Andvari - 01.01.1932, Blaðsíða 40
36
Athyglin.
Andvari
Vmsar tilraunir hafa verið gerðar til að rannsaka,
hvernig samtímis störf trufla hvert annað, af þv? að þau
skipta aihyglinni milli sín, t. d. Iesa kvæði, sem maður
þekkir ekki, og skrifa samtímis annað, sem maður kann,
lesa og reikna samtímis o. s. frv. Sé annað starfið svo
tamt, að þáð sé sjálfgengt, þá tefur það ekkert fyrir;
en sé það erfiðara en svo, þá verður maður að reyna
að skipta athyglinni; fer þá oftast svo, að störfin trufl-
ast á víxl, meðan annað gengur, stöðvast hitt, og þegar
hvorttveggja er örðugt, vill allt fara á ringulreið.
Hver sem vill getur gert tilraunir með það, hvernig
samtímis sundurleitar hreyfingar trufla hver aðra: Draga
með hægri hönd hring í loftið réttsælis og samtfmis
með vinstri hönd rangsælis; taka sinn blýant í hvora
hönd og skrifa kvæði, sem maður kann, með hægri, en
draga samtímis hringa með vinstri. Telja vikudagana
aftur á bak og depla augunum að eins þegar maður
nefnir föstudag og miðvikudag. Slá 5 sinnum í borðið
með vinstri hönd, 5 slög í hvert skiftið, og samtímis með
hægri hönd 1, 2, 3, 4, 5 högg. Telja frá 1 til 7, og þegar
maður nefnir 1 slá 7 högg, þegar maður segir 2, 6 högS
o. s. frv. — Þó slíkt virðist ef til vill barnaleikur, þá þekkir
maður sjálfan sig betur eftir en áður, og hve erfitt er að
dreifa athyglinni, halda henni við tvennt ólíkt í senn.
Mikið hefir verið hugsað um það, hvernig unnt væri
að mæla athyglina. Auðvitað er ekki hægt að mæla
hana beinlínis, heldur verður að mæla afleiðingar
hennar. Ein af afleiðingum athyglinnar er sú, að
hvert verk, sem vér vinnum, gengur því fljótar og
betur úr hendi sem athyglin er fastari við það, svo
framarlega sem verkið er ekki sjálfgengt. Hve miklu og
góðu verki menn afkasta, getur því stundum verið mæli-
kvarði á athyglina. Eitt hið einfaldasta verk, sem fulla