Andvari - 01.01.1932, Blaðsíða 99
Andvari
HákarlaveiÖar í Vestmannaevjum fyrrum.
95
Kjöltrompa, var kallað, þegar keðjan var Iátin ganga
úr fremsta keipnum á bátnum og síðan undir kjölinn,
yfir í fremsta keypinn á hinu borðinu.
Stafnbera, -bar, er keðjan var höfð að eins öðru
megin, þurfti þá að færa hákarlinn yfir um.
Rétt áður en haft var uppi til heimferðar, var há-
karlinum, sem festur var við skipshliðarnar, eins og áður
segir, sleppt, og gerðist það með því móti að láta laus-
an annan endann á tauginni, sem hann var festur í, og
smokkaðist hann þá niður af, er dregið var upp hinum
megin. Mjög lítið var flutt heim af hákarli til verkunar.
Þegar búið var að sleppa voru allar árar hafðar í and-
ófi, svo að þær væru ekki fyrir. Þegar lagzt var, voru
seglin undin upp með mastrinu og vafin fast að því.
Togin, kultogið og hlétogið héldu seglinu uppi. Ráin
var fest í rakkann eða klófallið. Helzt var farið til
hákarla, þegar norðanáttir voru, eða þegar hann var
hátt á, sem kallað var, og kuldar, því að þá var bezt
í sjóinn. Ljós var haft uppi, þegar verið var á ferð, en
ekki meðan legið var. Voru lugtirnar úr tré og smíðað-
ar í Eyjum og haft kerti í þeim. Nú eru hákarlaveiðar
lagðar niður, eins og áður segir, síðan kringum alda-
mótin.
Sigfús Aí. Johnsen.