Spegillinn - 01.03.1968, Page 10

Spegillinn - 01.03.1968, Page 10
10 SPEGILLINN Ættjaröaróöur (Ætlunin var að láta kvæðið í verðlaunasamkeppni háskólastúdenta vegna fimmtugsafmælis frjáls og fullvalda Íslands, en skilafrestur var útrunninn, þegar kvæðinu lauk). Eitt er landið ægilegt úti í grænu hafi, frjálsum þjóðum þægilegt, það er enginn vafi, bæði langt og breitt og hátt, bratt og ögrum skorið, fólkið þar er feitt og kátt, frjálst í heiminn borið. Áður voru átök við ís og frost og snjóa, þjóðin engan þekkti frið, þaut í holti tófa. Vonlaust fólk á vondum skóim velti sér í fleti, breiddi ull og barðj lóm barmafullt af leti. Þá var ekkert útvarp til, enginn hafði síma, þjóðin lítinn þáði yl, þaut í holti gríma, ekkert skip og enginn bíll, engin þota heldur, dó út geirfugl, dróst upp fýll, dó í hlóðum eldur. Ávallt Iét þó eins og nú ofan í sínar kistur þjóðin sanna þökk og trú, þaut í holti Kristur, hvort sem eldgos yfir gekk eða hafísfjandi árum saman illur hékk úti fyrir landi.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.