Spegillinn - 01.12.1927, Qupperneq 11
SPEGILLINN
103
Nýtt rífci.
Það er óefnilegt, og all-óskemti-
iegt tilhugsunarefni bestu mönnum
þessarar þjóðar, svo sem undirrituðum
og Guðmundi úr Grindavík.inni, svo
ekki sjeu fleiri nefndir, að upp á síð-
kastið virðist svo sem öll rjettvísi
landsins hafi komið niður á vestur-
kjálkanum einum. Einhver vill kann-
ske segja, að þetta sje ekki nema eðli-
legt, þar eð kjálki þessi sje farinn að
eiga allmikið inni hjá ríkinu, í þessu
tilliti, og má það náttúrlega satt vera.
Engu að síður telur þjóðrjettar- og
lögfræðingur Spegilsins það freklega
varhugavert, er nú á sjer stað: Allri
ríkislögreglu vorri — að frátöldum
Samvinnuskólasprúttþefurunum fjór-
um — svo og gjörvöllum herflota vor-
um hefir verið beint vestur á fjörðu,
en aðrir hlutar landsins — þar á með-
al höfuðborgin — eru forstöðulausir,
eða svo til. Eitthvað hljóta vorir kæru
Bolsar að vera slappir orðnir, er þeir
láta slíkt tækifæri til uppreistar ónot-
að. Annars gerir það hvorki til nje
frá: það yrði aldrei annað en kák hjá
þeim, hvort sem væri. En það er margt
annað og verra, sem fyrir gæti komið,
og það hefir knúð fram eftirfarandi
Avarp
til frúa og ungfrúa Reykjavíkur,
klipptra og óklipptra.
Það er sama, hvaða hártísku þjer að-
hyllist, þann hatt, sem hæíir einmitt
yöar hári, yfirlit, klæðnaði og útliti yfir-
leitt, fáið þjer hvergi smekklegri
nje betri en í
HATTABÚÐINNI
í Kolasundi.
Til jóla
10°/0 til 50°/0 afsláttur af öllum eldri
vörum.
Nýkomið: Siikislæður (50 teg.) frá 1,25,
silkinærföt Í25 teg.), silki og silkikrep-
tau (30 litir), silkigolftreyjur, upphluta-
silki (kr. 8,00 i upphlutinn), telpuhattar,
kven- og barnakjólar, o. fl. o. fl.
Verslun Kristínar Sigurðardóttur.
Sími 571. Laugaveg 20 A.
tillögu, eða spurningu, eða hvað mað-
ur á að kalla það: Hvernig væri að
láta vesturkjálkann, með Oddi, Ilall-
dóri, Hornbjargi, Hnífsdal og öllu
saman, róa sinn sjó og gerast sjálf-
stætt ríki, ef hann vill. Jeg skal fús-
lega játa, að nokkur eftirsjá er í
Hornbjargi, en við því verður ekki
gert, og hitt draslið er greinilega stór-
hagur að losna við. Skilnaðurinn ætti
ekki að kosta meira en meðal hjóna-
skilnaður. Skurð þyrfti auðvitað að
grafa milli ríkjanna, frá Gilsfirði til
Bitrufjarðar, en það er lítil vegalengd
og verkið yrði því ódýrt, ef klapp-
irnar reynast ekki því óbilgjarnari.
Treysti jeg Jónasi til þess að láta ekki
alt of mikla sjerfræðinga fjalla um
það, er reisi ríkjunum hurðarás um
öxl með alt of vitlausum útreikning-
um. Jeg skal ekki fjölyrða hjer meir
um málið, en vísa því hjer með til
stjórnarinnar — annarsstaðar verður
það ekki betur geymt.
Utanrikisskurðgrafari Spegilsins.