Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 9
Hinn 1. desember 1918 var fullveldi íslands viðurkennt. Þess vegna er sá dagur hátíöis- dagur allrar þjóðarinnar. Hann minnir hana á þá sjö alda baráttu, sem hún háði fyrir sjálf- stæði sínu, og þá sigra, sem unnizt hafa. Lokasigurinn í baráttunni fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði gagnvart Dönum náðist með Lýðveldisstofnuninni 19UU. Þriitt fyrir þessa niiklu sigra er sjálfstæðisbaráttu landsmanna ekki lokið, því að barátta smáþjóðar fyrir stjórnarfarslegu, efnahagslegu og menningarlegu sjálfstæði er ævarandi. Hinu langþráða frelsi verður ekki viðhaldið, nema landsmenn standi sameinaðir á rétti sín- um í viðskiptum við aðrar þjóðir og jafnframt, að stéttir þjóðfélagsins sýni hver annarri fullan skilning og sanngirni í þeim deilumálum, sem innanlands rísa. Vegna þéirrar ólgu, sem nú ríkir í heiminum, og nánari tengsla Islands við umheiminn eru íslenzk þjóðareinlcenni og menningarverðmæti í hættu. Ber því nauðsyn til að leggja ríka áherzlu á verndun þjóðlegra verðmæta. Stúdentaráð bendir m. a. á nauðsyn þess, að íslenzkukennslunni í skólum landsins verði komið í lífrænna og raunhæfara horf en nú er og auka beri að mun fræðslu til handa æsk- unni um sögu þjóðarinnar og bókmenntir. Jafnframt heitir ráðið á foreldra og kennara að glæða á allan hátt áhuga og virðingu barna og unglinga á íslenzkum menningararfi. Stúdentaráð telur ástæðu til að hafa í huga þær hættur, sem stafað geta af langvarandi dvöl erlends herliðs i landinu. Um leið og Stúdentaráð vítir harðlega framlcomu þeirra manna, sem gera vilja mál þetta að pólitísku æsingamáli og torvelda á þann veg eðlilega lausn þess, telur það, að koma beri i veg fymr allar ónauðsynlegar ferðir herliðsins utan stöðva Sinna og umferð fslendinga um stöðvar þeirra. Hins vegar vill ráðið leggja sérstalca áherzlu á nauðsyn þess, að fslendingar gæti sóma síns og virðingar þjóðar sinnar í þeim samskiptum við varnarliðið, sem óhjá- kvæmileg kunna að vera vegna framkvæmdar varnarsamningsins. STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLA ISLANDS.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.