Spegillinn - 01.12.1927, Page 6
98
S P E G IL L I N N
Piano,
Harmonium,
Fiðlur og fiðlubogar,
Cello,
Guitarar,
Harmonikur,
Munnhörpur,
Grannnófónar.
Orammófónplötur í miklu úrvali,
m. a. allar íslenskar plötur
og öll nýjustu danslög.
Nótur fyrir öll hljóðfæri og söng.
Katrín Viðar
Hljóðfæraverslun. Lækjarg. 2.
Sími 1815.
Conklin’s
lindarpennar
Og
blýantar
verða besta
j o I a gj o f i n .
Hafa 15 ára ágæta reynslu
hjer á landi.
Verslunin Björn Kristjánsson.
Hrafl.
Síðan síðasta blað vort kom út, hef-
ir oss borist til eyrna, að mönnum of-
bjóði kaup það, er þeir fengu bræð-
urnir, sem töldu upp áfengið í Stein-
inum, og hafi álasað stjórninni fyrir.
Vjer megum, sem kunnugt er, ekki
heyra hnjóðsyrði í stjórnarinnar garð,
án þess að rísa upp til handa og fóta,
svo sem stjórnarblaði sæmir, og leyf-
um oss að gefa þá skýringu, að hvar,
sem menn leita, er það altaf siður að
greiða hátt lcaup fyrir verk eins og
kamarsmokstur, böðulsstörf, flugu-
mensku og önnur verk, sem ilt er að
fá heiðarlega menn til að vinna. Von-
um vjer, að áðurgreindar raddir muni
fljótt þagna, að þessum rökum athug-
uðum.
Dómsmálaráðherrann ku óður og
uppvægur vilja leggja niður dýra-
læknana fyrir austan og vestan, sök-
um þess, að þeir sjeu óþarfir. Eins og
menn vita, er ráðherranum vel við
sveitamennina, og heldur í nöp við
Reykvíkinga sem slíka, og hefir því
gert hinum síðarnefndu þann grikk
að flytja annan óþarfagemlinginn til
Reykjavíkur, þar sem þó ekki er svo
mikið sem hundur til að lækna. En
kannske á hann að verða húslæknir
hjá þeim Tryggva?
Alþýðublaðið kallar það stórvirki,
er pelamálaráðherranum lánaðist að
finna fjóra Samvinnuskólakandidata
til að annast tollgæslu úti um land.
Þarna erum vjer alvarlega sammála
Hallbirni kollega: Jónas finnur fjóra
menn, læsa, skrifandi og reiknandi(?)
á Samvinnuskólanum, sem allir vita
hvernig er, en guð sjálfur gat forð-
um daga ekki fundið 10 menn rjett-
láta í heilli stórborg: Sódóma.
Eitt af endurbótatillögum Jónasar
er að stofna letigarð í hinu reisulega
sjúkrahúsi Eyrbekkinga. Á að fylla
það sprúttsölum og öðrum óbóta- og
trantaralýð, og til þess að alt sje „í
stíl“, á Haraldur Guðmundsson að
halda aðalræðuna, þegar stofnunin
verður vígð.
Atvinnumálaráðuneytið hefir ný-
lega gert ráðstafanir til þess að dönsk
egg og smjör verði framvegis keypt
frá Bretlandi. Er þetta gert til þess,
að verðið lækki, en sjerstaklega þó
til þess, að gin- og klaufaveiki-sýkl-
arnir slappist það mikið í breska lofts-
laginu, að þeir sjeu ekki eins bráð-
drepandi, er þeir koma hingað til
lands. Afleiðingar af banninu hafa
ekki frjetst aðrar en þær, að Ólafur
Hvanndal er genginn í Framsóknar-
flokkinn, og er það eitt nokkuð, þó
svo ekki verði öðrum árangri til að
dreifa.
W
Sýslumaðurinn á Patreksfirði er al-
gjörlega á móti því að fara frá em-
bætti og hefir sjálfur úrskurðað, að
hann fari hvergi. Vjer erum honum
alveg sammála um það, að það er illa
til fallið, að raska andlegu samræmi
jTirvaldanna á vesturkjálkanum.
„Heyrst hefir“, að dómsmálaráð-
herrann ætli að setja af stað náms-
skeið í drykkju ljettra vína, sem sje
kenna mönnum að drekka þau eins og
kaffi. Til þess að alt gangi sem eðli-
legast fyrir sig, verður vínið drukkið
úr kaffibollum og borðinu að öllu
leyti fyrir komið sem kaffiborði. Þó
kvað Jónas enn ekki hafa getað upp-
drifið neinar kjaftakellingar til að
gefa samkomunni hinn eðlilega blæ
(trúi því hver, sem vill!) og mun því,
heldur en ekki neitt, reyna að ann-
ast þennan þátt sjálfur, með tilstyrk
æfðra manna, er ráðuneytið útnefnir.
w
Almenn ánægja ríkir í Akureyrar-
skólanum yfir myndinni, sem Jónas
færði honum um leið og rjettindin. Þó
finst sumum undarlegt, að myndin
skyldi koma frá Jónasi en ekki frá
Tryggva, af því að hún er af bcmlu.
w
Altaf er Moggi eins. Nú ilskast hann
yfir ]>ví, að Jónas veitir samvinnu-