Fréttablaðið - 10.09.2009, Qupperneq 32
10. SEPTEMBER 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● tómstundir
Fólk hugar að sjálfu sér, leitar
inn á við og byggir sig upp
í kreppunni, til dæmis með
því að fara í hot-jóga sem er
nýjasta æðið hjá líkamsræktar-
iðkendum.
„Hot-jóga var þróað af manni
sem heitir Bikram Choudhury en
það byggist á hatha-jóga. Bikram
þessi slasaðist alvarlega á hnjám
og átti ekki að geta gengið aftur
en þjálfari hans og jógakennari í
Indlandi beitti þá þessari aðferð
að nota hitann við æfingarnar.
Þannig náði Bikram fullum bata
því hitinn gerir það að verkum
að iðkun líkamans verður dýpri,“
segir Jóhanna Karlsdóttir, jóga-
kennari í Sporthúsinu. Hún fór
til Taílands fyrir nokkrum árum
sem ferðamaður, prófaði og heill-
aðist af þessari tegund jóga þar
sem æfingarnar eru gerðar í mikl-
um hita, eða 37-40° C. „Ég ákvað
síðan tveimur árum seinna að fara
til Taílands og læra þessi fræði og
síðan hef ég verið að kynna þetta
kerfi fyrir Íslendingum og kenna
og viðtökurnar hafa vægast sagt
verið góðar.“
Hot-jóga tekur jafnt á öllum
vöðvaflokkum líkamans, það er
sérstaklega hannað til þess að
styrkja hrygginn því hann er
þungamiðja líkamans. „Hitinn
er svo mikilvægur vegna þess að
hann gerir það að verkum að allur
líkaminn hitnar upp, fólk kemst
dýpra inn í stöðurnar, vöðvarn-
ir verða mýkri og það minnkar
hættu á meiðslum. Það er óhætt
að segja að það leki af fólki svit-
inn en um leið losar líkaminn og
húðin sig við ýmis úrgangsefni
og verður mýkri. Í stöðunum eru
einnig liðamótin sveigð og beygð
svo að þau opnast betur og orku-
flæðið um líkamann batnar,“ segir
Jóhanna.
En hvað gerir hot-jóga fyrir
sálar lífið? „Fólk þarf að ein-
beita sér það mikið að líkaman-
um í tímum að það róar sálina og
hreinsar hana jafnvel. Við endum
svo á stuttri slökun sem á að virka
enn betur til að róa hugann. Hot-
jóga er því ekki síður gott fyrir
sál en líkama. Það fylgir því mikil
vellíðunartilfinning.“
EFTIRSPURN FRAMAR VONUM
Gunnhildur I. Þráinsdóttir, um-
sjónarmaður námskeiða í Sport-
húsinu, segir að þau hafi ekki búist
við jafn mikilli eftirspurn í hot-jóga
og raunin hafi verið. „Þetta er alveg
geysilega vinsælt en um 200 manns
stunda þetta hér og við erum enn
að bæta við námskeiðum því eftir-
spurnin er svo mikil. Við erum eina
líkamsræktarstöðin sem hefur sér-
hannað sal með innbyggðu hita-
kerfi fyrir þessa tegund jóga og Jó-
hanna er eini menntaði kennarinn
á Íslandi í hot-jóga. Hvert námskeið
stendur í 6 vikur og við bjóðum upp
á 60 mínútna tíma tvisvar í viku, og
90 mínútna tíma tvisvar eða þrisvar
í viku.“
Hot-jóga skal stundað í
37 til 40° C heitum sal
Jóhanna Karlsdóttir jógakennari fór alla leið til Taílands til þess að læra hot-jóga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Prjónarnir tifa ótt og títt í höndum Steinþóru Þor-
steinsdóttur, listakonu í Hafnarfirði, og nú hefur
hún ákveðið að gefa fleirum hlutdeild í ánægjunni
sem prjónaskapnum fylgir og efna til grunnnám-
skeiða í honum. Þátttakendur mæta heima hjá henni
að Furuvöllum 32 í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld-
um en hún segir hugsanlegt að hún bæti þriðjudags-
kvöldunum við.
„Ég hef alla tíð prjónað mikið en á dóttur sem er
þrítug og hún og hennar vinkonur kunna ekki að
prjóna svo ég bauðst til að kenna þeim. Svo spurð-
ist það út og vatt upp á sig. Áhuginn á prjónaskap
er mikill núna því það er svo margt smart í gangi.“
Steinþóra reiknar með að þátttakendur komi með
prjóna og garn og mælir ekki síst með lopa. Sjálf á
hún ýmsar uppskriftir en segir hvern og einn velja
það sem hann langar til að prjóna. „Ég kem þeim
af stað og útskýri uppskriftir og skammstafanir.
Sumir vita ekki hvað slétt og brugðið þýðir. Þekkja
ekki tungumálið,“ segir hún.
Fyrsti tíminn fer í að fitja upp og svo koll af kolli.
„Ég reyni að setja þetta þannig upp að í fjórða tím-
anum sé hægt að klára peysuna eða hvað sem á
prjónum er. Legg líka áherslu á að fólk geti alltaf
leitað til mín þó það sé ekki á námskeiðum, að við
höldumst í hendur.“
Steinþóra rekur Gallerí Steinku þar sem hún
selur eigin framleiðslu sem er af ýmsum toga, svo
sem skartgripir og munir úr skinni, roði, leir og
gleri. - gun
Fitjað upp í fyrsta tíma
Steinþóra leggur áherslu á að nemendur ljúki því sem á
prjónum er meðan á námskeiðinu stendur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það eru alltaf einhverjir sem láta sig dreyma um að læra að fljúga.
Hjá Flugskóla Íslands er meðal annars hægt að láta þann draum ræt-
ast en fyrstu skrefin í því ferli eru að bóka kynnisflug. Ef manni líkar
flugið er næsta skref að tala við afgreiðslu flugdeildarinnar hjá skól-
anum sem úthlutar nemendum kennara.
Eftir að hafa tekið nokkra tíma með
kennara og náð ágætri hæfni fer nemandi
einn í æfingaflug. Verklega kennslan fer
fram á Reykjavíkurflugvelli en til að bóka
kynnisflug er best að hafa samband í síma
514-9400 eða flightdesk@flugskoli.is - jma
Dreymt um flugið
Miðstöð um símenntun í Reykjavík
RITARA- OG
SKRIFSTOFUSTJÓRANÁM
BÓK113 Bókfærsla
TÖN141 Power Point og Publisher
LÍB101 Líkamsbeiting og vinnustellingar.
SAM103 Samskipti á vinnustað og við viðskiptavini, samtalstækni
SIÐ102 Siðfræði
SKY101 Skyndihjálp
UTÖN103 Ritvinnsla, excel og tölvupóstur
STJ101 Stjórnun
UMH101 Umhverfisfræði
www.framvegis.is