Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 106

Andvari - 01.10.1959, Page 106
216 MAGNÚS V. FINNBOGASON ANDVARI Þetta allt kom mér svo á óvart, að ég vissi ekki, hverju ég átti aS svara. Ég hafði eitthvað orð á því, að ég vissi ekki, hvort foreldrar mínir vildu þetta, því að það var ekki siður í þann tíð, að unglingar réðust í slíkt án samþykkis þeirra. En þá kom Halldór Jónsson mér til hjálpar, en hann var þarna staddur. Hann sá, hvað ég var í miklum vand- ræðum, og sagði: „Heldurðu ekki, að óhætt sé fyrir þig að ráðast í þetta? Það er svo vel mennt heima hjá ykkur, en gott fyrir þig að fá þarna peningavinnu og von í einhverri atvinnu síðar". Þá datt mér í hug, að þarna væri maðurinn, sem hefði bent sýslumanni á mig. Ég vissi líka, að óhætt var að fara að ráðum þessa vitra og góðgjarna manns, og síÖan var ckki meira um þetta rætt og máliÖ afráðið þannig. Þegar heim kom, voru allir ánægðir með þessi málalok. Nú leið að þeim tíma, cr ég skyldi leggja upp í þennan fyrirluigaða leið- angur. Kjartan heitinn liróðir minn, sem var þremur árum cldri en ég, átti að fylgja mér, því að ekki varð hjá því komizt. Ég var öllum leiðum ókunnugur, öll vötn voru óbrúuð að Þjórsá, og fara þurfti heim aftur með hestana. Við höfð- um sinn hestinn hvor til reiðar og þann þriðja undir farangur minn, sem var fatnaður minn, ein sæng og koddi, og auk þess eitthvert nesti til sumarsins, því að allir urðu að sjá sér sjálfir fyrir fæði, eins og síðar verður sagt frá. Um ferðalagið er ekkert sérstakt að segja; þetta var um miðjan maí, svo að vötn voru ekki farin að vaxa, og var því enginn farartálmi að þcim. Síðar fékk ég að kynnast þeim með nokkuð öðrum svip á mörgum ferðum vetur og sumur, en út í það verður ekki farið að sinni. Þrjá daga vorum við á leiðinni. Fyrstu nóttina vorum við á Seljalandi, aðra á Syðra-Rauðalæk og þá þriðju á Selfossi. Maður varð að fara rólega einhesta milli heys og grasa. Nú er ekið þessa leið á þremur klukkutímum. Hvergi var hægt að fara nema klyfja- gang, þegar komið var vestur að Ytri- Rangá, þá tóku við Holta- og Flóa-mýr- arnar kargaþýfðar og blautar. Ég held, að Kjartani hafi ekki þótt þetta skemmti- legt fcrðalag, því að liann var mikill hestamaður og þótti gaman að láta spretta úr spori, en hann kunni líka vel að fara með hesta, var nærgætinn við þá og umhyggjusamur, enda ágætur ferða- maður. Þegar hér var komið, lá fyrst fyrir að leita uppi Erlend Zakaríasson, hinn til- vonandi verkstjóra. Hann var kominn á staðinn til þess að setja sig niður og undirbúa vinnuna. En Iiún átti að hyrja eftir tvo eða þrjá daga. I þá daga var ekki eins mikið um að vera á Selfossi og nú. Þar voru aÖeins þrír sveitabæir. Bændurnir hétu Gunnar, Arnbjörn og Jóakim. Mér virtist, að þeir liefðu fremur lítil bú, en kæmust þó vel af, og mun laxinn hafa átt sinn þátt í því. Eina húsið auk bæjanna var Tryggvaskáli, sem reistur hafði veriÖ um leið og Olfusárbrúin var smíðuð. Var hann örlítið timburhús. Þar hafði brúar- vörðurinn, Símon Jónsson, aðsetur, þegar hann var við brúargæzlu. Hann bafði þar einnig dálitla bókaverzlun. Erlendur útvegaði mér gistingu hjá Gunnari á Selfossi, þar til vinnan byrjaði og ég flutti í tjaldið. Þar hafði ég síðan þjónustu og aÖsetu um helgar allt þetta sumar. Auk hjónanna, Gunnars og Scsselju, voru þar piltur og stúlka, scm þau höfðu alið upp. I íétu þau Símon og Sigríður og giftust síðar og tóku við búinu hjá gömhi hjónunum, sem voru barnlaus, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.