna og tækninnar leysir gamla tím-
ann af hólmi. Island nýtur ekki lengur
þcirrar sérstöðu að vera langt frá (iðrum
þjóðum. Það liggur í dag á krossgötum.
Jafnframt erlendum áhrifum mikillar
gestakomu og margvíslegra samskipta
breytist svo menntun og lifsreynsla ís-
lendinga. Norðurlöndin eru ekki framar
andlegur útsýnisjaðar okkar. Islenzk
æska leitar náms og mcnntunar langt út
í heim. París, New York og London eru
nú það, sem Kaupmannahöfn var fyrir
síðari hcimsstyrjöldina. Tungumálakunn-
átta Islendinga reynist meiri og fjölbreyti-
legri cn áður. Gluggar okkar snúa í
suður, vcstur og austur, og inn um þá
berst allra átta blær af löndum og böfum
veraldarinnar. Þannig liggur í augum
uppi, að íslenzk sagnaskáld nútímans
eigi um auðugri garð að gresja en fyrir-
rennarar þeirra, hvort heldur er heima
eða erlendis. Þessa gætir líka í skáldskap
okkar. Utlend áhrif verða auðfundin, og
finnst sumum nóg um í því efni. Ég
fylli ekki þann flokk. Skáld hljóta að
læra af öðrum. Og íslendingar skulu
ekki vanmeta erlendu áhrifin i skáld-
skapnum. Víst cr satt og rétt, að íslenzku
fornsögurnar eru og verða dýrmætir fjár-
sjóðir og ómetanleg arfleifð. Ennfremur
hefur íslenzkt sagnaskáld okkar tíma gerzt
slíkur landvinningamaður að verða sér
úti um nóbelsverðlaunin og annað haft
lófana á því gulli í vökudraumi. Samt
munu heimsbókmenntirnar sýnu meiri
skógur en íslenzki gróðurinn. Ungum
rithöfundum er þess vegna hollt að læra
af meisturum þeirra og ætla sér þvílíkan