Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 8
8 10. september 2009 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Hugmyndir hagfræð- ingsins Josephs Stiglitz, um að hús- næðislán skuli tengd launum frem- ur en vísitölu neysluverðs, yllu því að meira samræmi yrði í þróun greiðslugetu og greiðslubyrði, yrðu þær framkvæmdar. Einnig leiddi sú tenging til minni sveiflna. Það kann þó að vera „skamm- góður vermir fyrir lántakendur að viðmiði verðtryggðra lána verði breytt á þennan hátt,“ segir í pistli greiningardeildar Íslandsbanka. Þar eru reifuð sjónarmið Stiglitz, úr blaðinu í gær. Hagfræðingurinn sagði þar að íslensk húsnæðislán hefðu verið gallaðar vörur, sem tryggðu lánveitandann en gerðu út af við lántakandann. Meðal lausna væri fyrrgreind tenging við laun og lenging lána til áratuga, fyrir þá sem ekki geta borgað. Þessar hugmyndir geta haft í för með sér mikla ókosti, segir grein- ingardeildin. Jón Bjarki Bentsson, hagfræð- ingur hjá Íslandsbanka, segir að orð Stiglitz hljómi eins og hann hafi ekki gert sér fullkomlega grein fyrir því hvernig íbúðalána- kerfið hér virkar. „Flestir eru lítið að borga niður höfuðstólinn. Þótt svoleiðis lán sé lengt lækkar greiðslubyrðin sára- lítið, jafnvel þótt farið sé úr fjöru- tíu ára láni og í sjötíu,“ segir Jón Bjarki. Honum þætti eðlilegra að auka áherslu á óverðtryggð lán. „Ef ekki er hægt að gera það eins og í löndunum í kringum okkur er það til marks um að íslenska krónan sé vandmeðfarnari en gjaldmiðlar í nágrannalöndunum,“ segir hann. Í pistli greiningardeildar er bent á að breytingar á launavísitölu fylgi almennri hagsveiflu betur en verðbólgan, sem hafi „tilhneigingu til að hækka snarpt í kjölfar falls krónu á samdráttartímum, og auka þar með við erfiðleika skuldara á samdráttartímum“. Fyrirkomu- lag Stiglitz gæti því stutt betur við hagstjórnina en ríkjandi skipan. Sé litið til lengri tíma megi hins vegar sjá að launavísitala hefur hækkað um 29 prósent umfram vísitölu neysluverðs síðan 1991, þrátt fyrir neikvæða kaupmáttar- þróun undanfarið. Höfuðstóll þeirra og greiðslubyrði hefði því hækkað hraðar en ella í launateng- ingu. Jón Bjarki fellst þó á að það, að ekki sé gert ráð fyrir því að laun kunni að lækka þegar verðbólga aukist, sé vissulega „stóri gallinn við kerfið“. klemens@frettabladid.is 20% AFLSLÁTTUR AF ÖLLUM FISKI OG FISKRÉTTUM tilboðið gildir í dag KANADA, AP Tæplega sextugur Kanadamaður, Roger Walsh, var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að aka niður konu í hjólastól. Walsh var blindfullur og ók skömmu síðar út í skurð þar sem hann var svo handtekinn. Þetta var í nítjánda sinn sem hann hlýtur dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Dómari í Quebec sagði Walsh greinilega óforbetranlegan og miklar líkur á að hann brjóti af sér í framtíðinni. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kanada sem lífstíðardómur er kveðinn upp vegna ölvunar- aksturs. - gb Drykkjumaður í Kanada: Ævilangt fang- elsi fyrir akstur KÓLUMBÍA Alls hafa 27 baráttu- menn fyrir réttindum verkafólks verið myrtir í Kólumbíu frá ára- mótum. Tveir voru myrtir í síð- ustu viku, að því er fram kemur á vef ASÍ. Verkalýðshreyfingin í Kólumbíu og hin alþjóðlega hafa ítrekað beðið kólumbísk stjórn- völd um að stöðva blóðbaðið, segir á vef ASÍ. Annar þeirra sem myrtir voru í síðustu viku starfaði fyrir alþjóða- fyrirtækið Nestlé. Skömmu áður en hann var skotinn til bana hafði verkalýðsfélag hans sett fram kröfur á hendur fyrirtækinu. - bj Verkalýðsfólk myrt í Kólumbíu: Alls 27 myrtir frá áramótum ATVINNUMÁL Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðju- dag áskorun til ríkisstjórnarinnar um að rekstur Sementsverksmiðj- unnar á staðnum verði tryggður til framtíðar. Skessuhorn segir frá. Í samþykktinni kemur fram að rekstur verksmiðjunnar sé mikil- vægur hlekkur í atvinnustarfsemi á Íslandi. Allt að 150 manns á Akranesi byggi afkomu sína á starfsemi verksmiðjunnar og mjög veigamiklir hagsmunir felist í gjaldeyrissparnaði með notkun íslensks hráefnis. Þá skorar bæjar- stjórn Akraness á þingmenn Norð- vesturkjördæmis að fylgja ályktun- inni eftir. - shá Sementsverksmiðjan: Stjórnvöld tryggi rekstur FRÁ AKRANESI 45 manns vinna í verk- smiðjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/H.KR JAPAN, AP Yukio Hatoyama, leið- togi Lýðræðisflokksins í Japan, hefur boðið tveimur smáflokkum að ganga með sér í stjórnarsam- starf, þrátt fyrir ágreining flokk- anna þriggja um utanríkismál og veru bandarískra hermanna á eyjunni Okinawa. Þau Shizuka Kamei, leiðtogi Nýja þjóðarflokksins, og Mizuho Fukushima, leiðtogi Sósíaldemó- krata, segja stjórnarsáttmálann góðan. Bæði verða þau ráðherrar í nýju stjórninni. Lýðræðisflokkurinn vann yfir- burðasigur í þingkosningum fyrr í mánuðinum, og gæti myndað stjórn án aðildar annarra flokka. Í næstu viku kýs þingið um nýja ríkisstjórn. - gb Stjórnarmyndun í Japan: Tveir smáflokk- ar með í stjórn KAMEI, HATOYAMA OG FUKUSHIMA Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tenging við laun er skammgóður vermir Hugmyndir Josephs Stiglitz um verðtrygginguna gætu stuðlað að styrkari hag- stjórn, en hafa einnig mikla ókosti. Eðlilegra væri að auka áherslu á óverðtryggð lán, ef krónan leyfir. Hann þekki kannski ekki íbúðakerfið fyllilega. ÍBÚÐIR Í MIÐBÆNUM Lántakendur borga og borga en eignast lítið í húsnæðinu sínu. Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz hefur stungið upp á því að lán verði tengd launum frekar en neysluverði. Greiningardeild Íslandsbanka mælir ekki með því. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ „Ég hef barist gegn þessari glóru- lausu verðtryggingu frá því nokkru fyrir aldamót. [...] Verðtryggingin verður að fara og við verðum að búa við lán sem eru sambærileg því sem gerist á hinum Norður- löndunum.“ - Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður. ■ „Það er ekki góð hugmynd að tengja lán fremur við launavísi- tölu en neysluverðsvísitölu!! [...] Ef spár um hagvöxt á næsta ári ganga eftir snýst þessi þróun aftur við og þá hefði betur verið heima setið en af stað farið!“ - Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður. VIÐBRÖGÐ VIÐ STIGLITZ Lítið veitt af úthafskarfa Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu NEAFC (Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndinni) var búið að veiða 2.310 tonn af úthafskarfa 7. septem ber. Þetta eru 22 prósent af umsömdum sameiginlegum 10.500 tonna kvóta aðildarþjóða NEAFC. Þrjú íslensk skip hafa fengið leyfi til þessara veiða og samkvæmt upplýs- ingum Fiskistofu hafa þau ekki haldið til veiða. SJÁVARÚTVEGSMÁL 1 Hve mikið hækkar fram- færsla námsmanna hjá LÍN? 2 Í hvaða borg í Bandaríkjun- um eru nú íslenskir dagar? 3 Hvaða ungi íslenski knatt- spyrnumaður hefur staðið sig gríðarlega vel með Odense Boldklub? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 ÍÞRÓTTIR Íslendingar sigruðu Ísraela með sjö mörkum gegn engu í leik U17-liða kvenna á Kópavogsvelli í gær. Þar af skoraði Þórdís Sigfús- dóttir tvö mörk, með mínútu milli- bili. Leikurinn var þáttur í undan- keppni fyrir Evrópumótið 2011. Félagið Ísland-Palestína hafði boðað til kurteislegra mótmæla á leiknum, til að minna á að „Ísrael skuli sniðgengið á sviði viðskipta, menningar- og íþróttaviðburða á meðan ísraelsk yfirvöld neita að fara að samþykktum Sameinuðu þjóðanna“. Um tíu manns voru að mótmæla þegar ljósmyndara blaðsins bar að garði. Lögreglumenn voru á staðnum og talað um að óeinkennisklæddir sérsveitarmenn væru þar einnig. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi og vall- arstjóri Kópavogsvallar, gat ekki staðfest þetta. „Þetta er ekki vinnunúmerið mitt sem þú ert að hringja í, þetta er einkanúmerið mitt,“ sagði hann í upphafi samtals. Miklu skipti í hvort númerið væri hringt. Spurður seinna í samtalinu hvort hann gæti staðfest þetta með sérsveitarmennina sagði hann: „Nei, enda tala þeir ekkert sér- staklega við mig. Það er bara opið, ekki selt inn eða neitt.“ Hann vissi þó til að lögreglubíl hefði verið lagt fyrir utan. - kóþ Fáir mættu til að mótmæla hernámi Ísraela á Kópavogsvelli í gær: Sjö-núll fyrir Íslendingum FRÁ MÓTMÆLUNUM Þótt mótmælend- urnir hafi verið fáir gátu þeir huggað sig við mikinn sigur gegn Ísraelsmönnum á Kópavogsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.