Fréttablaðið - 14.09.2009, Page 33
MÁNUDAGUR 14. september 2009 17
sport@frettabladid.is
VISA-bikar karla
Fram-KR 1-0
1-0 Joseph Tillen (78.).
Keflavík-Breiðablik 2-3
0-1 Elfar Freyr Helgason (8.), 0-2 Kristinn Jónsson
(13.), 1-2 Guðjón Árni Antoníusson (22.), 2-2
Símun Eiler Samuelsen (26.), 2-3 Guðmundur
Pétursson, víti (66.).
Pepsi-deild karla
FH-ÍBV 5-0
1-0 Matthías Vilhjálmsson (24.), 2-0 Atli Viðar
Björnsson (28.), 3-0 Atli Guðnason (57.), 4-0
Björn Daníel Sverrisson (75.), 5-0 Atli Viðar
Björnsson (84.)
Valur-Stjarnan 3-3
0-1 Birgir Hrafn Birgisson (3.), 1-1 Helgi Sigurðs-
son (9.), 2-1 Arnar Sveinn Geirsson (24.), 2-2
Þorvaldur Árnason (58.), 2-3 Þorvaldur Árnason
(59.), 3-3 Sigurbjörn Hreiðarsson, víti (88.)
Fylkir-Þróttur 2-0
1-0 Albert Brynjar Ingason (54.), 2-0 Pape
Mamadou Faye (67.).
STAÐAN Í DEILDINNI
FH 20 15 2 3 54-20 47
KR 19 12 3 4 44-26 39
Fylkir 20 12 3 5 37-23 39
Fram 19 8 4 7 34-29 28
Breiðablik 19 8 4 7 33-31 28
Keflavík 19 6 8 5 29-34 25
Stjarnan 20 7 4 9 41-36 25
Valur 20 7 4 9 24-36 22
Grindavík 19 6 4 9 33-37 22
ÍBV 20 6 4 10 21-36 22
Fjölnir 19 3 5 11 25-41 14
Þróttur 20 3 3 14 20-46 12
1. deild karla
Haukar-Selfoss 3-2
ÍA-HK 0-0
Haukar tryggðu sig upp í Pepsi-deildina með
þessum sigri og fara þangað með Selfossi. HK
varð að vinna ÍA til að eiga áfram möguleika.
Enska úrvalsdeildin
BLACKBURN-WOLVES 3-1
1-0 El Hadji Diouf (18.), 2-0 Roberts (56.), 3-0
David Dunn (63.), 3-1 Stefan Maierhofer (87.).
LIVERPOOL-BURNLEY 4-0
1-0 Yossi Benayoun (26.), 2-0 Dirk Kuyt (40.), 3-0
Yossi Benayoun (60.), 4-0 Yossi Benayoun (81.).
MANCHESTER CITY-ARSENAL 4-2
1-0 Micah Richards (19.), 1-1 Robin van Persie
(61.), 2-1 Craig Bellamy (73.), 3-1 Emmanuel
Adebayor (79.), 4-1 Shaun Wright-Phillips (83.),
4-2 Tomas¡ Rosicky (87.).
PORTSMOUTH-BOLTON 2-3
0-1 Tamir Cohen (13.), 1-1 Younes Kaboul (25.),
1-2 Matthew Taylor (41.), 2-2 Kevin Boateng
(64.), 2-3 Gary Cahill (89.).
STOKE CITY-CHELSEA 1-2
1-0 Abdoulaye Diagne-Faye (31.), 1-1 Didier
Drogba (47.), 1-2 Florent Malouda (93.).
SUNDERLAND-HULL CITY 4-1
1-0 Darren Bent (13.), 1-1 Kamil Zayatte (42.),
2-1 Andy Reid (49.), 3-1 Darren Bent (64.), 4-1
Sjálfsmark (76.).
TOTTENHAM - MANCHESTER UNITED 1-3
1-0 Jermain Defoe (0.), 1-1 Ryan Giggs (24.), 1-2
Anderson (40.), 1-3 Wayne Rooney (77.).
WIGAN ATHLETIC - WEST HAM UNITED 1-0
1-0 Hugo Rodallega (54.)
BIRMINGHAM - ASTON VILLA 0-1
0-1 Gabriel Agbonlahor (84.).
FULHAM-EVERTON 2-1
0-1 Tim Cahill (32.), 1-1 Paul Konchesky (56.), 2-1
Damien Duff (78.).
STAÐA EFSTU LIÐA
Chelsea 5 5 0 0 12-3 15
Man. United 5 4 0 1 11-3 12
Man. City 4 4 0 0 8-2 12
Tottenham 5 4 0 1 12-7 12
Liverpool 5 3 0 2 13-7 9
Aston Villa 4 3 0 1 6-3 9
Sunderland 5 3 0 2 8-6 9
Stoke City 5 2 1 2 4-6 7
Arsenal 4 2 0 2 13-8 6
Fulham 4 2 0 2 3-5 6
Wigan Athletic 5 2 0 3 4-8 6
Burnley 5 2 0 3 2-9 6
West Ham 4 1 1 2 3-3 4
ÚRSLIT LEIKJA
FÓTBOLTI Pape Mamadou Faye
fylgdi eftir frábærri frammi-
stöðu og þremur mörkum í tveim-
ur sigrum 19 ára landsliðsins á
Skotum með því að opna marka-
reikning sinn í Pepsi-deildinni í
2-0 sigri Fylkis á áhugalitlum og
föllnum Þrótturum í gær.
Pape kom inn á sem varamaður
á 64. mínútu og skoraði markið
sex mínútum síðar. Pape fagnaði
markinu enda eins og óður væri
og reif sig úr að ofan við mikinn
fögnuð áhorfenda í Árbænum.
„Ég varð að rífa mig úr og
fagna almennilega. Ég er búinn
að bíða svo lengi eftir þessu
marki að ég varð að gera það.
Ég vissi að það myndi kosta mig
mitt þriðja gula spjald í sumar
en það var ekki annað hægt en
að fagna þessu með stæl,“ sagði
Pape, sem viðurkenndi að marka-
leysið hefði kostað hann margar
andvökunætur. - aó, óój
Fylkir vann 2-0 sigur á Þrótti:
Pape skoraði
FYRSTA MARKIÐ Pape Mamadou Faye
fagnaði markinu vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Það var mikið skorað í
ensku úrvalsdeildinni um helg-
ina þar sem sigurgöngur Chelsea
og Manchester City héldu áfram
en meistararnir í Manchester
United enduðu sigurgöngu Tot-
tenham. Chelsea og Manchester
United er í efstu tveimur sætun-
um eftir að hafa bæði lent undir í
sínum leikjum.
Emmanuel Adebayor lét sína
gömlu félaga í Arsenal finna fyrir
því í 4-2 sigri Manchester City
en framkoma hans í þessum leik
mun hafa eftirmál. Þegar Ade-
bayor skoraði, hans fjórða mark í
fjórum leikjum, hljóp hann allan
völlinn til þess að fagna fyrir
framan stuðningsmenn Arsenal.
Adebayor baðst strax afsökun-
ar eftir leikinn en aganefnd enska
knattspyrnusambandsins mun
taka þetta fyrir sem og að skoða
það þegar hann traðkaði á andliti
Robins van Persie, sem sagði að
Adebayor hefði gert það viljandi.
- óój
Emmanuel Adebayor í sviðsljósinu í sigri á Arsenal:
Á leiðinni í leikbann
HEITAR TILFINNINGAR Emmanuel Adebayor fagnar hér
marki sínu fyrir framan stuðningsmenn Arsenal.
NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Stjörnumenn voru aðeins
tveimur mínútum frá því að
vinna fyrsta útisigur sinn síðan í
2. umferð og fyrsta deildarsigur
sinn síðan 23. júlí þegar þeir
gerðu 3-3 jafntefli við Val.
Sigurbjörn Hreiðarsson tryggði
Valsmönnum stig af vítapunkt-
inum annan leikinn í röð en víta-
spyrnudómurinn var ódýr og
alveg úr takti við það sem var
leyft í þessum fjöruga leik.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari
Stjörnunnar, var skiljanlega sár
yfir vítaspyrnudómnum sem
kostaði liðið fyrsta útisigurinn
síðan liðið vann Þróttara 14. maí.
„Hann vildi meina að þetta
hefði verið gróft tog en ég sá það
aldrei. Malli fann ekki fyrir því
þannig að ég veit ekki hvað svona
mönnum gengur til. Gunnar Jarl
er annars frábær dómari sem
hefur komið með flotta línu inn í
úrvalsdeildina. Ég hrósa honum
fyrir það en þetta var ekki sann-
gjarnt,“ sagði Bjarni.
Þess má geta að þetta var sjötta
vítið sem er dæmt á Stjörnuna í
Pepsi-deildinni í sumar en liðið
hefur hins vegar enn ekki fengið
vítaspyrnu. - óój
Stjörnumenn voru svekktir:
Enn eitt vítið
SÁR OG SVEKKTUR Bjarni Jóhannsson,
þjálfari Stjörnunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FORMÚLA 1 Rubens Barrichello
minnkaði forskot félaga síns í
Brawn-liðinu, Jenson Button,
niður í fjórtán stig með því að
vinna Monza-kappaksturinn í
Ítalíu í gær. Button var kominn
með 26 stiga forskot á tímabili
en hann lenti í 2. sæti í gær.
Finninn Kimi Raikkönen á Ferr-
ari komst síðan á verðlaunapall á
heimavelli Ferrari. - óój
Formúla eitt á Monza í gær:
Brawn-liðið
vann tvöfalt
FJÓRTÁN STIG Rubens Barrichello sækir
á Button. NORDICPHOTOS/GETTY
FH slátraði ÍBV 5-0 í Kaplakrikanum í gær og ljóst er að ef KR-ingar
misstíga sig gegn Breiðabliki á miðvikudaginn verður Hafn-
arfjarðarliðið Íslandsmeistari þetta sumarið. Leikmenn
FH ætla þó ekki að fjölmenna á Kópavogsvöll þar sem
þeir verða á æfingu á sama tíma.
„Eftir fyrsta markið var þetta aldrei spurn-
ing,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH,
eftir stórsigurinn í gær. „Maður kannaðist
aðeins við FH í þessum leik, einnar snert-
ingar fótbolti og góð hreyfing á mönnum.
Þá héldum við hreinu annan leikinn í röð
svo þetta er allt í áttina.“
Íslandsmeistaratitillinn er handan við
hornið en Heimir segir að ekki verði byrj-
að að fagna fyrr en liðið sé komið með nóg
af stigum. „Þú þarft að treysta á sjálfan þig í
þessu og næst er erfiður leikur við Val. Við ætlum að undirbúa okkur
vel fyrir þann leik og það þýðir ekkert að spá í neitt annað,“ sagði
Heimir. „Við verðum með æfingu á miðvikudaginn svo við
munum ekkert horfa á þennan leik hjá KR.“
Tryggvi Guðmundsson segir að leikmenn séu vel
minnugir þess sem gerðist í fyrra þegar Keflvíkingar voru
í svipaðri stöðu fyrir lokasprettinn. „Þetta var góður sigur
í dag en það er nóg eftir,“ sagði Tryggvi eftir leikinn.
Það er mikill getumunur milli FH og ÍBV og hann
kom bersýnilega í ljós í gær.
„Við gáfum okkur alla í þetta í fyrri hálfleik en
gáfum vel eftir í þeim síðari. Spilamennskan í
fyrri hálfleik var ekki alvitlaus. Seinni hálfleikurinn
var hins vegar einstefna og maður sá hausinn á
strákunum fara neðar og neðar. Þú spilar ekki
með hausinn í bringunni á móti FH-ingum á þeirra
heimavelli, það er alveg ljóst,“ sagði Heimir Hall-
grímsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í gær.
HEIMIR GUÐJÓNSSON OG HANS MENN: GETA ORÐIÐ ÍSLANDSMEISTARAR Á ÆFINGU Á MIÐVIKUDAGINN
Þú þarft að treysta á sjálfan þig í þessu
FIMM MÖRK FH-ingar fagna hér öðru marki
Atla Viðars Björnssonar í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Það verða Breiðablik og
Fram sem spila til úrslita í VISA-
bikar karla en undanúrslitaleikirn-
ir fóru fram á Laugardalsvellinum
um helgina.
KR og Keflavík hafa verið meiri
bikarlið undanfarin ár en nú fá ný
lið að reyna sig í stærsta leik sum-
arsins. Blikar hafa aldrei unnið
bikarinn en Framarar hafa ekki
unnið hann í tuttugu ár.
Tækifæri til að breyta sögunni
Breiðablik lagði Keflavík 3-2 í
undanúrslitum VISA-bikars karla
í gær á Laugardalsvelli. Breiðablik
er komið í úrslit bikarsins í annað
sinn í sögu félagsins og fyrsta
sinn síðan liðið tapaði 1-0 gegn
Víkingum 1971.
Blikar hófu leikinn af miklum
krafti og voru komnir í 2-0 eftir
aðeins þrettán mínútna leik en
Keflavík jafnaði metin með mörk-
um á 22. og 26. mínútu. Eftir þessa
miklu veislu róaðist leikurinn og
minna var um færi en Breiða-
blik knúði fram sigur með marki
úr umdeildri vítaspyrnu á 66.
mínútu.
„Þetta er góður áfangi og gefur
okkur tækifæri til að vera með til
að breyta sögunni. Ef við hefðum
ekki unnið þennan leik værum
við á sama stað og í fyrra og hitti-
fyrra. Með því að komast í úrslita-
leikinn eigum við möguleika á að
komast alla leið og nú er málið að
sætta sig ekki bara við það að kom-
ast í úrslitaleik heldur vera gírug-
ur í það að taka dollu,“ sagði Ólafur
Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks,
eftir leikinn.
Framarar unnu bikarmeistarana
Framarar tryggðu sér sæti í bikar-
úrslitaleiknum með því að vinna 1-
0 sigur á bikarmeisturum KR-inga
á laugardaginn.
Leikaðferð Framara gekk full-
komlega upp, þeir lágu aftar-
lega, voru þolinmóðir og beittu
síðan hættulegum skyndisóknum.
Sigurmarkið kom úr einni slíkri
tólf mínútum fyrir leikslok þegar
varamaðurinn Joseph Tillen slapp
í gegn og skoraði laglegt mark.
„Það er frábær tilfinning að
skora sigurmark síns liðs og koma
liðinu í bikarúrslitaleikinn. Þetta
var kannski ekki skemmtilegur
fótboltaleikur en það skiptir ekki
máli því við erum komnir í úrslita-
leikinn og vonandi getum við nú
unnið bikarinn. Þetta var frábær
frammistaða á móti einu besta
liðinu í deildinni,“ sagði Joseph
Tillen, hetja Framara í leiknum.
Hann þakkaði Jóni Guðna Fjólu-
syni fyrir frábæra sendingu. „Jón
Guðni lagði líka upp markið mitt á
móti Keflavík og ég vissi að hann
gæti gefið þessa sendingu. Ég tók
bara hlaupið og þetta var frábær
bolti frá honum inn fyrir bakvörð-
inn. Ég átti bara eftir að klára
færið og sem betur fer tókst það,“
sagði Joseph.
KR-ingar voru miklu meira með
boltann en sóknarleikur liðsins var
bitlítill og þrátt fyrir að KR-liðið
stjórnaði leiknum nánast allan
leikinn þá áttu Framarar nánast
öll hættulegustu færin.
Fram hélt með þessum sigri
sigurgöngu sinni áfram í undan-
úrslitum bikarsins en Framarar
hafa unnið alla 14 undanúrslita-
leiki sína frá árinu 1971.
- gmi, ooj@frettabladid.is
Breiðablik og Fram í úrslit
Blikar komust í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í 38 ár og Framarar slógu út bikar-
meistara KR þegar undanúrslit VISA-bikar karla fóru fram um helgina.
GÓÐ INNKOMA Joseph Tillen (númer
29) kom inn á sem varamaður og skor-
aði sigurmark Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LOKSINS Stuðningsmenn Blika fögnuðu vel í leikslok enda Breiðablik búið að tapa í
undanúrslitunum síðustu tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
> Sigur í fyrsta leik Eiðs Smára
Mónakó vann 2-0 sigur á Paris Saint-Germain í frönsku
úrvalsdeildinni í gær en þetta var fyrsti leikur Eiðs
Smára með Mónakó-liðinu. Eiður Smári lék fyrstu 87
mínúturnar í leiknum en honum var skipt útaf eftir að
Kóreumaðurinn Chu-Young Park
kom liðinu 1-0 yfir á 86. mínútu.
Það var síðan Brasilíumaðurinn
Nené sem skoraði seinna markið
þremur mínútum síðar. Eiður Smári
fékk ágæt skotfæri í fyrri hálfleik
en átti þá misheppnað skot rétt
framhjá. Hann var annars ekki
mikið í boltanum í leiknum og
hefur oft spilað betur.