Spegillinn - 01.12.1927, Side 18
110
SPEGILLINN
THE INSTRUMENT 0F QUALITY
ono
CLEAR AS A 6ELL
grammófónar
eru óuiðjafncmlegir, bœði að yfra útliti
og||hljó mfegurð. Hýkomnir.
5ambanö ísl. samuinnufjelaga.
[Framhald frá Irls. 108|.
jeg kallaði til að dæma um minn ytra
mann. Jeg komst á ballið og löngun
míns hjarta var þar auðvitað mætt í
allri sinni dýrð og vel það. Dansinn
byrjaði, og jeg, sem var á lágu stigi í
fótamentinni, hjekk auðvitað úti í
horni, og horfði á hina og þessa dela
leggja handleggi sína utan um mitti
hennar, en rejðin sauð niðri í mjer.
Klukkan mun hafa verið um 11, þeg-
ar stór og fönguleg frú (ca. Vi tonn)
býður mjer upp. Jeg blikna og blána á
víxl og afsaka mig og segist ekkert
kunna, en hún krækir mig út á gólfið
og segir: „Þennan Sjaleston verðið þjer
].ó að dansa við mig“. Jeg út í þvög-
una, og hvað fi-am fór á gólfinu veit
jeg ekki ]jann dag í dag, hitt veit jeg,
að hitna tók mjer í þeirri færeysku.
„Þjer dansið jú glimrandi“, sagði frú-
in. „Hm“, sagði jeg til að segja eitt-
hvað. „Jeg tók fáeina danstíma í insti-
túti í Húll í fyrra, en er orðinn óvan-
ur aftur“. Ekki var frúin fyr búin að
sleppa mjer, en blómarós ein, rjettu
megin við þrítugt, bauð mjer upp með
bi-osi, sem jeg man, að sneri upp og
niður á andlitinu. Jeg afsakaði, að nú
gæti jeg ekki meira. „Æ, ].jer verðið
að dansa þennan Black Bottom við mig
— þjer dansið svo yndislega“. Jeg er
altaf hlýðinn, þegar fagrar konur eru
annarsvegar og streymdi af stað, þótt
aldrei hefði jeg heyrt dansinn nefndan
fyrr. Jeg gekk og vaggaði og varð, ].ótt
skömm sje frá að segja, stundum að
aka mjer, því mig var farið að klæja
þar sem sú færeyska kom við mig ber-
an, ofarlega á bakinu. Síðan settist jeg
niður og hrósar daman mjer með fleðu-
brosi fyrir ].að, hve vel jeg færi og
hve elegant jeg hreyfi mig. Ekki hafði
jeg lengi setið, þegar stjarna augna
minna kemur til mín og fer að tala
utan að ].ví, hve unaðslegt ].að sje í
Tango að hafa sólídan kropp til að
styðja sig við, og nokkuð er ].að, að jeg
dirfðist að kalsa ].að við hana, hvort
við ættum að reyna Tango næst. Fór
svo, að jeg dansaði alla dansana, sem
eftir voru, og skildi ekkert í, hve vel
]>að gekk, því sömu voru hreyfingarn-
ar hjá mjer hvað sem dansarnir voru
nefndir, nema hvað jeg bara akaði
mjer misjafnt eftir ].ví, hvar sú fær-
eyska hreldi mig í það skiftið. Míiv
elskaða virtist yera farin að taka eftir
mjer, og voru vonir mínar ].ví hinai-
bestu, þegar ballið hætti. Næsta dag
pantaði jeg mjer kjól, einn af þessum
340 kr., og hafði jeg ].ó sannarlega
ekki efni á því, en á næsta balli ætlaði
jeg að láta til skarar skríða, úr því að'
jeg kunni alla dansa. Úr ].essu varð.
mánuði seinna, og var mín heittelskaða.
tilvonandi þar og í fyrsta Onestep gekk
jeg rakleiðis til hennar, ].ar sem húiv
var að tala við einhvern skarf. Jeg;
hneigi mig eftir nýjustu tísku, en hún
segir: „Má jeg presentera kærastann
minn, nýkominn frá Hamborg". Þar
stóð jeg, eins og mjer meiri menn hafa
gert, ef þeir geta ekki annað. Afleið-
ingarnar urðu margar af vonbrigðun-
um, t. d. varð jeg vel fullur um kveldið,.
en dansana tók jeg svo fagurlega, að
allir klöppuðu, þegar jeg tók enskan
Reel sóló — nafnið hafði jeg auðvitað
aldrei heyrt fyrr, en mjer var sagt, að
dans minn hjeti svo. Sá eini ljósi'
punktur í þessu öllu er sá, að nú kann
jeg alla dansa, svo heita má, að döm-
urnar sláist um mig. Móberg.