Spegillinn - 01.12.1927, Blaðsíða 5
SPEGILLINN
R. Dagbók.
Frá Borðeyri símar lögfræðislegur ráðunautur og frjettaritari Speg-
ilsins: Sýslumaöur liefir fengið ioforð dómsniálaráðherra fyrir að liið
nýja ríkisfangelsi skuli reist á Borðeyrartanga. Tii bráðabirgða liefir
])egar verið smiðaður allstór skúr og í liann skotið nokkrum ílialds-
lireppstjórum til gæslu. Er talið vist að þeir muni fást til að játa ýmsar
yfirsjónir sinar og ilialdsstjórnarinnar þegar þeir eru búnir að vera ;
skúrnum vetrarlangt, verði þeir ekki dauðir áður. En þar eð skúrinn er
gluggalaus og ofnlaus og þeir sumir óhraustir má búast við hinu og
þessu í þá átt af þeim.
Frá Vestinannaeyjum símar lceknisfræðislegur frjettaritari vor
Heilsufar afar bágborið lijer nú. Nefkvef, hálskvef, garnakvef, hrjóst-
kvef, iungnakvef, magakvef, iðrakvef og margskonar annað kvef i
miklum vexti og viðgangi. Ljettasótt fer hríövaxandi og skæðir timbur-
menn i fjölda manns. Legst sá leiði kvilli einkuni þungt á unglinga og
templara og dugar helst ekkert við honum annað en concentratus. En
þar eð þetta ómissandi lyf er hjer löngu uppgengið deyja þeir unn-
vörpum, sem veikina liafa tekið, drottni sínum, og megna læknarnir
jafnvel lítið þeirra hörmulegu liðan áður að bæta. Af hinum tíðkanleg-
ustu sjúkdónnun er hinn venjulegi niðurgangur (katabasis vulgaris.) þó
i einna mestum uppgangi. Frá ]>vi er landlæknir síðast gaf skýrslu
sína, hefir hann aukist lijer um meira en 283 potta (náttpotta) á sólar
hring og horfir til almennra vandræða vegna þessa, því að frárensli
er hjer hvergi frá húsum og salerni viðast litil. Er sem óðast verið að
steypa safnþrór við þau hús, þar sem veikin hefir lagst þyngst á menn
En dugi það ekki verður Iandlæknir sóktur eða gripið til annara
örþrifaráða.
Ur Snæfellsnessýslu skrifar »merkur bóndi« til Spegilsins: Eins og
auglýst hefir verið, er hvorttveggja hjeraðslæknis- og dýralæknislaust
hjer nú. Kvarta bæði menn og skepnur sáran og þó enn ineira skepn-
urnar. Bregður kúnum illa við að fá nú ekki lengur sinn venjulega
spíritusskanit. Hafa þær elstu þeirra mist nyt þess vegna. Enda ekki
furða, þar sem þær voru orðnar jiessu eins vanar og tuggunni sinni-
Er hætt við að bændur uni illa sinum hag, því að þó þeir kunni um
skemri tíma að geta verið án resefta fyrir sjálfa sig, geta þeir ekki
verið án þeirra fyrir kýrnar eins og allir mega sjá og jafnvel sjera
Björn. Er liætt við að Framsókn aukist ekki fylgi hjer nema skjótlega
verði úr þessu brett og Steinsen ekki látinn einn uni að likna mönnum
og skeptium hjer í sýslu.
Frá Sauðárkróki simar umferðafrjettaritari Spegilsins: Jónas Krist-
jánsson læknir var í gær endurreistur i stúkunni »Eiiíföarblómið« nr. 33.
Mikil liátíðahöld samfara þessu. Sýslumaður hjelt aðalræðuna og gekk
sjálfur inn. Hann verður endurreistur í dag. Samúðarskeyti koma frá
Magnúsi Guðmundssyni fyrv. ráðherra og Jónasi Jónssyni bíndindis-
málaráðherra. Lyfjabúðin var lokuð frá morgni til kvölds í tilefni
dagsins.
ATHUGASEMD SPEGILSINS: Eftir ósk Frjettastofunnar hefir Speg-
illinn beðið br. æðstatemplar bjer um að gefa sanna og óhlutdræga
skýrslu um þenna þýðingarmikla viðburð. Þegar báðar þessar skýrslur
koma saman, væntir Spegillinn að geta dregið lygina frá hvorri fyrir
sig og birt endurskoðaðan sannleika i málinu. Þangað til þetta verður
eru lesendur vorir vinsamlega beðnir að leggja trúnað á sögusögn
frjettaritarans eins og hún væri sönn.
97
Frá stúdentafjelagsfundinum var oss símað: Fyrirlestur kenslu-
málaráðherra mjög fróðlegur. Fræddi liann stúdenta um, að til forna
hefðu verið tveir lærðir skólar á landinu, annar á Skálholti og hinn á
Hólum, og mintist auk þess margs fleira, er þeir máttu gagn af hafa..
Margir tóku til máls á eftir: Vilhj. Þ. Gislason gat þess að hann hefði
komið með tillögu um nýtt skólakerfi, jirentaða í Lögrjettu fyrir nokkr-
um árum. En Lögrjettu hafði hann gleymt heima, og þá vitanlega til-
lögunni lika. — Guðm. Hannesson sagði þá lifsreynslu sina stöðugt
styrkjast, að þvi minna sem menn lærðu, því mentaðri væru þeir. —
Haraldur Níelsson sagði. að fyrir guðfræðinemendur væri bráðnauðsyn-
legf, að þeir væru talandi og kynnu eitthvað að skrifa. — Guðm. Bárðar-
son sagði svo þrengt að skólanum með byggingum, að piltar gætiti
ekki lengur farið i boltaleik á blettinum, nema með þeirri áhættu að>
missa boltann ofan i grantar|)ott einhverrar nágrannakerlingarinnar. —
Mentamálaráðherrann sagði að forsætisráðherra væri ein af þeim fáit
sóleyjum, sem hefðu sprottið i Reykjavikurtúni. Tryggva, sem sjálfsagt
hefir minst þess frá búskaparárum sínum, að bændur telja sóleyjar ill-
gresi, setti rauðan og heiir sennilega talið þetta dálítið vafasaint
»kompliment«. — Sig. Eggerz sagðist ætla að bíða með að berjast við
Jónas ])angað til á þingi. — Arni Pálsson sagði ekkert. — Fundinum.
frestað til næsta fundar, og verður dagskráin þá kjarni málsins eða
málið sjálft. Þetta aðeins inngangur og þakkargjörð til mentamála-
ráðherra.
Frá utanrikisráðlierra Spegilsins er símað: Ferðafjelag íslands, eða
fjelag með einhverju þesskonar nafni var stofnað 27. nóv. s. 1. Er það.
hið virðulegasta fjelag og fer myndarlega á stað. Þegar það er komið.
vel á legg mun það ætla sjer að gera að lieiöursfjelögum þá: Adrian.
Molir, sem skrifað hefir bæði um ísland og íslendinga, Knud Berlin,.
sem skrifað hefir um islensk stjórnmál og svo Friðþjóf Nansen, sem.
skrifað hefir um islenskar fornhókmentir.
Tilkynning: Vegna þess aö ekki hefir verið pláss fyrir ljóðmæli íi
Jólablaði Spegilsins, hefir blaðið fengið Stefán frá Hvítadal til þess að
yrkja kvæðabók, kemur hún samhliða Speglinum á markaðinn og má.
eiginlega skoðast sem fylgirit blaðsins. Bókin heitir »Helsingjar«, eins.
og sjá má af mynd skáldsins hjer annarstaðar i blaðinu.
Frá krossgötuin er oss simað, að orðið hafi vart við lifsmark með.
»Harðjaxlsflokkiium« á fullveldisdaginn. Þykir slíkt undrum sæta á þeirri.
menningaröld, sem nú rikir lijer i álfu. »Morgunblaðið« hneykslað,.
»Vísir« reiður, en »Al])ýðabIaðið« ber af sjer.
Frá Patreksfirði liefir ess ekkert verið simað, sökum annrikis ái
simastöðinni þar.
Frá íþróttasambandi íslands er oss simað, að ríkisstjórnin munii
gera sitt til þess, að sundhöllin margumtalaða komist á stofn, áður en
hún (stjórnin en ekki sundhöllin) fer frá völdum. Stjórnina mun gruna
að henni muni ekki veita af að koma i vatn um það leyti, og er
spaklega til getið.
Ur Svinaskarði er oss simað, hinn 8. desember: Tunglmyrkvi sá,.
er stofnað var til hjer, að tilhlutun Morgunblaðsins, og átti að hefjast
kl. 3.54, gat því miður ekki liafist fyrr en mn 7-leytið, sökum annrikis-
tunglstjórnarinnar.
Frá Kaupinannaliöfn er oss símað: Hin almenna islenska listsýning
var opnuð i morgun ("’/is), að viðstöddu mörgu stórmenni. Á sýning-
unni eru sjerstök herhergi fj’rir Ásgrím, Jón Stefánsson, Spegilinn og
Matthias. (Til skýringar skal þess getið, að blað vort er eitt af lista-
verkum þeim, er gera eiga land voit frægt á sýningu þessari, en, að.
Matthias væri sendur i sama skyni, hafði oss aldrei dottið í hug).
Frá Stórstúku Spegilsins er oss simað: Útvegið oss sem fyrst umi
40 bujlur til aö kæra sprúttsala. Aðeins menn með flekkuðu mannorði
koma til greina. Greiðsla i peningum eða áfengi, eða hvorttveggja,.
eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar hjá oss. (Vjer láhim skilaboðin.
»ganga viðara«).