Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 100

Andvari - 01.10.1959, Síða 100
210 1I12LG1 SÆMUNDSSON ANDVARI sagnahöfundur, að maður ætlast til góðrar skáldsögu frá lrans henái. Ég ljóstra hér ckki upp leyndarmálum, en mig grunar, að næsta skáldsaga Jóns verði betri en „Sjávarföll". Jóhannes Helgi skipaði sér í sveit beztu smásagnahöfunda tímabilsins með hók sinni „Allra veðra von“. Þar eru sex sögur, og tvær góðar og aðrar tvær í háu meðallagi. — Stormur og Róa sjó- menn einkennast af myndrænni upp- lifun og seiðmögnuðu orðalagi, stíllinn sjálfstæður og svipsterkur og ungæðisleg frásagnargleði höfundarins í dágóðu samræmi við efnið. Hins vegar varð ég fyrir vonbrigðum af bók Jóhannesar Helga frá í haust, „Horft á hjarnið", og kann til dæmis ekki nafn á þá viðleitni. Höfundurinn virðist hafa þrjár sögur í liuga og hristir þær saman. Afleiðingin verður sú, að lesandinn má vera athug- ulli og góðviljaðri en ég, ef frásögnin á ekki að fara fyrir ofan garð og neðan. Skáldskapurinn í „Horft á hjarnið" er ekki samkvæmt neinu lögmáli. Þetta virðist helzt æfing. Rökréttara myndi, að hún hefði verið undanfari „Allra veðra von“. En Jóhannes Helgi rekur auðvitað af sér slyðruorðið. Góður smásagnahöf- undur fer varla forgörðum á rithöfundar- brautinni, Jió að hann misstígi sig. „Sjö sögur“ Steingríms Sigurðssonar eru utan garðs í undraheimi skáldskap- arins. Höfundurinn getur annaðhvort ekki Jrað, sem hann vill, eða vill ekki Jrað, sem hann gelur. Skást er Appels- ínur, þó að tengsli tvískiptingarinnar hangi á liláþræði, en þar er lífræn mynd og skáldlegt viðhorf, og slíkt er langtum meira en Iiægt er að segja urn hinar sögurnar. Steingrímur er ritfær, djarf- mæltur og sæmilega fjölhæfur, og allt eru það kostir. Elins vegar er honum næstum fyrirmunað að tengja saman fólk og örlög, en gæðir frásögnina Jress í stað einhvers konar tilgerð, sem verður persónuleg, þegar bezt lætur. Sögurnar komast ekki inn í höfuðið á Steingrími Sigurðssyni. Hann ber Jiæi: utan á sér, svo að Jrær eru líkari fötum en mennsku lífi í gleði eða sorg. Höfundurinn þyrfti að láta hug sinn móta Jiað, sem augað og eyrað nernur eða minnið skilar. Þannig myndi dálítil von skáldskapar frá Jness- um óstýriláta sundurgerðarmanni. Upptalningunni er þá lokið, enda mál til komið, og vona ég, að ekkert spá- mannsefni hafi gleymzt. Einhverjum kann að virðast ámælisvert, hvað ég er orðhvatur, og vitaskuld eru skoðanir mínar enginn hæstaréttardómur. En sumir höfundar tímabilsins eru svo tann- hvassir, að Jicir ættu að Jrola, þó að þeirn sé óvægilega strokið. Fólki, sem hneyksl- ast af lofi eða lasti, vil ég svo ráðleggja að lesa bækur höfundanna til að sann- færast um, hversu mér hefur skjátlazt. Það er líka ómaksins vert. Samtíðarbók- menntirnar koma okkur sannarlega við. Þær eru sú nútíð, sem boðar framtíð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.