Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 33

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 33
STÚDENTABLAÐ 25 o. fremur takmarkaður mælikvarði á ástundun manna. III. Gert virtist ráð fyrir, að ástundun í fimleikum eigi að hafa áhrif á embættispróf manna. Er það eins og allir sjá fráleitara en svo, að orðum verði að eytit. IV. Háskólastúdentar telja, að frjáls tímasókn geti og orðið prófessorum og öðrum kennurum nokkurt aðhald, þannig að þeir geri fyrirlestra sina svo úr garði, að menn sækist eftir að hlýða á þá. V. Hætt er við, að mjög verði reynt að sviðganga reglur þær, sem um þetta verða settar. Réttlát fram- kvæmd þeirra verður sennilega ókleif með öllu. Laga- setning, sem sæta mun slíkum örlögum, er jafnan varhugaverð. Málið var tekið fyrir í neðri deild kl. 1.30. Voru há- skólaborgarar fjölmennir á þingi, svo að áheyrenda- pallar urðu þéttskipaðir. Urðu umræður nokkrar, og mæltu þeir Björn Ólafsson, menntamálaráðherra, og Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, með frumvarpinu, en Magnús Jónsson frá Mel og Einar Olgeirsson gegn þvi. Áheyrendur hentu nokkurt gaman af „röksemdafærsl- um“ menntamálaráðherrans og prófessorsins og fannst þær lítið sannfærandi. Stóðu umræður til kl. 3, og var þá af þingi gengið. Skjótlega var nú skotið á fundum og gerðar álykt- anir. Fyrst gerði stúdentaráð sjálít og öll stjórnmála- íélögin samþykktir, en deildafélögin hafa komið á eftir. Frumvarpið hefur hvarvetna á þeim vettvangi hlotið eindregin mótmæli. Þá var hafin undirskriftasöfnun laugardaginn 1. nóvember í sambandi við stúdentaráðskosningarnar til að mótmæla frumvarpinu. Hafa nú um 550 há- skólaborgarar ritað þar nöfn sín. Stúdentaráðskosningar fóru fram 1. nóv. s.l. Juku þær enn á þann óróa, er fyrir var. Að vanda stóðu hin fjögur stjórnmálafélög að umfangsmikilli blaðaútgáfu og sálnaveiðar voru iðkaðar með margvíslegum hætti. Lauk kosningabar- áttunni með því, að höfuðstjói'nmálakempum skól- ans var att saman á fundi í augsýn almúgans. Þótti sumum þetta harla góð skemmtun. Fjórir listar komu fram eins og í fyrra; A-listi frá Stúdentafélagi lýðræðissinnaðra sósíalista. Hlaut hann 55 atkvæði og einn mann kjörinn, Halldór Steinsen, stud. med. B-listi frá Félagi frjálslyndra stúdenta. Hlaut hann 69 atkvæði og einn mann kjörinn, Einar Sverrisson, stud. oecon. C-listi frá Félagi róttækra stúdenta. Hlaut hann 130 atkvæði og tvo menn kjörna, Boga Guðmundsson, stud. oecon. og Friðrik Sveinsson, stud. med. D-listi frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta. Hlaut hann 301 atkvæði og fimm menn kjörna, Braga Sigurðsson, stud. jur., Frosta Sigur- jónsson, stud. med., Boga Ingimarsson, stud. jur., Matthías Johannessen, stud. mag., og Emil Als, stud. med. Hið nýkjörna stúdentaráð skipti með sér verkum, og var Bragi Sigurðsson kosinn formaður, Friðrik Sveinsson, ritari en Bogi Ingimarsson, féhirðir. Oonvivium depositurorum fór fram 25. október s.l. Var þar að vanda nýstúdentum fagnað. Stúdentafélag háskól- ans sá um allan und- irbúning, og var örlát- lega veitt. Magister bibendi var Niels P. Dungal, próf- essor, og fórst það skörulega úr hendi. Þá flutti Skúli Thorodd- sen, læknir, ræðu. Árni Sigurðss., stud. theol., ávarpaði rússana og bauð þá velkomna í hóp háskólaborgara, en Guðmundur Jónas- son, stud. phil., svaraði fyrir þeirra hönd og þakkaði. Loks söng Guðmundur Jónsson nokkur lög við fá- dæma góðar undirtektir. Stóð fagnaður þessi lengi nætur; í stuttu máli: „Glaumr var í höllu, halir ölreifir." Rússar voru skráðir sem hér segir: Guðfræðideild 9, læknadeild 46, lagadeild 18, viðskiptadeild 14, heim- spekideild 70 (þar af 10 í norrænu, 37 í fræðigreinum, sem kenndar eru til B. A. prófs og 23 i heimspeki), verkfræðideild 17. Eru þetta samtals 174 stúdentar. Kynningarvika var haldin fyrir nýstúdenta að tilhlutan stúdenta- ráðs til þess að kynna háskólann og einstakar deildir hans. Héldu þar erindi þessir menn: Prófessor Ás- mundur Guðmundsson um guðfræðinám, prófessor Gylfi Þ. Gíslason um viðskiptafræðinám, prófessor Jón Jóhannesson um nám í islenzkum fræðum, prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson um nám til B. A. prófs, prófessor Júlíus Sigurjónsson um læknisfræðinám, prófessor Ármann Snævarr um lögfræðinám, prófess- or Leifur Ásgeirsson um verkfræðinám, Pétur Sig- urðsson, háskólaritari, um háskólann í heild, sjóði hans, styrkveitingar o. þul. og Baldvin Tryggvason, stud. juris, um félagslíf stúdenta . 1 lok vikunnar var efnt til kvöldskemmtunar í Sjálfstæðishúsinu. Breytingar á kennaraliði urðu nokkrar. 1 upphafi kennsluársins á s. 1. vetri lét Ólafur læknir Þorsteinsson af kennslu fyrir aldurs sakir. Hafði hann haft á hendi kennslu í háls- nef- og

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.