Spegillinn - 01.12.1927, Blaðsíða 2
84
Brtmatryggíngar,
símí 254.
Sjóvátryggíngar,
símí 542.
Brauða- og kökugerðin
á Laugaveg 5.
Bestu og ljúffengustu brauðin
og kökurnar cruð þjer viss
um að fá, ef þjer komið á
Laugaveg 5.
Sími 873. Simi 873.
SPEGILLINN
Frammi fyrír Forsætis-iss-isss
„Kallað er í kóngsgarði enn“, sagði
ritstjórinn við mig í símanum í gær-
kvöldi. „Iivað er nú?“ spurði jeg.
„Forsætisráðherrann vill endilega, að
þú talir lílca við sig“. ,,Og hvenær á
jeg að gera það?“ „Ja, það er nú verk-
urinn. Hann sagðist engan tíma hafa
afgangs nema ef þú gætir fundið sig
upp í Stjórn, þegar kirkjuklukkan er 6,
í fyrramálið“. „Hver andskotinn! J’eld
það sje þá best að fara að sofa strax,
ef jeg á að geta skreiðst á lappir fyrir
þann tíma; góða nótt!“
Svo er ekki að orðlengja það, að
klukkan rúmlega 6 í morgun var jeg
kominn inn að sjálfu forsætinu.
„Seinn til slíks móts, lítill sveinn“,
sagði Tryggvi, „klukkan er 4 mínútur
yfir 7“. „Nei, ekki nema sex,“ svaraði
jeg. „Veit jeg það, en mín klukka er
farin að ganga átta. I>að er nefnilega
búmanns klukka og það ættu allar
klukkur að vera hjer á landi. Altaf
hafði jeg ]>að soleiðis þegar jeg var á
Hesti, eða „til Hest“, eins og dönsku
dagblöðin hjer í bæ mundu kalla það.
.... Og hjer er jeg búinn að púla í
meira en 3 tíma í morgun“. „Hvað er
þetta, þurfið þjer ekkert að sofa, mað-
ur guðs? .... og lifandi“, bætti jeg
við...... ,,Jeg sef aldrei nema tvo
tíma á sólarhring. Napoleon þurfti 5
tíma svefn, því ætti jeg að þurfa meira
en tveggja? Jeg skal segja yður ]>að,
Eyvindur, að það dugar andskotann
ekki að vera altaf sofandi, ef rnaður
ætlar að stjórna víðlendu konungsríki
og lOOOfalda sínar 2 merkur eða hálfa
kílógramm, „því margs þarf búið með,“
eins og stendur í Sturlungu".
,,.Teg held, að okkur Dagsbrúnar-
mönmim mundi þykja þetta stíft um
beðið,“ sagði jeg, „en sofið þið allir
svona lítið, ráðherrarnir?“
„Jónas sefur hálftíma lengur en jeg,
en ......... hann hugsar líka so ansi
mikið“.
„Já, vel á minst með hann Jónas;
er hann ekki ansvítans ári ráðríkur?"
„Jú,“ svaraði Tryggvi, „víst er hann
ráðríkur, það er að skilja, ríkur af ráð-
um, hefir ráð undir hverju rifi. Annars
segi jeg bara eins og stendur í Stur-
lungu, „að jeg skal aldrei leggja öfugt
orð til hans ódrukkinn“, og mun jeg
þar reynast „óljúgheitur" eins og alt-
af“.
„Hvert er nú síðasta stórvirkið, sem
þið hafið unnið; ykkur til ágætis, landi
og lýð til blessunar, en andskotanum
og íhaldinu til ergelsis?“ spurði jeg, og
stóð á öndinni af forvitni.
„Vitið þjer það ekki, Eyvindur? Það
skuluð þjer þó svei mjer fá að heyra.“
Og ráðherra ásjónan varð eins og sól-
skinsblettur í heiði, eða freyðandi
kampavínsglas.----------„Það er þetta
með „þá rauðu“, eins og þeir kalla
skrifstofuna hans Jónasar. — — —
Við erum sem sje búnir að korktrekkja
hana, .... og Morgunblaðið er alveg
snartvitlaust, út af því að íhaldið
skyldi aldrei hafa látið sjer hugkvæm-
ast þetta; .... því nú, loksins, sjer
„Dótið“, hvernig leyndarmálin hafa alt-
af lekið út úr Stjórnarráðinu. En ....
hann Jónas litli þekti nú alt sitt heima-
fólk .... því „hann köllum vjer fólk-
nárung", mundi Snorri hafa sagt, ....
og þar að auki hatar hann allar hvísl-
ingar eins og sjálfan rækallann, og vill
endilega mega tala fullum hálsi og „fyr-
ir opnum tjöldum“, eða að minsta kosti
korktjöldum".
„En kostar þetta ekki eitt heitasta
horngrýti?" spurðum vjer........ „Jeg
hjelt þó, að korkið væri ekki gefið í
þessari tappa-vandræða-tíð“.
„Nei, .... og það er nú einmitt það
sem íhaldinu gremst mest af öllu......
Við vorum nefnilega svo ansi út undir
okkur, að við notuðum tappana úr
flöskunum, sem hann Pjetur og hann
Felix tæmclu hjerna á dögunum.........
En nú erum við líka alveg vita-tappa-
lausir, fyrir bragðið, og getum ekki
korktrekkt mína skrifstofu, fyr en búið
er að taka tvö eða þrjú snrúttskin á
ný......þess vegna ætlum við nú að
framfylgja bannlögunum með alefli í
nokkrar vikur, til þess að eignast nægi-
lega mikið af korki handa Stjórnarráð-
inu .... „því korklaus stjórn er kraft-
Iaus“, mundi Þórður Kakali hafa sagt“.
„En ætli sparnaðarnefndin, með
Hannes í broddi fylkingar, leggi nú
ekki til, að ráðherrarnir verði bara
tveir, þegar hún sjer, að það á að
gilda öll þessi ósköp að korkhýða ykk-
ur?“
|Framh.'á bls. 96].