Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 105

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 105
ANDVARI í VEGAVINNU FYRIR60 ÁRUM 215 mennsku í starfi sínu. Fleiri komu þar einnig við sögu, sem of langt yrði upp að telja. Nú er þetta fyrir löngu orðin innlend starfsgrein, en hin erlendu nöfn héldust enn lengi á verkum og verkfærum. Þessi norsku og hálfnorsku heiti heyrast nú ekki lengur. Nú tala menn ekki lengur um að nívellera, planera, púkka eða grúsa. Margt fleira mætti telja af þeim skrípayrðum, sem notuð voru á fyrstu vegavinnuárum mínum. Eftir þetta stutta yfirlit verður nú vikið að því, sem átti að vera aðalefni þessarar frásagnar, sem er það, hvernig það atvikaðist, að ég réðst í vegavinnu árið 1896, ásamt lýsingu á vinnuaðferð- um og aðbúnaði okkar vegavinnumanna á þessu frumstæða tímabili vegafram- kvæmdanna hér á landi. Eg er fæddur árið 1874 og var því 22 ára veturinn 1896. Ég var að vísu alinn upp á fjölmennu heimili í þétt- hyggðri sveit, auk þess gegndi faðir minn ýmsum opinberum störfum, var bæði hreppstjóri og hreppsnefndaroddviti um all-langt skeið. Var því oft gestkvæmt á heimili okkar. En þrátt fyrir þetta var ég allmjög heima alinn, eins og það er orðað. Út fyrir sveitina hafði ég aldrei komið, ekki einu sinni að endamörkum hennar að austan eða vestan. Ekki hafði eg komið í barnaskóla, því að þcir voru þá ekki komnir til sögunnar, hcldur að- eins heimiliskennsla. Þannig var nú uppcldið okkar unga fólksins í Vestur- Skaftafellssýslu á síðara hluta nítjándu aldar. Ég var því ekki sérlega uppburða- mikill eða höfðingjadjarfur, eins og sumir mundu orða það. Auk þess var eg fremur hlédrægur að eðlisfari. Nú geröist sá atburður í lifi mínu, sem hreif mig snögglega úr fásinninu licima og svipti mér fyrirvaralaust út í hringiðu lífsins. Það var síðara hluta vetrar 1896 að ég fékk boð frá GuÖlaugi sýslumanni Guðmundssyni að finna sig til Víkur. Ilann var þar á ferðalagi, en var bú- settur á Kirkjubæjarklaustri eins og kunnugt er. Mér varð dálítið kynlega við þetta; fór ég að leita í Iiuga mínum, livort ég fyndi þar ekki einhverjar yfir- sjónir, sem ég hefði drýgt og ætti nú að fara að standa reikningsskap á. En sam- vizkan virtist í sæmilegu lagi, svo að ég afréð að fara til fundar við yfirvaldið. Þegar ég kom heim að Suður-Vík, en þar hélt sýslumaÖur ævinlega til, var mér vísaÖ inn í stófu til hans, þar sem hann gekk um gólf, fyrirmannlegur, snar og kvikur í öllum lireyfingum, augna- ráðið hvasst og einbeitt, enda lýsti sér í öllu fasi hans einbeittur og þróttmikill vilji, en þó grunar mig, að hugarfar hans hafi verið mildara en útlit hans og fram- koma benti til við fyrstu sýn. Og gott mun hafa verið að lcita trausts hjá hon- um, ef í raunir rak, skorti þá hvorki vilja né úrræði. Ekki hafði ég séð sýslu- mann fyrr, þótt hann væri búinn að vcra sýslumaður okkar í 4—5 ár. Þegar ég hafði heilsað og sagt hver ég væri. gekk hann formálalaust að erindinu, sagðist hafa hug á að fá mann til að læra vinnubrögð við vegagerð, með það fyrir augum að hann gæti síÖar tekið að sér að veita forstöðu minna háttar vegaframkvæmdum í sýslunni, sagði hann, að með vorinu ætti að hefja vega- lagningu frá brúnni á Olfusá og austur Flóann, og væri hann búinn að tryggja sér pláss fyrir slíkan mann hjá verk- stjóranum og loforð um, að honum yrði sagt sérstaklega til í þessu efni. Þá er hann hafði útskýrt þetta fyrir mér á ýmsa vegu, sagði hann, að sér hefði verið bent á mig til að takast þetta á hendur og nú stæði mér þetta til boða og yrði ég nú að segja annaðhvort já cða nei.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.