Spegillinn - 01.03.1968, Side 23
SPEGILLINN
23
Mikið askoti var það annars gott
hjá strákunum í LÍÚ að stræka
bara á að senda koppana á síld,
fyrr en þeir væru búnir að fá styrk-
ina sína. Nú eru allir búnir að fá
verkfallsrétt nema ráðherrarnir:
Sjómenn stræka á útgerðina og út-
gerðin á ríkisstjórnina og Svein
Ben. Auðvitað vita menn að Sveinn
getur ekki rekið verksmiðjurnar
fyrir vasapeningang sína og hann
verður líka að fá sína styrki. En
skítt með það, hann hefur þó altént
góða menn með sér, bæði í rík-
isstjórninni og bönkunum.
Ég veit að Jónas Haralz stendur
með okkur sjómönnunum, þó hann
verði stundum að látast vera með
hinum. Efnahagsformúlurnar eru
okkur bara óhagstæðar í ár. —
Svo er ekki að furða þótt menn
séu tregir í splæsið; þegar þeir
standa í því að reikna út formúluna
fyrir stöðugleika þjóðarskútunnar.
i— Það er erfitt reikningsdæmi í
landi offitunnar.
Nú er Eggert búinn að múra upp
I þennan 220 miljón króna leka,
sem var á bátaflotanum síðasta
árið og karlarnir mega pilla sig
austur. Það var svo sem tími til
kominn, að senda lýðinn út í ball-
arhaf áður en þeir skandalísera
Kokkurinn
meira — eins og þeir gerðu á
bykkjumótinu á Þingvöllum. —
Sumir menn mega bara ekki koma
suður fyrir Svalbarða, án þess að
gera eitthvert breik.
Annars er ég að spæla egg í
strákana áður en við komum inn
til Klakksvíkur í Færeyjum. Þeir
segja að þar sé einn á hverjar
fjórar.
Ég sé ekki neina glóru í því fyrir
sjómenn að vera að kvarta þótt
þeir sjái ekki land mánuðum sam-
an. Nú er komin fljótandi söltun-
arstöð á miðin og lífið á þeirri stöð
gefur ekkert eftir braggalífinu í
landi. — Þeir skjótast bara á spítt-
bátunum á milli strákarnir í róleg-
heitunum um miðjan daginn og
sippa sér þar um borð til þeirra
akureyrsku. — Náttúrlega fyndist
mér að Sjávarútvegsmálaráðu-
neytið ætti að sjá til þess að senda
almenninlegt birgðaskip á miðin,
sem og þeir eru að tala um og þar
ætti að vera bar um borð, fyrst að
þetta er utan landhelgi ætti að
mega hafa hann opinn. Á Seyðis-
firði loka þeir hvort eð er ríkinu um
leið og sézt í fyrsta siglutoppinn
inn fjörðinn. Svo veitir ríkisstjórn-
inni ekki af aurum í kassann til
þess að dekka íslendinga og hafið.
Þetta ætti Eggert að athuga.
Nú er Jakob kominn á miðin til
þess að spá í hana og ég hef ekki
trú á öðru en hún lyfti sér, bölvuð.
— Jakob töfrar hana upp úr djúp-
inu, eins og flautuleikari lokkar
slöngu, enda er hann' alinn fyrir
austan og lokkaði síldina þangað
um leið og hann óx úr grasi.
Það gat ekki verið löglegt að
þeir fóru að veiða fisk fyrir nórðan.
Mér finnst alveg rétt hjá ráðurieyt-
inu að stoppa þetta af með reglu-
gerð, og reka þá í land, ekki sízt
Þingeyingana. — Jón Jónsson er
búinn að horfast í augu við þorsk-
inn fyrir norðan fast og lengi (í sjö
daga og sjö nætur) og finnst hann
ekkert árennilegur. Þar með punkt-
ur og basta. Það er eins og ég
segi. Það kunna engir að veiða i
iandhelgi nema Vestmannaeying-
ar.
Ég ætla að steikja læri í strák-
ana á meðan þeir eru að gera klárt,
hafði með mér fáeina dilka af kala-
svæðinu ....
I hafi — 7. 7.
Kokksi.
I