Spegillinn - 01.03.1968, Síða 21

Spegillinn - 01.03.1968, Síða 21
SPEGILLINN 21 Orðsending til spáþega frá Álfi: Þessi himintunglaspádómur er ekki eins ítarlegur og hinír fyrri, þótt óhætt sé að treysta honum. Það stafar af því að vísdómur þessi var iðkaður við vægast sagt ömur- legar aðstæður. Þeir er báru gæfu til að ígrunda spána fyrir síðastlið- inn mánuð munu sjá að þessi spá- dómur nálgast afrek með tilliti til þess að ég sjálfur (Álfur) er fædd- ur undir nautsmerkinu og lifi al- gerlega eftir vizku minni sjálfur. Með ógnþrunginni virðingu, Álfur. * HRÚTURINN: Þú skalt ekki skammast þín fyrir að hafa gengið í Keflavíkurgöng- unni. Þú getur bætt fyrir það með því að safna liði og ganga í önd- verða átt í næstu göngu. Losaðu þig sem fyrst við rauðu málning- una. NAUTIÐ: Vertu hnarreistur og haltu þig við rembinginn. Hafðu engar á- hyggjur, sifjaspell eru ekki svo slæm svo framarlega sem verkn- aðurinn kjaftar ekki frá sér sjálfur. # TVÍBURARNIR: Svik og undirferli þarfnast ó- venju mikiilar aðgæzlu þennan mánuð. Ógæfa annarra gæti snúizt fyrir fullt og allt þér í hag. Lestu Basil fursta undir svefn. STEINGEITIN: Þú ert á skakkri hillu í lífinu. Þú hefur enga hæfileika til að vera þjófur. Það sannaðist bezt á því að þú skyldir láta nappa þig. Mundu að stuldur er beztur með forsjá. * VATNSBERINN: Fyrst skaltu snúa þér að trúmál- um, síðan prestinum og loks söfn- uðinum. Fylltu síðan allan hópinn. Kastaðu þér þar næst í höfnina og þínir nánustu munu verða þér þakklátir. * FISKARNIR: Mjög góður mánuður framund- an. Fylliri, hórdómur og hverskyns slark er efst á baugi. Sláttu- mennska og smáprettir gefast með ágætum. Ástæðulaust að óttast nokkuð sem heitir vinna. KRABBINN: „Varastu þegar vits færð gætt, vonds til brúka hendur", sagði skáldið. Hefðir þú athugað þetta í tíma sætirðu ekki inni núna. * LJÓNIÐ: Haltu stillingu þinni því að þeir sem eru að blanda sér i málefni þér viðkomandi eru of heimskir til að komast að hinu sanna. Það er hættulaust að ganga I hreinum nærfötum. * MEYJAN: Sumir hirða rósirnar meðan aðr- ir halda eftir þyrnunum. Maki ná- granna þíns neitar ekki ástleitni þinni vegna skírlífis, heldur er sam- keppnin of hörð fyrir þig. Þú skilur þetta ef þú lítur í spegil. * VOGIN Þú skalt vinna sem mest einn, en ef þú neyðist til samvinnu við aðra, ættir þú að leyna starfsað- ferðum þínum. Láttu ekki vinstri hendina vita hverju sú hægri stel- ur. SPORÐDREKINN: Taktu drjúgan þátt í kirkjusókn og velferðarmálum þennan mán- uð. Það gæti villt á þér heimildir. Kynntu þér hugarfar þinna nánustu og féflettu þá eftir því. BOGMAÐURINN: Taktu fjölskyldu þína með ef þú ferð eitthvað á kreik — og týntíu henni. Bjóddu síðan viðhaldi þínu heim og þér mun vel farnast.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.