Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 109

Andvari - 01.10.1959, Page 109
ANDVARI í VEGAVINNU FYRIR60 ÁRUM 219 eftir því, hvað þau voru erfið aS vinna þau, því aS ekki mátti neinn flokkur dragast neitt aS ráSi aftur úr, en áttu allir aS vera sem mcst samferSa. í hverri færu voru 10 metrar og var þaS hiliS milli stikanna. Stikurnar voru settar háSurn megin viS veginn, sem var 6 álna breiSur aS ofan, en fláinn á vegar- hrúninni gekk út undan streng, sem var strengdur milli stikanna. HæS vegarins var sýnd á uppdrættinum við hvern hæl, og voru hælarnir tölusettir. NotuS var 50 sentímetra löng spýta til aS finna hina réttu hæð og spýtan nefnd „paral- ell“. Væri vegarhæðin t. d. 30 srn, var flís sett í stikuna 80 sm frá jörðu og önnur hinum rnegin í láréttri hæð. SíSan var fundinn næsti hæll, þar sem uppdrátturinn sýndi, að breyting var á halla vegarins. Þar var farið eins að og síðan voru miðaðar flísar í hverja stilcu á milli þessara staða. Strengurinn var alltaf settur 50 sm fyrir neðan flísina, og kom vegurinn þá út með sléttu yfir- horði, cn mishár eftir því sem lands- lag gaf tilefni til, þ. e. hærri í lautum o. s. frv. Þegar þessum undirbúningi var lokið, var tekið til starfa og byrjað á að draga strengina á milli stikanna 50 sm fyrir neðan flísarnar eins og áSur getur. Var nú byrjað á að fylla með mold upp undir strengina báðurn megin, og því næst var gerður hæfilega mikill flái á hlið vegarins og þakið með þökum. En væri unnið í mýri eða öðrum seigum jarðvegi, voru hliðarnar hlaðnar úr sniddu. Þegar lokið var að gera hliðar vegarins, var fyllt upp í miðjuna með mold og hnausum. Væri efniS það nærtækt, að hægt væri að kasta því af skóflu eða ]<visl, þá var það gert. En þyrfti að sækja uppfyllinguna lengra, voru lögð 6 þuml- nnga hreið horð yfir skurðinn, hvert fram af öðru, og var efninu síðan ekið á þeim í hjólbörum með þunnu járn- hjóli. Þetta var eitt erfiðasta verkið, sem þarna var unnið. Þegar rigningar voru og allt var á kafi í for og bleytu og borðin skældust sitt á hvað, var ekki alltaf gott að halda jafnvæginu. Væri ekki ekið nákvæmlega á miðju borðinu, átti það til að reisast á rönd, og hvolfdist þá um leið úr hjólbörunum út í skurð. Það var ákaflega misjafnt, hvernig mönnum fór þetta verk úr hendi. Þegar búið var að jafna undirlagið, var lagt þykkt lag af hraungrjóti yfir moldina. Væri það nálægt, var því ekið á borðum upp á veginn, en annars var það flutt að á hestvögnum. Þetta grjót var síðan mulið með svo nelndum púkk- hömrum. Þeir voru um hálft kíló að þyngd og mcð svo löngu skafti, að maður þurfti lítið að beygja sig við höggið, þegar slegið var á steinana. Við fórmn þarna fjórir í röð og reiddum hátt til höggs. Ekki var þessu hætt fyrr en yfir- borðið var orðið nokkurn veginn slétt og greiðfært og engir steinar stærri en sem svaraði stórgripsvölu. Það var erfitt verk að standa við það á hörðu og ósléttu grjótinu dag eftir dag, stundum í sterkum hita eða þá klæddur olíufötum í rigningu, tíu klukkustundir dag hvern. Auðvitað er, að ekki var hægt að við- hafa þessa gerð vega nema þar, sem nær- tækt var grjót, sem auðvelt var að vinna, svo sem hraungrýti. Þetta voru taldir hinir fullkomnustu vegir, sem þá voru gerðir, en hvort reynslan hcfir sýnt, að þcir hefðu svo mikla yfirhurði fram yfir malborna vegi sem meira var til þeirra kostað, — þegar holklakinn fór að bylta grjótinu á alla vegu ■—, skal ósagt látið. Þegar þcssu var lokið, var ekki annað en að taka sig upp og flytja sig að næsta stykki, sem flokknum hafði vcrið út-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.