Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 28

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 28
STÚDENTABLAÐ Til þín Þegar ég hryggur höfuð beygi oft í wndstreymi, huggun það Ijær og harmabót mest að minnast þín. Sé ég þig enn, íturvaxna, að mér arma rétta, eggjandi hlæja augum móti rjóðar rósvarir. Sindrar úr augum æskugleði, kvikar geisli á kinn, hniga og lyftast hægt og mjúklega biflétt 'brjóst og hvelfd. Ungur ég var, óspillt hjarta, þá ég þér mætti, svo fannst mér þá, er sól rynni fögur af fjallsbrún. Ekkert svo hreint né lieilagt veit sem fyrstu æskuást, sælli aldrei átti ég daga en þá ég þinnar naut. Leiddumst við oft í laufasal á meðal beinna bjarka, fagur var dagwr, fríður dalur, ómþýtt elfan söng. Frjáls og glöð fetaðir þú um þann unaðsreit, féllu þér á herðar fagrir lokkar og léku létt um kinn.. Man ég það æ, mærin bjarta, er við saman undum, sól okkur blessun sína veitti, hátt á himni skein. Liðu dagar, lengdi nætur, sveif að hið svala haust, frið og tign foldu veitir síðsumar mest. Oft í húmi aftanstunda saman sáturn við, ástarorðum andaðir þú mér svo mjúkt í eyra. Hönd liélt hönd, lcné snart kné, varir mættu vörum, aldregi dýrri drakk ég veigar en þess bjúga bikars. Svo þegar nóttin svalri skikkju vafði fagra fold, barm við barm hvíldum beði á, það var yndi æðst. Liðin er tíð Ijúfrar æsku, fölnuð hin fagra rós, hljóður er dalur, haustlauf falhi á þitt lága leiði. Fró og líkn færir tíminn þeim, er þjást og líða, fyrnast harmar, en fegurð geymist allt til enda lífs. Enn í dag, þá angur sækir, að mér, einmana, huggun það Ijær og harmabót mest að minnast þín. Sigurður V. Friðþjófsson.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.