Spegillinn - 01.03.1968, Síða 9
SPEGILLINN
9
VERÐUR „SMÁRAKVARTETT-
ÍNN" ALLSRÁÐANDI í ÍSLENZK-
UM ÞJÓÐ- OG STJÓRNMÁLUM,
ER STUNDIR LÍÐA FRAM?
Vieima i sófanum. En eftir þetta er
mér illmögulegt að greina fram-
vinduna i samhengi, bara glimt hér
og þar, en afleiðingarnar verða
geigvænlegar. Ég er ekki viss um
hver verður forsætisráðherra, en
glöggt má sjá að Ragnar verður
menntamálaráðherra. Og svo byrj-
ar ballið. Hraðfrystihúsin verða
þjóðnýtt. Bílar verða skammtaðir
svo hámarkið verði tveir á fjöl-
skyldu. Utanríkisverzlunin verður
sett undir SÍS. Rósinkrans verður
bannað að filma Njálu en skipað
að gera ballett úr Tómasi Jóns-
syni metsölubók, með Gunnari
Benediktssyni í aðalhlutv. Varnar-
liðinu verður sagt upp. Hallgríms-
kirkja gerð að skýli fyrir úti-
gangshross að vetrinum, en bóka-
markaði að sumrinu. Benedikt
Gröndal verður alls ekki utanríkis-
málaráðherra, gott ef hann kemst
í útvarpsráð. (Guð hjálpi þjóð
minni). Sjónvarpið verður sett
undir Bandalag ísl. listamanna
enda verða listamannalaun færð
til samræmis við laun lækna.
Reynt verður að tjasla upp á hina
gömlu úreltu atvinnuvegi útveg og
iandbúnað, enda sé ég ekki betur
en Lúðvík verði 16. ráðherrann og
verður eftir það kallaður Lúðvík
sextándi. Kennarar verða settir í
sama launaflokk og þýðendur
sjónvarpsins. Áiagning apóteka
verður takmörkuð Tekið verður
upp ægistrangt verðlagseftirlit á
öllum vörum nema smjörlíki. LÍÚ
verður svift verkfallsrétti og rík-
isstarfsmönnum verður fenginn
hann í staðinn. Bönkum verður
fækkað um helming og restin
verður sett undir eftirlit Al-
þýðusambandsins. Straumsvík
verður tekin eignarnámi og rek-
in fyrir Sinfóníuhljómsveitina.
Stærð einbýlishúsa verður tak-
mörkuð við 460 fermetra ....
Þannig rekur hver hörmungin
aðra þar til sjálfur forsetinn biður
um hjálp Natós, enda verður það
orðið miklu meira menningarfélag
en það er nú og verða þá lands-
menn allshugar fegnir að við
skyldum þó bera gæfu til þess að
vera enn limur þess.
Og mun þá vonum fyrr kjarn-
fóður úr kali spretta.