Andvari - 01.01.1932, Blaðsíða 72
68
Um slysatryggingar.
A ndvar
b. Sljórn aflvéla við jarðvinnu er ákveðin trygg-
ingarskyld,
c. Þau skilyrði, að 5 manns eða fleiri vinni saman,
eða að aflvélar séu notaðar að staðaldri, til
þess að tiltekin atvinnufyrirtæki séu tryggingar-
skyld, voru afnumin.
Utfærsla hiunar frjálsu tryggingar liggur í því,
að gefin er almenn heimild til frjálsrar tryggingar,
f stað þess að heímildin til frjálsrar tryggingar var
áður tiltekin og takmörkuð.
2. Bótasviðið er fært úl og tilteknar bætur hækkaðar.
Tryggingunni er gert skylt að greiða læknishjálp
og % hluta lyfja og umbúðakostnaðar. Dánarbætur
til eftirlátinna barna eru tvöfaldaðar, 600 krónur
til skilgetinna barna og 1200 kr. til óskilgetinna,
í stað 300 kr. og 600 kr., sem áður var ákveðið.
Hér hefir í stuttu máli verið rakin þróunarsaga slysa-
trygginganna, bæði hér á landi og almennt.
Þar sem skyldutryggingin er nú orðin svo almenn,
sem lýst hefir verið, og þar sem gefin hefir verið al-
rnenn heimild til frjálsrar tryggingar, þá er öllum brýn
nauðsyn að kynnast sem nákvæmlegast þeim ákvæðum,
sem um þetta efni gilda. — Nákvæmastar upplýsingar
um það efni er vitanlega að fá í lögum og reglugerðum
Iryggingarinnar.
Halldór Stefánsson.