Spegillinn - 01.12.1927, Blaðsíða 15
SPKÖILLINN
10/
íhalðsmenn hnjóta helst um ']ónas.
(Sjá morgunblaðið eftir Btjómarskiftin).
Rthafnaskrá
fyrir hátíöahölðin á t?inguelli á lOOO ára
afmceli Rlþingis, áriö 1930.
(Frh.)
16. dagur.
Kl. 8 f. h. Jón bakari Baldvinsson les
upp samúðar-póstávísun frá
dðnskum jafnaðarmönnum.
Kl. 12 á h. Tryggvi Þórhallsson og frk.
Ingibjörg H. Bjarnason dansa
Banan-Slide á Lögbergi.
Kl. 4 e. h. Presta-at. Ofsækjendur Krists,
sr. Guðmundur á Þingvöllum
og sr. Hálfdan á Mosfelli leiða
saman hesta sína.
Kl. 8 e. h. Almennur sóknanefndafundur
fyrir Norðurlönd settur með
kaffisamsæti í Hrafnagjá.
17. dagur.
Kl. 8 f. h. Sparnaðarnefndin skírð í
Drekkingarhyl og nefnd Ríkis-
gjaldanefnd. Nafnið valið með
tilliti iil þess, að árangurinn
af starfi hennar hefir aðallega
orðið útgjöld fyrir ríkið.
Kl. 12 á h. Jónas Jónsson fyrv. dómsmála-
ráðherra heldur ræðu og legg-
ur út af efninu: »Hvers virði
er borgaraleg æra?« Fyrver-
andi sýslumaður Sig. Þórðar-
son stjórnar væntanlegu lófa-
klappi.
Kl. 4 e. h. Br. Felix Guðmundsson flytur
erindi um fornmenjafundinn í
Steininum árið 1927 og sýnir
skuggamyndir.
Kl. 8 e. h. Sigurður Nordal heldur fyrír-
lestur. Efni: Næsta 1000-ára
hátið.
wwwwwwww
Gin- og klaufaveiki er skaðleg
mönnum og skepnum, og því stór-
hætta, að kaupa ýmsan varning
frá útlöndum.
En enginn þarf að óttast að
kaupa hinar ágæta gall-, síífar-,
plett- og krístalsvörar hjá
Gleymið ekki trúlofunarhringiimim.
wwwwwwww