Spegillinn - 01.12.1927, Side 4

Spegillinn - 01.12.1927, Side 4
96 SPEGILLINN Ágætar Jólagfafír, t. d. kaffi-, súkkulaði-, þvotta- og vín- stell — ávaxtaskálar — kökudiskar — bollapör með áletrun — brúður, bilar og allsk. barnaleikföng, — spilapeningar o. fl. Gjörið svo vel og lítið inn í Bankastræti 11. K. Eínarsson & Björnsson. mmm^mmmmmmmmmmm Þvotta- vindur, margar tegundir nýkomnar. Verðið lækkað. Járnvortídeíld Jes Zímsen. mmxemxmmmmmmmmmmm w Odýrast: Steamkol, Ofnkol, Koks. G. Krístfánsson, Hafnarstræti 17. Símnefni „Brokers". Sími 807. MKKKKKMMMHKMKMMH [Framh. frá bls. 94]. „Kemur ekki til nokkurra mála,“ ansaði hans excellenci. „Það ætti miklu fremur að fjölga ráðherrunum upp í þrisvar sinnum þrjá, því eins og Ólaf- ur sálugi pái sagði: „Að því fleiri gáf- aðra manna ráð sem saman koma í eitt, því klókari verða þau“.“ „Satt er orðið,“ svaraði jeg, „en ann- ars minnir mig, að þjer kenduð mjer þessa setningu dálítið öðruvísi, þegar jeg gekk til spurninganna hjá yður uppi í Borgarfirði". — Hans hágöfgi hafði nefnilega fermt mig einu sinni á duggarabandsárum sínum, og ber mjer að minnast þess með þakklæti, því það hefðu ekki allir prestar leikið eftir honum). „Já, það getur vel verið, Eyvi minn, en þá var jeg bara simpill sveitaprest- ur. Nú er jeg orðinn æðsti prestur .... hm......landsins, og vei’ð að líta öðru- vísi á hlutina en jeg gerði, meðan jeg var saklaus sveitapoki; eins og við kölluðum klerkdóminn á skólaárum mínum“. Mjer fanst nú, að jeg gæti ekki for- svarað það að tefja ráðherrann lengur, því jeg væri eiginlega að sóa verðmæt- um þjóðarinnar, með því að halda hon- um uppi á snakki einni mínútu lengur. Svo jeg stóð upp og sagði: „Jeg segi nú eins og stendur í Sturlungu: „Innan lítils tíma munuð þjer aftur sjá mig“.“ „Nei, Eyvindur," sagði hans hágöfgi, „þetta stendur þó andskotann ekki í Sturlungu, að minsta kosti ekki í þeirri útgáfu, sem jeg á af henni“. „Nú-ú-ú, hvar stendur það þá?“ Forsætisráðherrann klóraði sjer í höfðinu um stund, og sagði síðan: „Því er jeg nú bara búinn að gleyma........ Euvindur. Leikhúsið. Sjerhver Gleiðgosinn, leikur í 5 þáttum um líf og dauða ríks manns, eftir Hugo v. Hoff- mannsthal, Curt Kraatz og Arthur Hoffmann. Leikfjelag Reykjavíkur hefir unnið það þarfaverk ofan á mörg önnur, að sýna oss hvernig í raun og veru fer fyrir þessum gemlingum, sem gera sjer leik að því að snuða náungann og safna sjer rangfengnum auði. Það er best að segja það strax, kollegum þeirra hjerlendum til uppörfunar, að þeir fara vafningalaust til helvítis, öllum sann- kristilega þenkjandi mönnnum, að Ást- valdi meðtöldum, til óblandinnar á- nægju — og andskotanum líka, svo und- arlegt sem það kann að virðast, að þeirra interessur geti farið saman. Leikritið fjallar um einn peyja, sem kemur ber- fættur til borgarinnar, en græðist þar skjótt fje með iðjusemi, reglusemi og sparsemi, eins og það heitir í æfisögum merkra manna, það er á íslensku, hann snuðar og stelur þar, sem hann getur, og níðist á ekkjum og munaðarlausum o. s. frv. öðru hvoru er hann að plástra samviskuna með því að gefa ýmsar þjóðþrifabyggingar og þessháttar drasl, og fær náttúrlega krossa fyrir, eins og maður þekkir hjer. Samt kemur nú babb í bátinn, er hann ætlar að bjóða sig fram til þings, því Hallbirni líkar ekki allskostar uppgangur hans og etur á móti honum hans eigin tengdasyni, með þeim árangri að karl dumpar með stórum glans. Þegar svo er komið fyr- ir mannskepnunni, er Har. Á. Sigurðs- son, sem hingað til hefir leikið hlut- verkið, búinn að fá nóg af svo góðu og segir pass. Við því hafði Leikfjelag- ið auðsjáanlega búist, og hafði því fengið Adam fálkariddara Poulsen til þess að yfirgefa öll sín margbrotnu störf í Kaupmannahöfn og bera það, sem eftir var hlassins í land. Gerði hann það bæði fljótt og vel, því hann kláraði það með glans á 5 kvöldum, sem honum höfðu verið ætluð 10 til, og sýnir því með tölum, sem tala, að hann er tveggja manna maki. Er það góð lexía fyrir þá, sem um það kunna að hafa efast áður. Aðrir leikendur voru ekki nefndir á prógramminu, en þó getum vjer ekki stilt oss um að ljósta því upp — sennilega í allra ó- þökk — að Stefán Runólfsson ljek Raymond Poincaré af mikilli snild. Ljet honum snildarlega að sýna esprit, verve og aplomb stjórnmálaskúmsins, og er- um vjer sannfærðir um, að Hræmund- ur gamli hefði orðið frá sjer af hrifn- ingu ef hann hefði mátt sjá þar sjálfan sig í spegli. J. B. Spegtlsins.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.