Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 29

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 29
STÚDENTABLAÐ 21 Edouard Schydlowsky, sendikennari: Francois Mauriac og hlutverk rithöfundarins í rás viðburðanna „Rithöfundurinn á að þjóna sannleikanum og skynseminni. Til þess nægir honum ekki hugsunin ein og reynslan. Hann er sem næmt viðtökutæki. Hann heyrir hin minnstu hljóð í þögninni, hann greinir í myrkrinu það, sem öðrum er hulið. Vilji hann hvorki heyra né sjá, verður hann að troða rækilegar upp í eyr- un, byrgja betur augun en aðrir. Hugleysi hans og sekt eru þá meiri. En leggi hann hins vegar hlustirnar við, hvessi hann augun, þá leikur hann hlutverk sitt sem vera ber. Þetta er allt og sumt.“ Þannig skírgreindi Claude Aveline árið 1939 hlutverk rithöfundarins í rás viðburð- anna. Það leikur enginn vafi á því, að Francois Mauriac hefur tileinkað sér þessa skírgreiningu Aveline, þótt skiptar kunni að vera skoðanir þeirra um önnur mál. Mauriac hefði einnig getað tekið sér sem einkunnarorð þessi ummæli Anatole France: „Hugleysið er aldrei skynsamleg afstaða." Bókmenntaverð- laun Nobels, sem veita skal þeim rithöfundi, er hæst hefur náð í list sinni, hafa því að þessu sinni verið veitt rithöfundi, sem er virkur þátttakandi í stjórnmálum og trúmál- um. Ritverk Mauriac sýna, að hann hefur frá upphafi hallazt að trúmálum og sótt yrkisefni í þau. Sem katólskur rithöfundur og jafn- framt sálfræðingur er hann í dag ásamt Bernanos, Claudel, Julien Green, Maritain, Madaule og Henri Bosco fulltrúi hins volduga straums bókmennta trúarlegs eðlis. er allt frá miðöldum hefur hrifið með sér fjölda franskra rithöfunda. Sem katólskur trúmaður hefur Mauriac átt í sama sálarstríði og „Pascal og systir hans Jacqueline" og „Racine“, enda hefur hann lýst lífi þeirra af nærfærni og bróðurlegri hlýju í samnefnd- um verkum. Þótt víða bregði við ferskum og tærum skáldskap í hinum glöggu lýsingum Mauriac á trúarlífi og persónur hans hrærist í sérkennilegu, eins og kæfandi andrúmslofti, þá getur hann ekki staðizt samanburð við Claudel. hvað snertir frumleik, andagift, ris- mikið yrkisefni og einlæga trú. Claudel er að margra áliti mesta katólska skáld aldarinnar, en hann nýtur ekki eins mikilla vinsælda og Mauriac, sem jafnframt því að vera rithöf- undur lætur til sín taka á opinberum vett- vangi og er orðinn víðkunnur fyrir dagblaða- skrif sín. Hin háleita hugsjón kristninnar um misk- unnsama en kröfuharða trú veldur stormum í hug Mauriac. Hann getur veitt iðrandi synd- ara fulla fyrirgefningu, en einnig lostið þung- lega þann, er hlýðir ekki kalli sannleikans. Sannleikurinn er í hans augum það, sem kennisetningar katólsku kirkjunnar prédika: kærleikur, meðaumkun með lítilmagnanum, langlundargeð; glöggur skilningur á því, sem aflaga fer í þjóðfélaginu og óréttlæti þess, vilji til að bæta sem bezt má verða þann heim, er guð hefur skapað, en jafnframt vissa um, að sæluríkið geti ekki verið af þessum heimi; viðleitni til að milda harðan, efnishyggjandi heim, svo að menn geti rólegir beðið í voninni um hina eilífu sælu. Með þessum leiðarljósum greinir Mauriac „í myrkrinu það, sem öðrum er hulið“. Hann fellst algerlega á forsendur trúarinnar og berst í þeirra nafni. Eins og á tímum trúarbragðastyrjaldanna skiptist heimurinn í dag milli fulltrúa sannleikans og villunnar. Mauriac, arftaki Ronsard og Bossuet. berst gegn villunni, ekki í nafni sannleika, er mennirnir hafa fundið, heldur í nafni guðs, því að hann finnur að ríki hans er í hættu. Mauriac hefur af meira hugrekki og staðfestu en ílestir aðrir tekið sér stöðu í broddi þeirrar fylkingar, er tekið hefur að

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.