Spegillinn - 01.12.1927, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.12.1927, Blaðsíða 16
SPEGILLINN 108 = Til jólanna er best að kaupa = Cigarettur. Elephant, Commander, Capstan, Westminster. Philip Morris, Melachrino. Reyktóbak. Waverley Mixture, Capstan, Capstan pressað, Glasgow Mixture, Garrick, Richmond, Ocean, St. Brunos Flake, Dills Best. Vindla. Jón Sigurðsson, Bjarni frá Vogi, Carmen, Lioyd, Fantasia, Regai, Fiona, Advokat, Bridge, Ýrurac Bat, Excepcionales, Havanavindia, ýmsar teg. Smávindla. Fleur de Paris, Petitana, Boston, Danitas, Mignon, Perla. Munntóbak og Rjól frá Brödrene Braun, Chr. Augustinus, C. W. Obel. Sælgætisvörur. Mikið úrval af Konfektöskjum, Átsúkkulaði o. fl. Ofantaldar tegundir fást í heildsölu hjá TÓBAKSVERSLUN ÍSLANDS 18. dagur. Kl. 8 f. h. Einar M. Jónasson jarl yfir Vesturlandi og dómsmálaráð- herra drekka dús. Kl. 12 á h. »Loftur« sýnir íslandskvik- myndina nýju. Kaflinn um fuglalífið lítið eitt styttur. Kl. 4 e. h. Br. Pjetur Zophoníasson at- hugar spursmálíð: »Myglar Gamli Carlsberg við geymslu ?« Br. Felix vitnar, ef á annað borð þarf vitnanna við. Kl. 8 e. h. Risaleikur. Risi: Jón Þorlákss. 19. dagur. Kl, 8 f. h. Halldór Júlíusson sækonungur úr ísafjarðardjúpi heldur fyrir- lestur. Efni: »Hvernig fara menn lifandi til helvítis?« — Brot úr rjettarsögu 20. aldar- innar. Kl. 12 á h. Þ. J. J. gerir bæn sína. Öll trafík hjerlendis og erlendis stöðvast á meðan, — nema frjettastofa Jónasar. Kl. 4 e. h. 1000-ára kantatan dæmd ótæk af þar til gerðri nefnd, og síðan sungin (laglaust) undir stjórn músikdeildar Þingvalla- nefndar. Kl. 8 e. h. Stórt hundrað kýr úr Vest- firðingafjórðungi ganga fylktu liði á Þingvöll. Ljósta þær upp öskri ógrligu og heimta að fá Hannes aftur. Samþykt tafarlaust með þjóðaratkvæða- greiðslu að verða við beiðn- inni og er Hannes síðan af- hentur kúnum. Danslist. Því miður hafði jeg aldrei lært að dansa, en var hinsvegar skotinn í stúlku, sem sjaldan lætur sig vanta á dansleiki. Það er upphaf sögu þessarar. Jeg átti engan kost á að kynnast henni á annan hátt, svo að jeg herti upp hug- ann og skrifaði mig með skjálfandi hendi á ballista, ef ske kynni að lukkan fyrir einhver misgrip, yrði mjer hlið- holl, og ljeti mig ná tali af þeirri, sem hjarta mitt þráði. Kjól átti jeg engan, og hafði aldrei í slíkan galla komið, en kunningjar mínir, sem voru, eða þótt- ust vera — mjer veraldarvanari, sögðu, að öðruvísi uppdubbaður þyrfti jeg ekki að bera við að koma á slíka sam- komu. Eftir margar heimsóknir hjá Heródesi, Pílatusi og fleiri ámóta stór- höfðingjum, fjekk jeg samt kjól, sem var að öllu leyti fyrsta flokks, nema hvað hann var ískyggilega við vöxt, það getur stundum verið gott og prakt- iskt, en bara ekki hjer, því hjer var fyrst og fremst um að gera að vera hinn spengilegasti. Jeg dó þó ekki ráða- laus fremur en endranær, heldur gekk rakleitt inn í eina bestu veiðarfæra- verslun bæjarins og fjekk mjer þar færeyjaþeysu, sem fullyrt var við mig, að væri alveg príma, og hygg jeg, að það hafi hún líka verið „til síns brúks“. Er jeg nú hafði íklæðst henni og skyrtu þar utan yfir fylti jeg sæmilega út í kjólinn og tók mig „bara so vel“ út, að því er ein frænka mín sagði, sem [Framhald á bls. 110].

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.