Andvari - 01.10.1959, Page 93
ANDVARI
ÍSLENZKUR SAGNASKÁLDSKAPUR 1949—1958
203
GuSmundur L. Friðfinnsson.
sagt um skáldsögu hans „Örlagaþræði",
og hefur hún þó ýmislegt til síns ágætis,
því að ritleikni og frásagnargleSi höf-
undarins er óumdeilanleg. En bygging
skáldsögunnar nær ekki tilgangi sínum.
Sagan er ofhlaðin af frásögnum og at-
hugunum og sver sig í ætt við fvrri
hækur Björns T- Blöndals, enda þótt
annaS hafi vakað fvrir höfundinum. Þess
vegna verður skáldsaga hans að sama
skapi ótrúleg og frásagnir hans eru skáld-
legar. Hann ræður yfir stíl og orðtöfr-
um, en þarf að hrevta um vinnubrögð
til að geta samið góSa skáldsögu.
GuSmundur L. FriSfinnsson hóndi á
Kgilsá hefur reynzt heppnari, enda lagt
rika stund á skáldsagnagerð. Bækur hans
þrjár eru harla misjafnar að gæðum, cn
ojóta furðanlegrar sérstöðu. Þar vill norð-
lenzkur bóndi gerast skáldsagnahöfund-
Ur °g nær settu marki. „Máttur lífs og
ni°ldar“ er laundrjúg skáldsaga, þó að
hún sé raunar viSvaningslega skrifuS.
Nærfærni höfundarins minnir þar stund-
Thor Vilhjálmsson.
um á hugkvæmni. „Leikur blær að laufi“
tókst hins vegar illa. En með síðustu
skáldsögu sinni, „Hinumegin við heim-
inn“, kemur Guðmundur L. FriSfinns-
son skemmtilega á óvart. Þetta er vand-
virknisleg og listræn skáldsaga og höf-
undi sínum til sóma. GuSmundur ratar
aS sönnu í freistni langsóttrar tilgerSar
af því að hann langar svo mikið að vera
hugkvæmur, en hún nær aðeins til atika-
atriða í byggingu sögunnar og er eins
og ryð á góðu stáli. Sagan er sterk, per-
sónuleg og dulsönn og nýr sigur ís-
lenzkrar alþýðumenningar.
Nú kemur röðin að Thor Vilhjálms-
syni og þar með umheiminum, því að
höfundurinn er farfugl á skáldaþingi
okkar. Tlior varð strax kunnur af fyrstu
hók sinni, „MaSurinn er alltaf einn“.
Efni liennar eru svipmyndir, scm hæpið
mun að kalla smásögur, en opinbera samt
ærinn skáldskap, þar sem ferskur stíll,
ungæðislcg dirfska og hugkvæmnisleg
frásagnartækni vekur undrun cða vcldur