Andvari - 01.01.1932, Blaðsíða 60
56
Heyþurkunarvéi.
Andvari
litlum hjólum, sem svo breitt er á milli, er eflaust ákaf-
lega riðamikill í flutningi. Og þó að það megi takast, að
draga vélina áfram eftir alveg sléttum, breiðum vegum,
virðist mér hún öldungis óhæf fyrir vora vegi. Hún
myndi illa komast fyrir á þeim og niðast í sundur fyrir
iímann af þeim hristingi og skrokkskjóðum, sem hún
yrði fyrir. Svo æskilegt sem það annars væri fyrir oss
að hafa heyþurkunarvél, sem flytja mætti bæ frá bæ,
þá mun þessi gerð tæplega koma til greina í því efni.
En sjálfsagt mætti flytja þessa vél stað úr stað, heima
við, að sumrinu til, þar sem tún eru slétt.
Hin vélin er, eins og sýnt hefir verið, einnig all-
fyrirferðarmikil. Hún verður að vera inni í húsi og þarf
mikið pláss, svo að hægt sé að vinna við hana. Vrði
það að vera í sambandi við hlöðu.
Þá er það að athuga, að heyþurkunarvél þessi þarf
eldivið, til þess að hita með loftið og enn fremur þarf
afl til þess að hreyfa veifurnar og draga grindina með
heyinu. Hér skal að eins rætt um þá vélina, sem grunn-
múruð er, en það tekið fram, að jafnmikið afl þarf til
að knýja hvora sem er, en hin hreyfanlega þarf minna
eldivið, enda afkastar hún minna og er þó dýrari frá
verksmiðjunni, af því fað bæði er meira smíði á henni
að ýmsu leyti, og svo er hún öll smíðuð og uppsett þar,
en hin grunnmúraða ekki nema að nokkru leyti.
Til eldsneytis má hafa hvaða eldivið, sem fyrir hendi
er, sé hann nokkurn veginn hitamikill. Þar sem ég skoð-
aði vélina, var notað koks. Verkfræðingur sá, er sýndi
mér vélina, skýrði frá því, að engir erfiðleikar væru á
því að gera eldstóna þannig úr garði, að nota mætti
kol eða olíu; og rafhita má að sjálfsögðu nota. Loftið
þarf helzt að hita upp yfir 100° C.; hagvirkastur hiti er
115° C. Hveravatn hélt hann, að gæti komið að fullum