Spegillinn - 01.03.1968, Page 5
5
SPEGILLINN
OG RÉTTVÍSIN....
væl löggusírenunnar yfirgnæfir all-
an hávaðann og það passar, þarna
er löggan á eftir þeim. Þeir beygja
fyrir næsta horn og ætla að hleypa
löggunni framhjá, en löggan beygir
líka, og jeppinn fretar og prumpar
og sírenan vælir, og löggurnar
steyta hnefa út um opna glugga
gljákarsins.
Erum við alltaf fyrir þeim, hugsa
fimm ungir bifvélavirkjar, það er
bezt að stoppa og hleypa þeim
fram hjá. En ekki eru þeir fyrr
stoppaðir á kantinum en löggu-
skarinn æðir út úr gljákarinu og
kemur æðandi að þeim. Kannski
höfum við farið yfir hraðamörkin
hugsa bifvélavirkjarnir. Foringi
löggunnar öskrar: Af öllu Ijótu sem
Fundinum hefur verið sýnt er þetta
prump í ykkur dónalegast. Hvaða
helvítis fundi, spyrja fimm ungir
bifvélavirkjar. Nú, þeir bölva Fund-
inum. Þetta skal koma fyrir Brúsa
Mannló, segir foringinn. ÚT ÚR
DRUSLUNNI syngur lögreglukór-
inn og Guðmundur slæmir annarri
hendinni inn í drusluna og kemur
með tvo skítuga ásamt dyrakarm-
inum. Síðan slæmir Guðmundur
hinni hendinni, þeirri sem hann
ætlar að vinna heimsmetið með og
kemur út með þrjá skítuga. Þegar
komið er inn í strórgripaflutninga-
vagn lögreglunnar segja strákarn-
ir í einum kór: Við höfum ekkert
gert. Við höfum ekkert gert. Jájá,
við þekkjum svona kommabrand-
ara segir löggan, glottir af þvi
dólgarnir eru á valdi hennar og
strýkur þeim um vanga með kylf-
unum (laust). Er ekki að orðlengja
það að þegar inn kemur í Síðumúla
er það á allra vitorði að nú hefur
röskra-drengja-sveit tekizt að
handsama hættulegustu menn
dagsins. En þegar fimm ungir bif-
vélavirkjar eru komnir bak við lás
og slá fara þeir að gráta og segja:
Hvað ætli Rasmus segi og við sem
áttum að hafá bílinn kláran klukk-
an 3. Og hvað ætii mamma segi ef
ég kem ekki í kvöldmatinn, hún
heldur náttúrlega að ég hafi lent
íðí með þér. Fyrst hélt varðstjórinn
að þeir væru að leika og var það
vorkunnarmál því samkvæmt
skýrslu njósnarlöggunnar höfðu
ekki færri en 27 leikarar tekið þátt
í Keflavíkurgöngunni daginn áður.
En þá kemur Rasmus verkstjóri.
Hann varð að sanna með ættartölu
sinni og aðstoð stórstúkunnar að
hann væri ekki sprauta, heldur
einn gegn og góður borgari og þá
er farið að rannsaka mál bifvéla-
virkjanna. Sú rannsókn stóð sam-
fleytt 17 stundir (þar af 9 yfirvinnu-
stundir). Tókst loks að sanna með
atfylgi vinnufélaga, ættingja og
sóknarprests að þessir piltar hefðu
aldrei verið við pólitík kenndir,
hvað þá ofbeldisverk, og þegar
þeir höfðu svarið við helga bók að
þeir myndu í framtíðinni heldur
ekki láta slíkt henda sig þá voru
þeir sektaðir um 250 krónur fyrir
of hraðan akstur í návist Háskól-
ans, sem Rasmus borgaði skilvís-
lega. Síðan var þeim sleppt laus-
um.
(Jeppinn hefur nú verið settur á
safn lögreglunnar til minningar um
djarflega og vel heppnaða aðgerð
á N-degi, enda þótt vitlausir menn
hafi verið í bílnum).
— Um forsetakjörið?
— Æ, fjárakornið ég segi,
en forseta vorum, fána
og fulltrúum Nato
höfuð mitt hneigi
sem hinir.
Jú, — á þeim kosningadegi
urðu þeir Gunnar og Bjarni
allgóðir vinir.
Fuglinn.