Fréttablaðið - 10.09.2009, Síða 58

Fréttablaðið - 10.09.2009, Síða 58
42 10. september 2009 FIMMTUDAGUR Undankeppni HM 2010 1. Riðill Malta-Svíþjóð 0-1 - Azzoparpi, sjálfsmark. Albanía-Danmörk 1-1 Erjon Bogdani - Nicklas Bendtner Ungverjaland-Portúgal 0-1 - Pepe STAÐAN 1. Danmörk 8 5 3 0 15-4 18 2. Svíþjóð 8 4 3 1 9-3 15 3. Portúgal 8 3 4 1 10-5 13 4. Ungverjaland 8 4 1 3 9-5 13 5. Albanía 9 1 4 4 5-9 7 6. Malta 9 0 1 8 0-22 1 2. Riðill Ísrael-Lúxemborg 7-0 Lettland-Sviss 2-2 Moldavía-Grikkland 1-1 STAÐAN 1. Sviss 8 5 2 1 15-8 17 2. Grikkland 8 4 2 2 13-7 14 3. Lettland 8 4 2 2 13-8 14 4. Ísrael 8 3 3 2 17-9 12 5. Lúxemborg 8 1 2 5 3-20 5 6. Moldavía 8 0 3 5 3-12 3 3. Riðill Tékkland-San Marínó 7-0 Milan Baros 4, Vaclav Sverkos 2, Tomas Necid. Norður-Írland-Slóvakía 0-2 Slóvenía-Pólland 3-0 STAÐAN 1. Slóvakía 8 6 1 1 21-8 19 2. Slóvenía 8 4 2 2 13-4 14 3. N-Írland 9 4 2 3 13-9 14 4. Tékkland 8 3 3 2 15-6 12 5. Pólland 8 3 2 3 19-11 11 6. San Marínó 9 0 0 9 1-44 0 4. Riðill Liechtenstein-Finnland 1-1 Þýskaland-Aserbaídsjan 4-0 Miroslav Klose 2, Michael Ballack, Lukas Podolski. Wales-Rússland 1-3 James Collins - Igor Semshov, Sergei Ignshevich, Roman Pavlyuchenko. STAÐAN 1. Þýskaland 8 7 1 0 24-4 22 2. Rússland 8 7 0 1 18-4 21 3. Finnland 8 4 2 2 11-12 14 4. Wales 8 3 0 5 6-10 9 5. Liectenstein 8 0 2 6 2-19 2 6. Aserbaídsjan 8 0 1 7 1-13 1 5. Riðill Armenía-Belgía 2-1 Bosnía-Tyrkland 1-1 Spánn-Eistland 3-0 Fabregas, Cazorla, Mata. STAÐAN 1. Spánn 8 8 0 0 21-2 24 2. Bosnía-Herz. 8 5 1 2 21-8 16 3. Tyrkland 8 3 3 2 11-8 12 4. Belgía 8 2 1 5 11-18 7 5. Eistland 8 1 2 5 7-22 5 6. Armenía 8 1 1 6 5-18 4 6. Riðill Hvíta-Rússland-Úkraína 0-0 Andorra-Kasakstan 1-3 England-Króatía 1-5 Frank Lampard 2, Steven Gerrard 2, Rooney - Eduardo. STAÐAN 1. England 8 8 0 0 31-5 24 2. Króatía 9 5 2 2 17-12 17 3. Úkraína 8 4 3 1 14-6 15 4. H-Rússland 8 3 1 4 15-11 10 5. Kasakstan 8 2 0 6 10-23 6 6. Andorra 9 0 0 9 3-33 0 7. Riðill Færeyjar-Litháen 2-1 Rúmenía-Austuríki 1-1 Serbía-Frakkland 1-1 Nenad Milijas - Thierry Henry. Rautt spjald: Hugo Lloris (Frakklandi). STAÐAN 1. Serbía 8 6 1 1 16-5 19 2. Frakkland 8 4 3 1 10-8 15 3. Austurríki 8 3 2 3 11-11 11 4. Litháen 8 3 0 5 7-8 9 5. Rúmenía 8 2 3 3 9-12 9 6. Færeyjar 8 1 1 6 4-12 4 8. Riðill Svartfjallaland-Kýpur 1-1 Ítalía-Búlgaría 2-0 Fabio Grosso, Vincenzo Iaquinta. STAÐAN 1. Ítalía 8 6 2 0 13-3 20 2. Írland 8 4 4 0 10-6 16 3. Búlgaría 8 2 5 1 10-7 11 4. Kýpur 8 1 3 4 8-12 6 5. Svartfjallal. 8 0 5 3 7-13 5 6. Georgía 8 0 3 5 4-11 3 9. Riðill Noregur-Makedónía 2-1 Thorstein Helstad, John Arne Riise - Boban Grncarov. Skotland-Holland 0-1 Eljero Elia. LOKASTAÐAN 1. Holland 8 8 0 0 17-2 24 2. Noregur 8 2 4 2 9-7 10 3. Skotland 8 3 1 4 6-11 10 4. Makedónía 8 2 1 5 5-11 7 5. Ísland 8 1 2 5 7-13 5 ÚRSLIT Laugardalsvöllur. Áhorf.: 4.726 Ísland Georgía TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10-5 (6-2) Varin skot Gunnleifur 1 – Mamaladze 4 Horn 6-2 Aukaspyrnur fengnar 7-16 Rangstöður 1-4 1-0 Garðar Jóhannsson (13.) 2-0 Ólafur Ingi Skúlason (17.) 2-1 Vladimir Dvalishvili (33.) 3-1 Veigar Páll Gunnarsson (55.) 3-1 Matteo Treffoloni (7) Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður...................................................................................................6 Ekki reyndi mikið á hann í leiknum og hann gat lítið gert í markinu. Grétar Rafn Steinsson, hægri bakvörður (fyrirliði).............................................................................7 Átti frábæran leik fyrsta hálftímann en þurfti því miður að fara þá af velli vegna meiðsla. Lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Garðar og var mjög virkur í sóknarleiknum. Bjarni Ólafur Eiríksson, vinstri bakvörður.............................................................................................5 Skilaði sínu skylduverki en ekki mikið meira en það. Tók lítinn sem engan þátt í sóknarleiknum. Honum var svo skipt út af í hálfleik. Kristján Örn Sigurðsson, miðvörður.......................................................................................................6 Var klaufi í marki Georgíu í fyrri hálfleik þegar hann átti að hreinsa fyrirgjöf Georgíumanna frá markinu. Virtist þar að auki ekki jafn öflugur og í síðustu landsleikjum. Skánaði þó til muna í síðari hálfleik. Indriði Sigurðsson, miðvörður..................................................................................................................7 Átti fínan leik í sinni uppáhaldsstöðu á vellinum. Komst vel frá sínu og hélt sinni stöðu nokkuð vel. Stefán Gíslason, varnartengiliður...........................................................................................................6 Missti mann inn fyrir sig þegar Georgía skoraði markið og átti margar slakar sendingar í fyrri hálfleik. Var þó mun skárri í þeim síðari. Helgi Valur Daníelsson, varnartengiliður..............................................................................................5 Gerði lítið sem miðjumaður í fyrri hálfleik og komst enn minna í snertingu við boltann í þeim síðari þegar hann lék sem hægri bakvörður. Ólafur Ingi Skúlason, sóknartengiliður.................................................................................................6 Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og hefði átt að bæta fleirum við en hann fékk tvö úrvalsfæri til þess. Átti ágætan leik á miðjunni. Veigar Páll Gunnarsson, hægri kantmaður...........................................................................................7 Einn besti leikmaður íslenska liðsins, þá sér í lagi í fyrri hálfleik þegar hann lagði upp mark Garðars á einkar laglegan máta. Dró þó af honum eftir því sem á leið. Emil Hallfreðsson, vinstri kantmaður....................................................................................................5 Miklu meira hefði mátt frá honum, sérstaklega í sóknarleik íslenska liðsins. Gerði þó engin stór mistök. Garðar Jóhannsson, framherji..................................................................................................................7 Mjög duglegur og uppskar flott mark. Var stundum einmana í sókninni en var þó duglegur að hlaupa til baka og sækja boltann. Fínn leikur hjá honum. Varamenn: Birkir Már Sævarsson.................................................................................................................................5 Kom inn á fyrir Grétar Rafn á 36. mínútu. Það dró talsvert úr sóknarþunga íslenska liðsins þegar Birkir kom inn fyrir Grétar. Hann komst lítið í takt við leikinn. Pálmi Rafn Pálmason.................................................................................................................................6 Kom inn á á 46. mínútu fyrir Bjarna Ólaf. Átti fínan leik á miðjunni og var nokkuð virkur í sóknarleiknum. Atli Viðar Björnsson....................................................................................................................................- Kom inn á á 75. mínútu fyrir Garðar. Björgólfur Takefusa.....................................................................................................................................- Kom inn á á 84. mínútu fyrir Emil. Davíð Þór Viðarsson....................................................................................................................................- Kom inn á á 84. mínútu fyrir Stefán. Baldur Sigurðsson.......................................................................................................................................- Kom inn á á 84. mínútu fyrir Ólaf Inga. FRAMMISTAÐA LEIKMANNA SENDU SMS SKEYTIÐ ESL FD4 Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! Vinningar eru: Bíómiðar · Tölvuleikir Fullt af Pepsi · DVD og margt fleira! D A U Ð I N N G E Y M D I Þ A Ð B E S T A F Y R I R 3D F R U M S Ý N D 1 1 . S E P T E M B E R 10. HVERVINNUR! Vinningar afhentir í ELKO Lindum.149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb FÓTBOLTI Ísland vann í gær 3-1 sigur á Georgíu í vináttulandsleik á Laug- ardalsvelli. Bæði lið mættu mikið breytt frá síðustu leikjum sínum en það virtist koma lítið að sök hjá íslenska liðinu að þessu sinni. Íslendingar byrjuðu vel og léku glimrandi fína knattspyrnu fyrstu 25 mínútur leiksins. Garðar Jóhannsson og Ólafur Ingi Skúla- son opnuðu báðir markareikning- inn sinn fyrir íslenska landsliðið með flottum mörkum. Ólafur Ingi fékk svo reyndar stuttu síðar gott færi til að skora sitt annað mark en skallaði þá yfir markið. Íslensku leikmennirnir héldu boltanum vel á þessum kafla og léku einfalda en árangursríka knattspyrnu. Þeir voru duglegir að sækja upp kantana og sköpuðu ágæt færi. En eins og hendi væri veif- að skiptu íslensku leikmennirnir algerlega um ham og fóru hrein- lega að spila illa. Georgía uppskar ódýrt mark sem hefði auðveld- lega verið hægt að forða og ógn- aði þar að auki nokkrum sinnum í kjölfarið. Síðari hálfleikur var ágætur. Ísland byrjaði af miklum krafti og átti nokkur skot að marki. Það var svo eftir um tíu mínútna leik að Ísland fékk víti eftir að varnar- maður Georgíu handlék knöttinn innan teigs. Veigar Páll skoraði af öryggi úr vítinu. Ísland hélt rónni eftir þetta og hleypti gestunum aldrei nálægt sér. Besta færið til að auka forystuna fengu þeir Ólafur Ingi og Kristján Örn undir lok leiksins en allt kom fyrir ekki. Hector Cuper, landsliðsþjálf- ari Georgíu, stillti greinilega upp varaliði sínu í gærkvöld og hefur íslenska liðið oft mátt glíma við mun erfiðari andstæðing en það gerði í gær. Þó skal ekki tekið af þeim íslensku að þeir komust vel frá sínu. „Ég er feykilega ánægður með sigurinn og það sem ég sá hjá leik- mönnum,“ sagði Ólafur Jóhannes- son landsliðsþjálfari. „Við fórum vel yfir það sem var að í hálfleik og ég var heilt yfir nokkuð sátt- ur við frammistöðu okkar. Við höfum verið í síðustu leikjum að halda boltanum betur og vil ég meina að það sé eitthvað sem við verðum að gera til að bæta okkar árangur. Þessi leikur og leikurinn gegn Noregi um helgina fannst mér sýna vel að leikmenn geta vel spilað þannig knattspyrnu enda gera þeir það reglulega með sínum liðum víða um Evrópu. Af hverju þá ekki með landsliðinu?“ Næsti leikur Íslands verður heimaleikur gegn Suður-Afríku eftir tæpan mánuð. Samningur Ólafs rennur út um áramótin en hann veit ekki hvort gengið verð- ur frá nýjum fyrir næsta leik. „Ég mun eflaust stoppa við hér í KSÍ og spjalla við menn en ég veit ekki hversu fljótt þetta ferli mun ganga fyrir sig. Eftir næsta leik verður dregið í riðla í næstu und- ankeppni og þá mun ég örugglega byrja á að undirbúa liðið fyrir hana,“ sagði hann og hló. eirikur@frettabladid.is Nú nýttu Íslendingar færin Ísland vann í gær 3-1 sigur á slöku varaliði Georgíu. Íslenska liðið var að stór- um hluta skipað reynslulitlum leikmönnum sem flestir sýndu þó að þeir ættu erindi í liðið. Landsliðsþjálfarinn var afar sáttur við frammistöðu sinna manna. GRIPU TÆKIFÆRIÐ Garðbæingarnir Garðar Jóhannsson og Veigar Páll Gunnarsson sjást hér fagna marki þess fyrrnefnda ásamt Helga Val Daníelssyni. Garðar og Veigar Páll skoruðu sitt markið hvor í 3-1 sigrinum gegn Georgíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Garðar Jóhannsson var sáttur við sinn leik gegn Georgíu en hann skoraði sitt fyrsta lands- liðsmark í leiknum. „Ég hefði nú getað skorað annað en ég er þokkalega sáttur. Það hefði getað gengið betur en líka gengið verr,“ sagði Garðar. „Við byrjuðum miklu betur, en svo var eins og menn væru hætt- ir í smá stund. Í seinni hálfleik settum við aftur í gang. Þetta var ekki besta landslið sem við höfum mætt en það þarf að vinna þessa leiki líka.“ - egm Garðar Jóhannsson: Þarf að vinna þessa leiki líka GARÐAR Skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI „Ég hef ekki spilað marga leiki með landsliðinu sem hafsent en ég fann mig vel,“ sagði Indriði Sigurðsson eftir leikinn. „Þetta er auðvitað mín óskastaða en ég hef skilning á því að við eigum marga góða hafsenta og ef þörf er á mér í bakverði þá spila ég þar.“ Varðandi styrkleika georg- íska liðsins sagði Indriði: „Þú ert ekki sterkari en andstæð- ingurinn leyfir. Við höfum oft lent í ströggli í svona leikjum en kláruðum þetta í dag og það er jákvætt þó að þið blaðamenn vilj- ið oft snúa þessu upp í eitthvað neikvætt.“ Indriði telur að íslenska lands- liðið sé á réttri leið. „Það er samt synd hvað þetta er að koma seint en síðustu leikir hafa verið fínir. Við byrjuðum leikinn í kvöld mjög vel en slökuðum svo aðeins á og hleyptum þeim aðeins inn í leikinn,“ sagði Indriði. - egm Indriði Sigurðsson: Erum klárlega á réttri leið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.